Mótmćli og óeirđir

Ţađ viđist vera nokkuđ samdóma álit flestra í ţjóđfélaginu, fjölmiđlamanna, stjórnmálamanna og frćđimanna um ţjóđfélagsmál, ađ ógleymdum bloggurum, ađ mótmćlin sem fariđ hafa fram undanfariđ njóti víđtćks stuđnings í samfélaginu af fólki af öllum aldri og úr öllum flokkum. 

Meginkrafan er ađ stjórnin fari frá og efnt verđi til kosninga. Skođanakannanir benda til ađ sú krafa eigi mikinn stuđning.

Ţađ hefur ţví litiđ upp á sig ţegar einstaka bloggarar ćpa um ađ skríllinn vađi uppi. Heldur ekki ađ segja ađ mótmćlendur séu ađeins 1% ţjóđarinnar. Vegna ţess ađ  ţađ er svo margt sem bendir til ţess ađ á bak viđ hvern mann sem fer út á strćtin séu margir tugir sem eru ţeim sammála í meginatriđum.

Hins vegar segir ţađ sig sjálft ađ ţegar heil ţjóđ er komin á suđupunktinn og mótmćlir dag eftir dag á götum úti og lögreglan grípur til ađgerđa sem sjónarvottar, ekki einn, heldur margir, lýsa sem ađ mestu leyti tilefnislausum, og forsćtisráđherra gefur ţjóđinni svo ađ segja löngutöng ć ofan í ć, megi búast viđ ađ í mótmćlahafinu gerist líka ýmislegt sem ekki er til fyrirmyndar. Ekki ţarf annađ en ađ drukknir unglingar í mótţróaham flćkist inn í mótmćlin til ađ reyna ađ efna til óspekta.   Hversdagsleg skynsemi og reynsla af mannlegu lífi segir ađ ekki megi ađeins búast viđ slíku heldur muni ţađ  einmitt gerast. Og ćtti ţess vegna ekki ađ koma neinum á óvart.

Ađ nota slíkt hins vegar til ađ fordćma öll mótmćlin og mótmćlendur  sem heild sýnir fyrst og fremst grunnhyggni en í öđru lagi andlegan óheiđarleika.

Mótmćlin hafa sannarlega haft áhrif.

Almćlt er ađ stjórnarslit séu í vćndum. Meira ađ segja varaformađur Sjálfstćđisflokksins segir ađ kosningar verđi á árinu.

Halda menn ađ sú stađa vćri uppi ef engin hefđu veriđ götumótmćlin?

Mótmćlin hafa haft áhrif af ţví ađ flestir skynja ađ ţau eiga hljómgrunn í ţjóđardjúpinu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Viđ verđum ađ halda áfram ađ mótmćla ţartil stjórnin fer. Ég er ađ byggja mig upp til ađ mćta eftir hádegiđ.

María Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband