25.1.2009 | 12:55
Prófkjörsslagurinn er hafinn
Þetta er klókur leikur hjá viðskiptaráðherra. Að segja bara af sér og það af eigin hvötum og reka Fjármálaeftirlitið og allt hvað þetta hefur. Nú kemur hann fram sem hinn ábyrgi stjórnmálamaður sem axlar þessa frægu ábyrgð.
En þó ekki fyrr en eftir að allt logar í mótmælum og búið er að ákveða að efna til kosninga.
Ráðherrann býður sig nú fram í kosningaslaginn - og þykist heiðarlegur, ábyrgðarfullur og saklaus eins og lamb í haga.Við sjáum þó við honum. Hann er fyrst og fremst refur í haga sem er að hugsa um eigin pólitísku framtíð en ekki almannahag.
Það er Steingrímur J. líka að gera. Hann fór geyst með að skila aftur gjaldeyrissjóðsláninu. Það gerir hann óhæfan í stjórn að flestra áliti. Nú er hann að draga í land með gasprið.
Hvers vegna? Jú, til að koma til greina í stjórn. Hann er líka fyrst og fremst að hugsa um eigin hag en ekki almannahag.
Oj bara! Burtu með þess menn af vettvangi íslenskra stjórnmála.
Það er svo eftir öðru, og speglar vel íslenska pólitík, að Gunnar Helgi stjórnmálafræðingur sagði áðan í aukafréttum RUV að varaformaður Samfylkingarinnar nyti greinlega ekki mikils trausts í flokknum og þess vegna gæti hann komið til greina sem eftirmaður viðskiptaráðherra til að setja plástur á sár varaformannsins, eins og Gunnar Helgi komst að orði. Þetta er eflaust rétt athugað hjá honum að innan Samfylkingarinnar hugsi þannig. Þar skipti það einhverju máli að setja plástur á orðstír fullkomlega getulauss stjórnmálamanns. Eins og það komi almannahag eitthvað við.
Þetta er hefbundin íslensk pólitík. Það sem við erum búin að fá algjört ógeð á. Og nú er kosningabaráttan og profkjörsslagurinn hafinn innan flokkana. Það verður geðslegur leikur þar sem hver otar fram sínum framavonum.
Almannahagur! Biðjið guð fyrir ykkur! Bara framhald af gömlu íslensku refskákspólitíkinni.
En - í uppsiglingu er stofnun nýrra samtaka sem stefna að því að bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar.
Kannski er enn einhver von fyrir þessa þjóð.
Gömlu andlitin í öllum stjórnmálaflokkum eru hins vegar gjörsamlega vonlaus!
Fólk verður að koma öllum flokkum í skilning um það.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 26.1.2009 kl. 00:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Eðlilega vaknar sú spurning hvort Björgvin G. Sigurðsson sé með uppsögn sinni sem viðskiptaráðherra að undirbúa framboð í formannsstól Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í marz eða apríl. Hugmyndin sé þá að það líti vel út að hafa "axlað ábyrgð á bankahruninu". En staðreyndin er auðvitað sú að Björgvin hefur engu að tapa með að segja af sér núna, það er hvort sem er búið að gefa út dánarvottorð ríkisstjórnarinnar í síðasta lagi við þingkosningarnar í vor. Það hefði verið talsvert annað ef afsögnin hefði komið til þegar enn var mögulegt að stjórnin sæti út kjörtímabilið til vors 2011. Afsögn nú í nafni ábyrgðar er einfaldlega ekki sérlega sannfærandi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 13:08
Hún á samt að reyna að líta út fyrir það. Hún á að gera Björgvin meira sannfærandi í prófkjöri. Styrkja stöðu hans innan flokksins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2009 kl. 13:32
Þetta er eintóm refskák og leikaraskapur. Björgvin ætti að fá leikaraverðlaunin. Þetta er of lítið og of seint.
Ég verð ekki ánægð fyrr en allir hausar ríkisstjórnarinnar hafa fokið - og Yfirkrullhaus Seðlabankans með. Mér sýnist við þurfa fallöxina á þetta þrásetulið. Þau eiga öll að hypja sig!
Vg og Framsókn eru engu betri kostir í stöðunni. Ekkert annað en utanþingsstjórn kemur til greina fram að kosningum.
Og hananú!
Malína (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:47
Mali og Dúlla ættu að taka við stjórinni!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2009 kl. 21:04
Malína (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.