En hvað með þá sem geta það ekki?

Spurningin er hvað gert verður við þá sem ekki geta staðið undir þessari gjaldtöku sem snýst aðallega um gjald fyrir að leggjast inn á sjúkrahús. Þeir verða þá auðvitað í fyrsta lagi auðmýktir. Og svo fá þeir víst enga læknishjálp, verða bara sendir heim. Það er nefnlega tilgangslaust  að leggja á gjöld ef menn komast upp með að neita að greiða þau. Þeir sem ekki borga fá ekki læknishjálp. Svo einfalt er það. Þetta er orðið að staðreynd á Íslandi.

Hvað segja annars læknar? Það er undarlegt að ekki hefur enn heyrst eitt einasta orð frá þeim um þessa gjaldtöku. Ekki einn einasti þeirra hefur talað.Það er bara eins og þeir séu ekki í þjóðfélaginu. 


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem geta ekki borgað verður skutlað í næstu kirkju þar sem þeir verða jarðaðir og ættingjar borga jarðaför á raðgreiðslum sem færast sjálfvirkt á öll ný ættmenni;)
Þess vegna er ekkert skorið niður hjá umboðsmönnum guðs.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahah hann getur alveg drepið mann doctorinn.  Samt nokkuð til í þessu. En ég held að þeir sem eru á lágmarkslaunum ( bótum ) hljóti að vera undanþegnir gjaldi. Við þurfum líka að fara að sleppa hrokanum og sýna auðmýkt þó ég mæli ekki með þessari aðferð til þess. Þetta fer að verða spurning um forgangsröðun. Í gamla daga var viðmiðið að eiga fyrir útförinni. Núna kannski frekar að eiga fyrir heilsunni . Jólakveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2008 kl. 21:31

3 identicon

Já, Geir er samur við sig. Hann telur s.s. að landsmenn geti staðið undir svona "auka" álögum. En hvernig væri að taka þetta af þeim sem eiga peningana, hvar er t.d. hátekjuskatturinn ? Nei, ekki má hreyfa við þeim svínum. Það ætti að skattleggja alla hátekjur í botn á Íslandi og halda þeim tekjum þangað til búið er að borga fyrir sukkið, í það minnsta. Þessir dátar eiga, og geta alveg greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna á Íslandi, jafnvel skólakerfið líka. En nei, það má ekki styggja einkavinina.

Kreppukallinn (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:25

4 identicon

Ekki það að ég sé að vona það en segjum að Geir og fleiri úr hans fjölskyldu þyrftu að leggjast á spítala í langann tíma og borga fyrir það haldið þið að það kæmi við pyngjuna hans ó nei ! En ef hann væri öryrkji eða venjulegur verkamaður ó já ! Geir og hans lið er algjörlega veruleikafyrt !  Eru þeir kannski geimverur spyr sú sem ekki veit !!!

Ólöf Sigríður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband