22.12.2008 | 18:52
Íslendingar og innflytjendur
Í Speglinum var talað við Evu Heiðu Önnudóttur um viðhorf Íslendinga til innflytjenda eins og þau birtast í nýrri könnun.
Skýrt kom fram að við lítum fyrst og fremst á innflytjendur sem vinnuafl. Þegar vel gengur eiga þeir að gera okkur ríkari með striti sínu en þegar illa árar eiga þeir að hypja sig heim með skömm. Þetta var auðvitað ekki sagt svona blátt áfram en ég er að draga sjálfur mínar ályktanir af staðreyndum sem komu fram í könnuninni.
Það kom líka fram að við viljum alveg endilega að innflytjendur leggi niður siði síns heimalands en taki upp okkar (ó)siði í einu og öllu. Þeir eigi bara að verða alveg eins og við. Ekki verði þá um neitt ''fjölmenningarsamfélag'' að ræða heldur bara íslenska flatneskju.
Hvernig var það annars með Vestur-Íslendingana? Eru sumir þeirra ekki enn að rækta málsiði gamla heimalandsins með því að tala íslensku eftir nokkrar kynslóðir í nýja landinu? Af því erum við ekkert smáræðis stolt. En við viljum auðvitað ekki að bévítans innflytjendurnir endurtaki þennan leik í okkar landi. Skárra væri það nú!
Ég endurtek að ég hef sagt frá niðurstöðum þessarar könnunar með mínum eigin orðum en auðvitað var þetta framreitt af fræðilegri ráðvendni í Speglinum.
Mér finnst þessar niðurstöður sem könnunin leiddi í ljós hálf óhugnanlegur vitnisburður um þjóðernisdramb okkar og hroka.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þú getur ekki borið Ísland saman við Kanada sem var fjölmenningarsamfélag strax í upphafi.
Ég skil ekki af hverju það er svona slæmt að taka upp siði okkar og fræðast um menningu okkar. Íslendingar hafa oftast reynst vera best í öllu mannréttindafögum og ef þú myndir spyrja einhvern útlending út af af hverju að hann hafi komið hingað til lands er svarið oftast "að Íslendingar eru öðruvísi en allar hinar þjóðir." Þannig að ég skil ekki af hverju við þurfum að breyta okkur til að þóknast hina þjóðina þó sérstaklega Pólland sem er ein versta þjóð í Evrópu í dag.
Þór (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 19:10
Pólverjar eru ekki verri en við!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.12.2008 kl. 19:12
Sammála þér! Þetta er einhver hræðsla við fólk sem er ekki EINS og við.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2008 kl. 19:17
Sammála greinarhöfundi. Sammála, sammála, svO sammála.
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.12.2008 kl. 20:46
"Pólland: Þrengt að samkynhneigðum
Ríkisstjórn Póllands hyggst setja lög sem banna umræðu og fræðslu um samkynhneigð í skólum og menntastofnunum landsins. Brjóti kennarar bannið munu þeir eiga brottrekstur, fjársekt eða jafnvel fangelsi yfir höfði sér. Roman Giertych, menntamálaráðherra Póllands, vonar að svipuð lög verði sett í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Hann segir nauðsynlegt að banna alla afbrigðilega hegðun, eins og hann orðar það. Bæði forseti og forsætisráðherra Póllands, tvíburabræðurnir Lech og Jaroslaw Kaczynski, styðja frumvarpið heilshugar. Lech forseti lýsti yfir því nýlega að reka þyrfti áróður gegn samkynhneigð í skólum, annars dæi mannkynið út.
Giertych er leiðtogi Pólska fjölskyldusambandsins, en sá flokkur kyndir undir hatri á samkynhneigðu fólki. Ungherjar flokksins ráðast á göngur samkynhneigðra, grýta þátttakendur og berja. Radio Maryja, katólsk útvarpsstöð, sem nýtur ríkisstyrks, hvetur til þess að hommar séu aflífaðir, lesbíur sendar í útrýmingarbúðir. Mannréttindasamtök segja æ fleiri samkynhneigða sæta ofbeldi og niðurlægingu í Póllandi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fordæmt grímulausan hatursáróður stjórnvalda í Varsjá gegn hommum og lesbíum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gagnrýndi þau undir rós þegar hún var í Varsjá um helgina. Evrópa væri heimsálfa umburðarlyndis, ekki fordóma. Evrópumenn litu á fjölbreytni sem auðlegð, ekki ógn.
Rúv.is"
Þetta fyrir neðan er tekið úr wikipedia.com og fjallar um mannréttindamál samkynhneigðra:
"Gay life in Poland
Poland is currently one of the most intolerant countries in Europe regarding gay rights, with 89% of the population stating that they consider homosexuality abnormal. Additionally, only half believe homosexuality should be tolerated.[2] Although tolerance increased in the 1990s and early 2000s, mainly amongst younger people, those with better education and those living in larger cities, the introduction of a conservative government in 2005 had led to greater and more overt discrimination against LGBT minorities.[citation needed] Despite this, there exists a vibrant gay scene with many gay clubs all around the country. More than thirty gay organisations exist, but the Catholic Church, the influence of which is very strong in Polish society, still strongly opposes homosexuality.[citation needed]
In 2004 and 2005, Warsaw together with other Polish cities, including Kraków, have blocked gay pride parades citing various reasons including the likelihood of counter-demonstrations or the interference with religious or national holidays, or the lack of a permit, (1) Despite this, about 2,500 people marched on June 11, 2005. There were 10 arrests. The parade was condemned by Mayor Kaczyński, who has said that allowing an official Gay Pride event in Warsaw would promote a "homosexual lifestyle". (2) In October of 2005, Lech Kaczyński was elected President of Poland. The views of Kaczyński and the government of Poland, especially sugesting that gays shouldn't be teachers and calling homosexuality “unnatural,” have caused tensions between Poland and the European Union. (3)
An opinion poll conducted in late 2006 at the request of the European Commission indicated Polish public opinion was generally opposed to same-sex marriage and to adoption by gay couples. The 66 poll found that 74% and 89% of Poles respectively were opposed to same-sex marriage and adoption by gay couples. Of the EU member states surveyed only Latvia and Greece had higher levels of opposition... "
Hérna er frétt frá visir.is þar sem samkynhneigðum voru hótað lífláti í Gay Pride árið 2008. Ekki halda að ég sé að benta á einhvern sökudólg en hótunarbréfið var skrifað á ensku og það var talið að allt að 20 þúsundir Pólverjar bjuggu hérna þegar þessu bréfi var sent til Stöðvar 2:
"Sprengjuhótunin sem barst Stöð 2 í gær og beindist að fyrirhugaðri Gleðigöngu Hinsegin daga í Reykjavík þann 9. ágúst næstkomandi getur varðað fangelsi allt að tveimur árum. Lögreglan rannsakar nú fingraför og aðrar vísbendingar í tengslum við málið.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að hótunarbréf barst fréttastofunni í gærmorgun þar sem því var hótað að varpa sprengjum á Gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fer 9. ágúst næstkomandi. Bréfið var ritað á ensku en póstlagt hérlendis þann 28. júli síðastliðinn. Fréttastofa afhenti lögreglunni bréfið í gær og er málið í rannsókn. Tæknideild lögreglunnar rannsakar leturgerð og öll fingraför á bréfinu. Að hafa í hótunum með þessum hætti getur varðað allt að tveggja ára fangelsisvist samkvæmt 233. grein almennra hegningarlaga.
Geir Jón Þórissson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögregluna líta allar hótanir alvarlegum augum og finnist ekki sendandi bréfsins þurfi e.t.v. að gera ráðstafanir með viðbúnað í göngunni."
Persónulega þá er ég bara mjög feginn að við séum ekkert líkir Pólverjum.
Þór (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:54
Hvernig var það annars með Vestur-Íslendingana? Eru sumir þeirra ekki enn að rækta málsiði gamla heimalandsins með því að tala íslensku eftir nokkrar kynslóðir í nýja landinu?
Er þetta nú ekki ofsagt. Ekki get ég trúað því að menn séu að tala íslensku þarna vestur frá , það er allt of langsótt.
Annars sammála þér.
Pólverjar eru bara misjafnir eins og við en þeir krefjast þess að menn tali pólsku þegar menn fara þangað til að vinna. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:47
Það eru að vísu nokkur ár síðan að fjöldi unglinga í íslendingabyggðum Kanada kunni Stefán G. betur en nútíma-unglingar á Íslandi "FaðirVorið" ;)
Hlédís, 23.12.2008 kl. 06:48
Ég hef búið í tveimur löndum utan Íslands og þá gerði ég mér far um að bera virðingu fyrir þeirri þjóð sem ég bjó hjá. Reyndi að læra þeirra siði og laga mig að þeim. Ég tel það hafa verið eðlilega forvitni og áhuga á að safna reynslu. Þess vegna finnst mér það óskiljanleg frekja, til dæmis í múslimunum í svíþjóð. Sem finnst sjálfsagt að hið opinbera borgi fyrir sér-félagsmiðstöð fyrir múslimska unglinga og þegar eigandinn lokar, þá fara þeir um með óspektir og skemmdarverk. Ráðast á lögreglu og kveikja í bílum. Við höfum sloppið við svona hluti hér á landi, hingað til. Ég hef kynnst mörgum innflytjendum hérna, af mörgum þjóðernum og mér finnst þeir hvorki betri né verri en innfæddir Íslendingar, þetta er allavega fólk, en ég held að það sé ekkert slæmt við það að vera kröfuharður við fólk sem flytur hingað. Ber það ekki vott um virðingu fyrir fólki að ætlast til að það standi sig?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 07:26
Það er ekki það sama að gera kröfur til innflytjenda og að ætlast til þess að þeir leggi niður alla siði frá heimalandi sínu. Menn geta hæglega aðlagast vel nýju landi þó þeir sleppi ekki sími, siðum.Vilja Íslendingar að þess sé krafist af þeim í nýju landi? Enn kunna einhverjir Vestur-Íslendingar eitthvað í íslensku, það kemur oft fram, en ég er ekki að þeir tali hana fullum fetum. Ekki mæli ég hommhatri Pólverja bót en það finnst víðar er þar. Auk þess finnst mér ekki hægt að dæma karakter heillar þjóðar eftir því hvar þær eru tæpastar fyrir. Ég trúi því ekki að það sé munur á þjóðum hvað varðar almenna mannkosti, gáfnafar eða siðfeðrisstyrk, enda eru þetta ómælanlegar eigindir, þó munur sé á efnahag, menntun og löggjöf. Eftir því sem fram kom í viðtalinu finnst mér viðhorf Íslendinga til útlendinga sem hingað koma æði frekjulegt, ekki bara með siðina heldur ekki síður að þeir líta á þá fyrst og fremst á þá sem vinnuafla, þjóna sem eiga að vinna fyrir þá þau verk sem þeir vilja ekki sjálfir vinna.Hafa gott af þeim þegar vel gengur, sparka þeim þegar á móti blæs.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.12.2008 kl. 10:24
Það er ekki alveg rétt sem að Húnbogi segir að það séu innflytjendur sem að eru að kveikja í bílum hérna í Svíþjóð. Heldur hafa vinstri aktívistar verið að notfæra sér deilurnar sem að hafa skapast í Rosengård til að vera með læti, og það er alls ekki í fyrsta skiptið sem að þessir rótæklingar notfæra sér aðstæður til þess að vera að brjóta og bramla eigur annarra.
99.9% af innflytjendum í Svíþjóð eru ekki til vandræða frekar en aðrir borgarar, og þannig er það í flestum löndum.
Gudmundur (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 11:23
Það er ekki alveg rétt sem að Húnbogi segir að það séu innflytjendur sem að
eru að kveikja í bílum hérna í Svíþjóð. Heldur hafa vinstri aktívistar
verið að notfæra sér deilurnar sem að hafa skapast í Rosengård til að vera
með læti, og það er alls ekki í fyrsta skiptið sem að þessir rótæklingar
notfæra sér aðstæður til þess að vera að brjóta og bramla eigur annarra.
99.9% af innflytjendum í Svíþjóð eru ekki til vandræða frekar en aðrir
borgarar, og þannig er það í flestum löndum.
Draugur, 23.12.2008 kl. 11:25
Það er lítið mál að ´aðlagast´ þegar (siðferðis)gildi þjóðarinnar sem þú sest að hjá eru svipuð og þín eigin - eins og á við um flest þau lönd sem Íslendingar kjósa að flytja til. Íslendingar eru heppnir að því leyti að þeir hafa marga valkosti þegar kemur að því að kjósa hvar þeir vilja búa erlendis. Aðrir hafa þrengri valkosti, og neyðast e.t.v. til að flytja til landa sem hafa mjög ólík gildi á sumum sviðum.
Ég sé ekki að menn almennt séu tilbúnir að ´aðlagast´, jafnvel innan eigin þjóðfélags - á Íslandi eru til einstaklingar, ýmsir (sértrúar)söfnuðir og klúbbar, sem ekki falla meðalmúgnum í geð, en þetta fólk er alls ekki á því að breyta skoðunum sínum eða gildum til þess að fitta betur inn - telur sig hafa rétt á því að vera eins og það er.
Ég hef búið í þessum venjulegu Íslendingaútlöndum; lítið mál. Bý núna í landi sem hefur nokkuð önnuð viðmið á sumum sviðum en þau sem ég á að venjast. Og þrátt fyrir að vera ansi sjóuð í að ´aðlagast´ öðrum þjóðum dettur mér ekki í hug að taka upp ýmsa þá siði sem hér tíðkast, þegar þeir ganga gegn minni eigin sannfæringu.
Ég held nú síður.
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.12.2008 kl. 12:02
Sammála þér Gerður Rósa, svo sammála!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.12.2008 kl. 14:08
"...Auk þess finnst mér ekki hægt að dæma karakter heillar þjóðar eftir því hvar þær eru tæpastar fyrir..."
Ég er ekki að dæma alla Pólverja. Ég er að dæma 90% af Pólverjum sem styðja þessa rasistaríkistjórn.
Mér finnst hálfgert kjánalegt að ég má ekki gagnrýna Pólverja fyrir hegðun þeirra gagnvart samkynhneigðum og útlendingum en öðru leyti mátt þú gagnrýna Íslendinga (og dæma þá alla sem heila þjóð) fyrir einhverja könnun sem Eva Heiða hélt fyrir. Hvaða rétt hefur þú til að dæma Íslendinga?
Þór (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 20:08
Eru ekki íslendingar fjárglæframenn og svindlarar?
(Aðeins að grínast með það hvernig utanaðkomandi fólk gæti litið á okkur í ljósi atburða síðustu vikna)
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.