Afsökunarbeiðni

Það er alveg frábært þegar menn biðjast afsökunar á misgjörðum sínum. Það breytir hreinlega öllu.

Hvenær skyldu þeir sem þyngstu ábyrgð bera á þrengingum þjóðarinnar biðja hana afsökunar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

-Aldrei.

 Stjórnmálmenn biðja þjóðina aldrei afsökunnar.  Aldrei.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:45

2 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn og elítan eru fötluð á svo marga vegu... það er ekki bara að þetta lið hafi ekki hugmynd um hvað það er að gera.. þeim er líka skítsama um allt nema sjálfa sig.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Eva

Já það lítur út  fyrir það E......

Og jafnvel þó að afsökunarbeiðni bærist frá þeim núna mundi ég ekki taka mark á henni.

Eva , 24.1.2009 kl. 20:25

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þarna er megin munurinn... Hörður sá af sér en ekki þessi siðlausu stjórnsvín. Annars finnst mér allt of mikið gert úr orðum hans Harðar. 

Mér finnst bara nákvæmlega ekkert athugavert við það að efast um heilindi leiðtoga okkar nú á dögum og þá sér í lagi Geir H Harde því hann hefur marg oft gert sig sekan um að ljúga framan í myndavélr fjölmiðla án þess að hann blikki augum. Vel má vera að hann sé veikur en ef ég segi eins og er þá er ég ekki vitund sleginn yfir því, sér í lagi þar sem ég þekki eitthvað af ungu fólki sem er dauðvona vegna krabbameins og annara kvilla.

Hann verður bara að fara í veikindafrí og bara vonandi að honum vegni vel.

Púngtur og pasta.  

Brynjar Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 21:44

5 identicon

Ég verð að segja að ég heyrði ekkert athugavert við það sem Hörður sagði.  Ég var honum 100% sammála og fannst hann ekkert þurfa að biðjast afsökunar.  Er ég kannski bara svona siðlaus?

Ræða Geirs var í alla staði fáránleg.  Hann byrjaði á því að lýsa yfir veikindum sínum og í beinu framhaldi af því tilkynnti hann vilja Sjálfstæðismanna til að fara í kosningar í vor.  Sem var algjör viðsnúningur á einni nóttu.  Daginn áður máttu þeir ekki heyra minnst á kosningar.  Þetta virkaði svona á mig:  "Jæja þá, okei - fyrst ég er kominn með krabbamein þá er best að við förum í kosningar í vor".

Maður spyr sig:  Ef karlinn hefði ekki veikst, hefði hann þá ekki samþykkt kosningarnar?

Malína (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins var áður farinn að tala um kosningar. Ég held að krabbameinið sé ekki orsökin. Það vill bara svo til að það var greint fyrir nokkrum dögum.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2009 kl. 00:55

7 identicon

Ég er orðin svo paranoid gagnvart þessum eiginhagsmunaseggjum að ég er farin að trúa öllu upp á þau!

Malína (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:23

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hver er þá rót vandans? Og hvað ná þær djúpt aftur?

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2009 kl. 12:04

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið er gaman að fá einhverjar hugmyndir inn á athugasemdakerfið. Ég held hins vegar að rót vandans liggi dýpra en í bankakerfinu út af fyrir sig þó það sé hluti af honum. Vandinn sé fyrst og fremst pólitískur því  stjórnmálaöflin sem réðu höfðu ekki nothæft eftirlit og regluverk með bönkunum. Ég held að vandinn sé það sem þróast hefur með árunum í íslenskri valdapólitík og kannski mætti kalla sérhagsmunagæslu og spillingu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2009 kl. 13:11

10 Smámynd: Halla Rut

Móðir mín sagði alltaf: Ef þú hefur gert eitthvað, hvort sem það er þér að kenna eða ekki, segðu þá strax fyrirgefðu. Þá ertu búin að negla þann er sakar þig um eitthvað upp við vegg og hann getur ekki þjarkað að þér meira. Ekkert er eins sterkt kjaftshögg eins og FYRIRGEFÐU.

Auðvitað er hér undantekning er einhver fer að notfæra sér samskipataktík þína. Þá er bara hægt að nota ofbeldi en það lítur út fyrir að sannleikurinn sé sá að það sé stundum það eina sem sumir skilja.

Halla Rut , 26.1.2009 kl. 02:31

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er svo gott fyrir mann sjálfan að segja fyrirgefðu ef maður veit að maður hefur sært einhvern.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband