17.12.2008 | 14:06
Jólasnjórinn
Hanna G. Sigurðardóttir var áðan í útvarpsþætti sínum, ''Vítt og breitt'', að tala um að nú væri jólasnjór og bætti við: ''Bara að hann fari nú ekki''.
Í morgun var snjódýpt 10 cm í Reykjavík og búið að vera alhvítt í fimm daga. Í nótt bættust 5 cm við snjóinn. Næstu daga mun bætast enn meira við. Hins vegar er spáð hláku og rigningu 22. desember og mun hún standa alla jóladagana ef spáin engur eftir. Ég held samt að þessi hláka verði ekki mjög sterk og búast megi fljótlega við suðvestanátt og éljagangi.
Hvergi er nú alautt á landinu en jörð er þó einungis flekkótt af snjó sums staðar við suður- og norðausturströndina, á vesturlandi og Vestfjörðum og - merkilegt nokk - inni í Eyjafjarðardal og Bárðardal.
Ég efast mjög um að snjó taki upp í Reykjavík fyrir jól en hann gæti verið orðinn æði skítugur og slabblegur og kannski verður flekkótt og miklir klakabunkar. Svona nokkurn vegin eins andstyggileg jörð og hugsast getur að vetrarlagi.
Í fyrra var alhvítt að morgni Þorláksmessu í Reykjavík og var alhvítt um öll jólin, komin 12 cm snjódýpt á öðrum degi jóla. Á Akureyri var jörð aðeins talin flekkótt að morgni jóladags en alhvítt aðra jóladagana. Öllum að óvörum var alhvít jörð á jóladagsmorgun í Reykjavik árið 2006 en snjólaust var á aðfangadag kl. 18 þegar hátíðin gekk í garð og alla aðra jóladaga og þetta ár voru alauð jól á Akureyri. Reyndar held ég að flestir miði í huga sér við kl. 18 á aðfangadag hvað hvít jól varðar eða rauð. Á Veðurstofunni er snjóhula hins vegar aðeins athuguð klukkan 9 að morgni og segir ekkert um hvernig snjólag er klukkan 18. Hins vegar er hægt að sjá hér veðrið á þeim tíma um land allt frá 1949 á aðfangadag.
Það hafa sem sagt verið hvít jól í Reykjavík tvö ár í röð og hugsanlega verður þetta þriðja árið. Athugasemd fréttamanns sjónvarps á dögunum um það að nú séu alltaf rauð jól í borginni stenst sem sagt ekki betur en þetta. Eins og sjá má á snjóatöflunni er nokkur munur á jólasnjó eftir tímabilum þegar nokkur ár eru tekin saman. Eftir 1996 hefur verið lítill snjór um jólin en mikill árin 1990-1995 og enn meiri 1979 til 1984 en aftur yfirleitt ítill og oft snjólaust alveg frá fjórða áratugnum og fram á miðjan sjöunda áratuginn. Snjóleysi í Reykjavík er því engin nýlunda um jólin.
Hægt er að sjá hér snjóalög í borginni á jóladagsmorgun alveg frá 1921. Misræmi er í töflunni um árið 1964. Þar stendur í einum dálki að alautt hafi verið en í öðrum að snjóhula hafi verið 2 af 4 hlutum.
Ég vona innilega að allan snjó taki upp í borginni fyrir jólin. Fátt er eins ójólalegt og hallærislegt og hvít jól!
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sammála þér með jólasnjóinn. Þetta er hluti af Coca Cola glansmyndinni, þessi hundslappadrífa á aðfangadagskvöldið, slabb og leiðindi í raun fyrir þá sem þurfa að fara milli húsa, að maður tali nú ekki um allan þann fjölda sem heimsækir greftrunarstaði ættingja. Satt best að segja hefur Ellismellur verið að velta fyrir sér hvort þetta fyrirbrigði, jólasnjór, hafi komið hingað til lands með bandaríska hernum á sínum tíma, eins og svo margt annað, svo sem eins og rauðklæddi sanktikláusinn, sem er náttúrulega allt önnur ella en íslensku jólasveinarnir, sem eru úr heiðni og þjóðlegir íslendingar, en ekki einhverjir pótintátar á vegum kirkjuvaldsins. En þú ert nú, Sigurður, manna vísastur til að vita hvenær fólk fer að óska eftir snjó á jólum hérlendis? Hef nefnilega grun um að framundir WWII hafi landinn helst viljað hafa snjólaust bæði á jólum og sem oftast, það var praktískast og því í takt við nytjahyggju forfeðra okkar og -mæðra.
Ellismellur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:40
Ég held að ég hafi sagt þessa sögu áður - en ég segi hana bara aftur í tilefni pistilsins:
Einu sinni þekkti ég mann sem fannst ekkert jólalegra en að þurfa að berjast milli húsa í kafaldsbyl á aðfangadag þegar hann var að dreifa jólagjöfunum. Best þótti honum ef bíllinn festist nokkrum sinnum og ef hann þurfti bæði að fá hjálp og hjálpa öðrum. Helst mátti ekki sjást nema hámark 10 metra fram fyrir bílinn. Með þessu móti komst hann í fínt jólaskap.
Ég hef aldrei skilið þetta enda stóðu kynni okkar ekki ýkja lengi.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:26
Ég held að þessi draumur um hvít jól sé upphaflega komin frá Evrópu og á uppurna sinn kannski í kortaskreytingum eða myndskreytingum á Viktoríutímanum þegar kaldara var en nú og oftar snjór á norðurhveli um jólin en nú er. Sjá t.d. http://www.metoffice.gov.uk/climate/uk/whitechristmas/
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 17:36
Kannski eru jólin í dag þá bara einhverskonar þrá eftir rómantík en þá skemmir ekki hvítur nýfallinn snjórinn og kertaljós í anda liðinna tíma. Sumir sjá svo kannski rómantíkina í því að festast í snjósköflum. Maður líka getur vel skilið að í gamla daga þegar fólk bjó við þrálátan kulda og trekk, hafi jólarómantíkin snúist um annað en snjó.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2008 kl. 19:35
Svo það sé á hreinu, þá er ekki stafkrók að finna um jólasnjó í Biblíunni!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.12.2008 kl. 21:25
Er annars nokkuð minnst á jólin í Biblíunni?
Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2008 kl. 22:01
Merkilegt hvað maður er fastur í snjóaþráhyggjunni. Ég er svona (verði snjór, verði snjór) en svo þegar ég las þessa færslu þá mundi ég ekki afturenda hvort jörð var auð eða hvít í fyrra, hvað þá hitteðfyrra.
Hm.. maður er ekki í lagi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 23:56
Néi, Jenný mín! Þú ert EKKI i lagi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 00:08
Takk kæri vinur, mig vantaði einhvern til að rétta mig af. Mikilmennskubrjálæðið að ná hæstu hæðum. Lalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 00:50
Heyrðu... líst þér betur á þetta veður?
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:18
Mér líst vel á hvaða hláku sem er. En ég hef ekki trú á alveg svona miklum hita fyrr en þá eftir jólin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.