Fræga fólkið deyr um jólin

Á jóladag dó söngkonan Eartha Kitt sem var með mjög sexí og tælandi rödd. Sú rödd var ofurlítið hás fremur en rám. Þessi söngkona varð fyrst fræg snemma á sjötta áratugnum, fyrst í París en svo á Broadway. Ég man vel eftir henni frá því ég var lítill á the fabulous fifties. 

Önnur frægðarpersóna sem dó um jólin var Harold Pinter, sem burtsofnaðist á aðfangadag. Þetta var gamall og geðstirður skröggur sem seint mun teljast sexí!

Frægasti maður er dáið hefur á jóladag var kannski sjálfur Chaplin sem dó á jóladag 1977. Annar frægur, en þó öllu heldur alræmdur fremur en frægur, var Ceaucescu einræðisherra í Rúmeníu sem  var skotinn  af  aftökusveit á jóladag árið 1989.  

Það er eiginlega síðasta sort að deyja á jólunum. Mér finnst hins vegar endilega að ég muni deyja á  föstudaginn langa (jafnvel næstkomandi) en hvort það mun hafa einhver sérstök eftirmál skal ósagt látið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur fundist áratugum saman að ég muni deyja á föstudaginn langa (næstkomandi hverju sinni) og verða síðan í fyllingu tímans frægastur allra sem dáið hafa þann dag. Enn hef ég þetta á tilfinningunni.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski deyjum við sama daginn. En hver ætli verði þá í miðjunn?

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 12:43

3 identicon

Láttu okkur kerlingarnar um að dæma um það hvaða gömlu karlskröggar teljast vera sexý!  Ég er ekkert viss um að þið karlskröggarnir séuð sjálfir dómbærir á það!

Malína (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú, var þá Pinter sexí?! Hvað ætli María leiklistagyðja segi um það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband