Meira af jólasnjónum. Það verða skítajól!

Hanna G. Sigurðardóttir var enn í útvarpsþættinum sínum í gær að tala um ''jólasnjóinn'' sem nú liggur yfir, 19 cm í Reykjavík, og bætti við: ''Við krossum náttúrlega puttana að það haldist''.

Hvaða við? Ekki vil ég hvít jól fremur en rauð þó ég láti mér auðvitað lynda það veður sem verður. Og þeir eru áreiðanlega fleiri en ég sem vilja heldur rauða og auðfarna jörð um jólin. Hva, höfum við engan rétt?!!Shocking Mér finnst í alvöru jólalegast í marauðri jörð og miklu myrkri, stilltu veðri og góðu. 

En hvaða veður skyldi svo verða?

Það á að snjóa eitthvað fram á mánudag en þá mun hvessa með suðaustanátt og rigningu sem mun haldast á Þorláksmessu og aðfangadag.  Þetta verður samt ekkert sérstakt óveður. Hins vegar verður hlákan ekki sterk og hitinn mun varla fara yfir 5 stig í Reykjavík, nema  í stuttan tíma. Líklega verður hlýjast snemma á aðfangadag.

Hvað þýðir  þetta? Það þýðir að snjórinn nær ekki að hverfa.  Á jörðu verður blautur og andstyggilegur ''jólasnjór'' en á stöku stað hafa kannski komið göt á hann og það má búast við klakabunkum sem verða stórvarasamir vegna hálku. Allt verður því slabblegt með afbrigðum og einstaklega viðbjóðslegt.

Það verða sem sagt skítajól!Tounge

En hvít verða þau og það er víst fyrir öllu! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég get lánað þér mannbrodda - en þá dett ég sjálf og fótbrotna... eða eitthvað. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú getur líka lánað mér hengingaról! Þá losna ég alveg við þetta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.12.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, en ég vil ekki losna við þig og þar með er bóninni hafnað - mjög ákveðið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og svo eigum við eftir að þreyja þorrann og góuna - og alla kreppuna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.12.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, þá þreyjum við bara og reynum að breyta því sem þarf að breyta. Austurvöllur kl. 15 í dag!

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 13:18

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þegar snjórinn hverfur og við höfum skipt um landsfeður og mæður, glæpaliðið komið undir lás og slá og hið góða hefur sigrað hið slæma verður gott að vakna á morgnana. Kveðjur frá okkur Raikonen yfirketti til ykkar Mola.

Sigurður Sveinsson, 21.12.2008 kl. 09:00

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Bið forláts. Aðsjálfsögðu var það Mali en ekki Moli sem fær kveðju okkar.

Sigurður Sveinsson, 21.12.2008 kl. 09:29

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir frábæra kveðju til okkar feðganna Sigurður. Og aftur kemur vor í dal!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.12.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband