Landráð framin í gáleysi eru líka landráð

Þetta sagði Páll Skúlason heimspekingur í samtali við Evu Maríu í sjónvarpinu í kvöld. Þetta er djarflega mælt. Þó Páll hafi ekki verið að segja að hér hefðu einhverjir framið landráð hlýtur það samt að vera sneiðin í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Hann orðar upphátt það sem margir hugsa en kunna ekki við að segja.

Landráð eru alls staðar talin með verstu glæpum. Landráðamenn eru hvergi látnir komast upp með slíkan glæp.   

Annars verður það að segjast eins og er að viðtalið var að þessum orðum slepptum óskýrt og sviplítið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Alltaf litið frekar upp til þessa manns. Viðtalið styrkti það svo um munaði, - sé að það er meira en full ástæða til að líta upp til hans : )

Mikið væri dásamlegt ef við hefðum svona hugsuði og heilabú til að vinna fyrir okkur, í staðinn fyrir það sem virðist fullt af einhverju sem við höfum ekkert við að gera.

Beturvitringur, 29.12.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sá ekki viðtalið -var í leikhúsi.

En er Páll Skúlason ekki meðal fremstu heimspekinga þjóðarinnar ?   (Svo mörgum slíkum sem við höfum nú á að skipa...)

Var hann ekki bara kurteislega að orða þá staðreynd hvað heimskan er hættuleg ?

Eða -og mun verra- tala um "The banality of evil" ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 04:31

3 Smámynd: Beturvitringur

... eða kannski að heimskan væri ekki (næg) afsökun fyrir afglöp.

Beturvitringur, 29.12.2008 kl. 05:15

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vel orðað hjá Páli.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.12.2008 kl. 08:11

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er sammála þér í öllu nema síðustu setningunni. Mér fannst viðtalið alls ekki óskýrt eða sviplítið.

Bendi á útvarpserindi sem Páll flutti á jóladag og kallaði Lífsgildi þjóðar. Annað útvarpsefni þar sem hann og fleiri koma við sögu frá 25. nóvember sl. má heyra hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hlustaði einmitt á útvarpserindið á jóladag og fannst það gott.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2008 kl. 23:26

7 identicon

Ég segi það sama og Lára Hanna - viðtalið var alls ekki óskýrt og sviplítið.  Reyndar sá ég ekki þessa síðustu setningu í bloggpistlinum hérna fyrr í dag.  Varstu að laumast til að bæta henni við í kvöld?!

Ég er reyndar ekki hlutlaus hvað Pál Skúlason varðar.  Í mínum huga hefur hann lengi verið einn skynsamasti og fremsti hugsuður þjóðarinnar á síðari tímum.  Það er mér að mæta ef ég heyri svo mikið sem eitt hnjóðsyrði sagt um þann mann!

Hvers vegna erum við ekki með svona fólk eins og hann í forsvari fyrir þjóðina?  Á hann ekki vel heima á Bessastöðum?

Malína (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:46

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú þori ég alls ekki að segja meira! Nema hvað Páll er ekki nógu banal til að eiga heima á Bessastöðum.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2008 kl. 01:01

9 Smámynd: Beturvitringur

Þessi annars frábæri sonur Íslands er hvað hið ytra snertir, sannast sagna bæði óskýr og sviplítill.  

Beturvitringur, 30.12.2008 kl. 05:14

10 Smámynd: Beturvitringur

... vandað rit í velktri kápu.

Beturvitringur, 30.12.2008 kl. 05:15

11 identicon

Ertu ekki að djóka Veturbitringur!  Kápan er frábær líka!  Það drýpur af honum sexið - alveg hreint í lítratali...

Malína (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 07:06

12 Smámynd: Beturvitringur

Sæl Malína, ljúfust kvenna

Þetta er smart, nota þetta næst: "Veturbitringur" gæti verið veðurlýsing. Nú eða "Veturbirtingur" þegar lengja fer daginn.

Nú fór Beturvitringur að hugsa. Eins gott því hann kemur ekki auga á kynþokka Páls, enda sækist hann ekki eftir þeim eiginleika.

Sigurður, biðst velvirðingar á því að nota þitt pláss í pælingar.

Beturvitringur, 31.12.2008 kl. 00:44

13 identicon

Skemmtilegar pælingar Veturbitringur!  Já, veðurlýsingar eiga hvergi betur heima en einmitt hérna á þessari afburða veðursíðu allra landsmanna.  Maður fer einhvern veginn ósjálfrátt að hugsa með veðurheilanum hérna inni.  Stórfurðulegt!

Varðandi hann Pál - við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.  Gott mál.  Þá fæ ég kannski að eiga hann út af fyrir mig...

Malína (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 07:05

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tek fram að ég er almennt talað mikill aðdáandi Páls og á allar bækur hans og lesið þær oft þó þetta viðtal hafi ekki verið með því besta sem frá honum hefur komip. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband