Hafa menn einhverju við þetta að bæta?

"Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. Sá sem veitir yfirvöldum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.....yfirvöldin...... eru þjónn Guðs þér til góðs.....Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast....." (Rómverjabréfið 13:1-7).

Til þessara orða var vitnað á aðfangadag af öllum dögum á einni bloggsíðu.

Hafa þeir sem verið hafa að mótmæla yfirvöldum undanfarið einhverju við þetta að bæta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Er ekki meirihluti þjóðarinnar Mótmælendatrúar?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.12.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Niður með alla guði!

María Kristjánsdóttir, 26.12.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

María þó! Almáttugur góður guð á himnum verði syndugri sálu þinni náðugur! Nú verðuru að fara með 30 maríubænir til að eiga sjens á að verða hólpinn.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég sem hélt að "við" hefðum kosið þessi yfirvöld! Svo kemur í ljós að það var einhver guð sem skipaði þau! Égskalsegjykkurþað!

Er ekki hægt að senda þessum guði tölvupóst og biðja hann - krefjast þess af honum - að hann afturkalli skipunina?

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.12.2008 kl. 12:44

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kíktí á síðuna. var ekki viss um hvort það væri hann eða ég sem væri svona fullur, svo ég lokaði henni án þess að gera athugasemd.

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hehe, Einar Ingvi Magnússon samur við sig, hefur lítið breyst frá menntaskólaárunum. Hugsar í biflíutilvitnunum. En Palli post vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann skóp kristninni pólitískan grundvöll. Kíkið á hvað hann sagði um stöðu kvenna í Korintubréfinu.

Björgvin R. Leifsson, 26.12.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég kýs heldur að lesa Trunt Trunt og tröllin í fjöllunum. mun trúverðugra

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 14:11

8 identicon

Guð dæmir stjórnvöld,vondir konungar koma og gera hluti sem eru gegn Drottni,það sem Páll á við og verður að lesa í samhengi er að lýðurinn verður að treysta samt sem áður á stjórnvöld,  endalaust uppreisnarástand gengur ekki upp.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 14:50

9 identicon

Krakkar ég er búinn að segja það skrilljón sinnum: Biblían og önnur trúarrit eru forn stjórntæki, það er það eina sem þau eru.
GT var með: Hlýddu eða þú hefur verra af í eina lífinu þínu... þetta dugði ekki og því kom NT með: Hlýddu eða þú verður pyntaður að eilífu í extra lífinu þínu.
Alveg augljóst :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:08

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sigurðurur. Það er ljótt að hafa veikt fólk að fíflskaparmálum. 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.12.2008 kl. 18:42

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er aðeins vitnað í Pál postula og málið snýst um orð hans og sumir segja í alvöru og engum fíflaskap að allt í biblíunni sé ''orð guðs! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 18:55

12 identicon

Ég skil ekki að menn segi þetta orð guðs.. ok það eru einstaka dæmi á köflum sem eru næs, samt ekki það næs að það þurfi einhvern guð til þess að segja þetta.

Ef guð skrifaði biblíu... þá hlýtur Carl Sagan að vera guð guðs, því þetta dæmi hans sópar yfir allt það sem biblían eða önnur trúarrit segja.
Pale Blue Dot
http://www.youtube.com/watch?v=p86BPM1GV8M

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:21

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég veit annars ekki hvernig ég á að bregðast við þesssari athugasemd Kristjáns Sigurðar sem er án skýringar. Þarna er vitnað í trúarlegan texta á opnu bloggi en um bakgrunn þess hef ég að öðru leyti enga hugmynd. En allur skrifferill minn er þess eðlis að ég sé allra manna ólíklegastur til að hafa veikt fólk að fíflskaparmálum. Þetta verður hins vegar til þess að hér með er lokað fyrir athugasemdir við þessa færslu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 19:24

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Í guðfræðinni eru heilmikil fræði um það á hvaða tímapunkti aðrir hlutar í Biblíunni taki við sem sagt hvenær heimilt sé að snúast gegn yfirvöldum þá einkum í nafni réttlætis en réttlæti er mjög sterkt hugtak í Biblíunni eins og kunnugt er. kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband