Vondur draumur

Mig dreymir alltaf póst fyrir erfiðleikum. Í fyrrinótt dreymdi mig að port dómsmálaráðuneytisins væri yfirfullt af póstkössum og flæddi pósturinn úr þeim öllum.

Nú held ég að samfélagið hrynji og hálfgerð ógnaröld taki við.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður Þór.

Draumur þinn um póst, og ráðningin er svo sem ekki uppörfandi. Raunsæi segir manni líka að "ógnaröld" sé framundan.

 Varðandi veður. - Hér í Húnaþingi hefur veturinn verið mildur. Síðustu vikur hefur verið fremur hægt veður, hiti að rokka þetta 3-4 gráður sitt hvoru megin við núllið.

Kv. Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.   LÍF OG LAND.......

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Jón Arnar

Já þetta lítur illa út finnst manni svona utanfrá séð - þegar farið að togast á á milli flokka og svo er F...... Ísl farinn að tala í pólitískum tóni (aftur) - er þetta ekki allt komið í tætlur

Jón Arnar, 26.1.2009 kl. 19:09

3 identicon

Geir Gunga reyndist of mikil skræfa til að koma Svarta-Lofti frá.  Því fór sem fór.

Vonandi fáum við starfshæfa utanþingsstjórn núna fram að kosningum.  Ég held að þjóðin sé almennt komin með upp í kok af stjórnmálamönnum - hvar í flokki sem þeir standa.  Ég vil ekki sjá þjóðstjórn núna - en er samt dauðhrædd um að það verði niðurstaðan.

Malína (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:22

4 identicon

Blessaður mar, þetta er bara vísbending um hversu óþolandi dómsmálaráð"herra" er...

Ég held að enginn geri sér grein fyrir hversu rosalega allt á eftir að sukka á íslandi næstu árin... ég sé þetta fyrir mér eins og eithvað úr gamalli sovéskri bíómynd, allt grátt & guggið.
En hey ef við viðhöldum ríkisguðinum þá lofar biskup að við fáum gulleinbýlishús í himnaríki og ofurHummer... well kannski ekki ég, ég fer bara í endurvinnslu náttúrunnar ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:45

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú meinar dóms- og kirkjumálaráðuneytis.

voru þetta ekki bara syndaaflausnarbréf frá ríkisstjórninni?

Brjánn Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 21:18

6 Smámynd: Eygló

"...dómsmálaráðuneytisins væri yfirfullt af póstkössum og flæddi pósturinn úr..."

Stutt og laggott:

Meðvitað og/eða ómeðvitað er ósk þín að upp um svikahrappa þessa lands komist. Að margir leggist á eitt við að koma þeim þangað sem þeir eiga heima.

Eygló, 26.1.2009 kl. 22:54

7 identicon

Verst að þig skyldi ekki dreyma haug af skít og drullu.  Það ku víst boða mikinn auð og farsæld.

En ekki er öll nótt úti enn...

Malína (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:06

8 Smámynd: Eva

Já ógnaröld ekki spurning ....

Eva , 26.1.2009 kl. 23:15

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki þori ég fyrir mitt litla líf að segja frá mínum viltustu draumum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 00:13

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Farðu þá bara sofa- eða verður þá ekki gaman?

María Kristjánsdóttir, 27.1.2009 kl. 00:26

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

María ... mig dreymir þig um daga og dimmar nætur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 00:28

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bréf sem litla þýðingu hafa eða umburðabréf boða fjárhagsörðugleika...........

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 01:03

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki í minu draumakerfi. Það er alveg sér á parti og lýtur eigin lögmálum. Þegar mig dreymir póst þá gerist eitthvað vont Bregst ekki. En yfirleitt er það bara eitthvað prívatlegt en ekki þjóðfélagslegt. En nú eru þjóðfélagsmálin þannig að þau snerta hvern mann beint.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 01:15

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég hugsa að þessi draumur standi fyrir kærum vegna hrunsins.  Það þarf örugglega að fjölga fólki í störfum innan löggjafans.  Ég myndi ekki hafa áhyggjur af þessum draumi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.1.2009 kl. 02:47

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fleiri draumar? Það orð fer reyndar af mér að ég sé góður draumaráðningamaður ekki síður en veðurspámaður! Segið mér drauma ykkar og ég skals egja ykkur hver þið eru bak við beinið! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 07:33

16 identicon

Ég held miklu frekar að þessi draumur hafi boðað það sem þegar hefur ræst, óstöðvandi fréttaflóð og tilkynningar út um maga og læri.

Ég get svo sagt þér frá því í trúnaði að ég hef raunar unnið fyrir mér sem draumráðandi. Það var fyrir langa löngu. Í upphafi taldi ég það allt tómt húmbúkk og vitleysu en hef síðan lært að ýmis tákn í draumum geta haft sína merkingu. Kannski. Stundum. Ef til vill...

Omar Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:51

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

'Eg held að hver hafi s'in egin draumat'akn

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband