14.12.2008 | 13:52
Ómarkviss grein yfirlækna á geðsviði Landsspítalans í Morgunblaðinu
Tveir yfirlæknar á geðsviði Landsspítalans, Halldóra Ólafsdóttir og Bjarni Össurarson, ávíta í gær Stöð 2 og Kompás fyrir umfjöllun um sjálfsvíg í grein í Morgunblaðinu. Ekki hafa læknarnir fyrir því að nefna dagsetningar þessara umfjallana svo menn geti kynnt sér þær. Þetta er alvarleg hroðvirkni. Eða er það kannski bara meðvitað kænskubragð sem gerir þeim auðveldara að koma höggi á þessa miðla í þeirri von að fólk taki orð þeirra trúanleg án þess að vita hvað á bak við þau leynist? Það geti þá ekki séð með eigin augum hvort umfjöllunin hafi verið í ''hróplegri mótsögn við ráðleggingar til fjölmiðla um umfjöllun vegna sjálfsvíga sem gefnar hafa verið út á alþjóðavettvangi...''eins og læknarnir segja í greininni.
Læknarnir virðast líta á þessar ráðleggingar sem einhvern óyggjandi æðstadóm um það hvernig fjölmilar eigi að fjalla um sjálfsvíg. Reyndar er hér um að ræða ráðleggingar heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna en ekki neina alþjóðlega samþykkt. Ýmislegt er í ráðleggingunum sem enginn ástæða er til að fallast á gagnrýnislaust. Ég nefni sem dæmi að á einum stað er sagt að 90 % þeirra sem fremji sjálfsvíg séu haldnir geðrænum sjúkdómum sem stundum hafi þó ekki verið greindir og er þar vísað til einhverra rannsókna. Þá vaknar auðvitað sú spurning hvernig í ósköpunum rannsakendurnir viti að einhverjir hafi verið geðveikir úr því þeir voru ekki greindir. Er það ekki vegna þess að hið sjálfvirka viðbragð heilbrigðisstétta við sjálfsvígum er að stimpla umhugsunarlítið verknaðinn sem einkenni um geðsjúkdóm? Oft hef ég skrifað gegn því sjónarmiði en auðvitað kemur það fyrir ekki. Og þó! Ég man alltaf þegar geðhjúkrunarfræðingur einn, doktor í fræðunum, þakkaði mér fyrir eina slíka grein og var mér innilega sammála. En slíkar raddir fagfólks koma tæplega fram opinberlega vegna skoðanakúgunar í fámennu samfélagi þeirra.
Þessi grein yfirlæknanna í Morgunblaðinu er ágætt dæmi um það hvernig geðlæknar reyna að þagga niður alla umræðu um sjálfsvíg sem fer ekki eftir þeirra kokkabókum. Fyrst og fremst er hún þó skrifuð til að amast við þeirri gagnrýni sem þeir telja að sé á geðddeildir í þeirri umfjöllun fjölmiðlanna sem þeir vísa til. Þeir nefna þó ekki í hverju sú gagnrýni er fólgin og svara henni því í engu efnislega. Þess í stað reyna þeir með viðeigandi orðalagi að koma óorði á fjölmiðlanna, draga úr trúverðugleika þeirra, með því að gefa í skyn að umfjöllun þeirra hafi verið lituð af fordómum, fáfræði, neikvæðni og æsifréttamennsku. Þeir bæta við í sama dúr: ''Ítrekuð, neikvæð og beinlínis villandi fjölmiðlaumræða hlýtur að draga úr tiltrú fólks á því að aðstoð sé að finna.'' Það er sérlega ógeðfellt við málflutning geðlækna um sjálfsvíg að þeir reyna að kúga samfélagið til hlýðni við eigin sjónarmið með því að gefa í skyn að annars konar umræða kunni að valda aukningu á sjálfsvígum.
Hvergi nefna greinahöfundar, þessir yfirlæknar sem áreiðanlega vilja láta taka sig mjög alvarlega, raunveruleg dæmi um þessa neikvæðu umræðu um sjálfsvíg sem þeir eru að hneykslast á, eru aðeins með óljósar ábendingar. Öll greinin er í þessum hoðvirknisstíl að viðbættu almennu hjali um geðsjúkdóma. Hún er fyrst og fremst gossip. Greinin er þó skrifuð í hefðbundnum geðlæknastíl sem á yfirbragðinu virðist rólegur og trúverðugur. En menn mega ekki láta blekkjast af stílblæ texta og halda að ákveðinn rólyndisstíll sé sama og trúverðugleiki í hugsun. Trúverðugleiki hugsunar felst í skýrleika hennar, gagnsæi og skynsemi, en ekki í stílfræðilegu yfirbragði. Grein geðlæknanna er fremur subbuleg í hugsun sem best sést á þeirri ónákvæmni í vísunum til þeirra umfjallana fjölmiðla sem þeir gera að umtalsefni eins og ég var að benda á.
Hvað fordóma um geðsjúklinga varðar ættu menn að lesa bókina Kleppur í 100 ár eftir Óttar Guðmundsson. Það er beinlínis hryllilegt að lesa þar um fordóma og hrokafullt yfirlæti geðlækna til sjúklinga sinna gegnum árin og hvernig þeir hafa lengst af mótað neikvæða afstöðu samfélagsins í þessum efnum. Geðlæknar ættu því ekki að kasta steinum til fjölmiðla úr glerhúsi hvað fordóma varðar.
Aðalatriðið í þessu máli er þetta:
Geðlæknar geta ekki sagt fjölmiðlum eða öðrum fyrir verkum um það hvernig þeir fjalla um sjálfsvíg. Þeir hafa svo sannarlega ekki úr háum söðli að detta í þeirri umræðu.
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 15:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég las aðra ómarkvissa grein í Læknablaðinu í fyrra (2007/93) um metýlfenídat notkun barna á Íslandi. Metýlfenídat (rítalín, concerta og önnur amfetamínskyld lyf) eru notuð til að meðhöndla ADHD. Í greininni kemur fram að ýmsar rannsóknir sýna 5-10% algengi ADHD hjá börnum og unglingum. Í greininni kemur einnig fram að algengi metýlfenídat notkunar meðal barna (0-18 ára) á Íslandi hækkaði úr 0,2% árið 1989 í 25,1% árið 2006. Niðurstaða greinarinnar er síðan þessi: "Ekki er hægt að álykta að um ofnotkun lyfjanna sé að ræða hér á landi - - - Hins vegar er nauðsynlegt að vandlega sé staðið að greiningum ADHD hjá börnum." Mér fannst þetta merkileg niðurstaða og langaði að deila henni með fleirum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:24
Mér finnst þetta ákaflega góður pistill, ágæti Sigurður Þór, einstaklega góður. Sjálfur er ég með í vinnslu, eins og kallað er, eitthvert smáræði varðandi baráttu mína við sífellt áleitnari sjálfsvígshugsanir. Sú barátta er hörð, einkum síðustu misseri og mánuði og þó sérstaklega síðustu vikur. Hvort mér endist aldur til þess að hreinskrifa þetta „smáræði“ og birta það með einhverjum hætti kemur væntanlega í ljós.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:32
Ég vil svo minna á að það er ekki það sama að reyna að efla lífsvilja manns sem er í sjalfsvígshugleiðingum og það að gefa sér að viðkomandi maður sé haldinn sjúkdómi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2008 kl. 20:28
Takk kærlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 20:51
Olræt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.