Rauð jól í Reykjavík á aðfangadagskvöld

Í morgun var talin alauð jörð í Reykajvík eftir hláku gærdagsins þegar hitinn komst í 8,5  stig. Mat á snjóhulu fer eftir sérstökum reglum og er talin auð jörð þó svellbunkar séu og skaflar í lautum og lænum. Í bakgarðinum hjá mér er jörðin flekkótt af snjó á grasflötunum.

Það mun þó taka upp í dag og ekki síður á morgun en þá hlýjar til muna á nýjan leik með rigningu. Það má því teljast öruggt að jörð varður marauð í Reykjavík þegar hátíðin gengur í garð kl. 18 annað kvöld. Hins vegar mun kólna á jólanótt og mun kannski gera él undir morgun svo vel getur verið að jörð verði orðin hvít á jóladagsmorgun en kannski grá og gruggin öllu heldur. Það er sem sagt taugastríð um það hvort jóladagsmorgun verði hvítur eða ekki!

En á aðfangadagskvöld verður líkast til auð jörð og dimmt mjög og drungalegt. Nema hvað ljós jólanna mun loga skært í öllum betri hjörtum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband