28.1.2009 | 13:39
Karlmenn og krabbamein
Nú er uppi rosalegt átak með karla og krabbamein. Þeir eru hvattir til að skoða á sér skrokkinn til að vita hvort þeir séu nú ekki komnir með krabbamein.
Ég segi nú bara fyrir mig:
Fái ég krabbamein þá vona ég að ég drepist sem allra fyrst. Ég mundi ekki berjast af ótrúlegu æðruleysi og allt hvað það nú heitir í minningargreinum. Ég vildi bara að það tæki af sem fyrst.
Það veður uppi lygi eða að minnsta kosti hálfsannleikur um krabbamein. Yfirleitt er látið eins og það sé nánast í fínu lagi að fá krabba því hægt sé annað hvort að lækna hann með glans eða treina líf sjúklinganna von úr viti og þeir lifi happily ever after.
Þannig virðist það vera eftir viðtölum við krabbameinssjúklinga sem birtast á almannafæri. Í minningargreinum er undantekningarlaust sagt hvað þeir sem deyja úr krabba hafi verið æðrulausir og látið engan bilbug á sér finna. Allt getur þetta svo sem verið satt um viðkomandi fólk.
En af hverju er aldrei sagt frá hinum?
Það vita allir af lífsleynslu sinni, þó það sé þegjandi samkomulag um að ræða það ekki opinberlega, að mjög margir þeirra sem fá krabbamein hrynja hreinlega saman og deyja með harmkvælum á stuttum tíma. Og margir taka örlögum sínum ''illa'', óttast þjáninguna og ekki síst dauðann.
Ég held reyndar að stór hluti meints æðruleysis sem kemur yfir krabbameinssjúklinga felist í því að krafa samfélagsins gagnvart deyjandi fólki er sú að það sýni ''æðruleysi''. Ef einhver gerir það ekki en lætur uppi kvíða, sorg og ég tala nú ekki um reiði, á hann á hættu að fólk hreinlega yfirgefi hann og hann tærist upp einn og yfirgefinn. Menn sýna ''æðruleysi'' af því að samfélagið neyðir þá til.
Við þolum ekki deyjandi fólk sem er hrætt og erfitt í umgengni.
Ég held þó að til sé raunverulegt æðruleysi, sem jafnvel kemur helst fram þegar á reynir, en það sé samt sjaldgæfara en við höldum.
Það er víst ljótt að segja allt þetta svona svartsýnislega en ég held að svona sé þetta nokkurn vegin.
Varðandi banvæna sjúkdóma er fátt sem sýnist.
Besti vinur minn í aldarfjórðung fékk krabbamein sem hann dó af innann tveggja ára við harmkvæli.
Fyrstu vikuna eftir að hann greindist af einhverju hættulegasta krabbameini sem til er lét hann uppi kvíða og sagði að þessi greining væri eins og að vera settur út á hafísjaka á rúmsjó sem síðan myndi bráðna undan honum.
Eftir að þessa vika leið sýndi vinur minn mikið æðruleysi til hinstu stundar í orði og æði. Samt hefur honum liðið eins og hægt og bítandi væri ísjakinn að bráðna undan honum.
Hins vegar var hann gjörbreyttur maður. Við höfðum verið í daglegu sambandi í aldarfjórðung. En nú var alveg ómögulegt að ná sambandi við hann. Þó hann væri með mér eða að tala við mig í síma. Hann var þarna ekki lengur. Bara veggur sem var reistur úr þögn og kvöl. Aldrei var minnst á veikindin, aldrei minnst á dauðann sem við vissu þó að var tímaspursmál. Ég hefði heldur aldrei trúað því að óreyndu ð hægt væri að breytast eins geigvænlega í útliti og þessi vinur minn gerði. Undir lokin var hann eins og dauðinn holdi klæddur. Og svo kom dauðinn og hann var ekki friðsæll og góður.
Fyrir mér dó vinur minn í raun og veru þegar hann greindist með krabbameinið. Ég þekki marga sem hafa svipaða sögu að segja af reynslu sinni af krabbameini.
Og þannig held ég að þetta sé einmitt oftar en ekki. Fólk deyr bara inni í sér þegar það greinist með illvígt krabbamein þó líkaminn haldi áfram enn um sinn.
Af hverju látum við svo í nánast öllum umræðum um krabbamein að svo sé ekki!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sjálfsagt er um æðruleysið að menn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Einn veit þég þó sem sýndi flekklaust æðruleysi í sínum veikindum allt til dauðastundarinnar. Rafn Ragnar Jónsson hljómlistamaður og vestfirðingur lést úr MND sjúkdómnum hræðilega og hann gekk lengur með þann sjúkdóm en vant er. Öll árin sem hann var veikur og deyjandi vann hann þrotlaust sjálfboðastarf fyrir aðra MND sjúklinga og aðstandendur þeirra. Hann lét aldrei bilbug á sér finna þótt vafalaust hafi hann átt sínar efastundir, einn og með sínum nánustu. Ég er ekki sammála alhæfingum þínum um æðruleysi en þykir pistill þinn engu að síður þarft innlegg í þá umræðu sem er oft mikið tabú og feimnismál. Dauðinn er slík staðreynd að hann þarf að vera hægt að ræða hispurslaust eins og þú sannarlega gerir. Hafðu þökk fyrir.
Kveðja
H.Howser
Howser (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:09
Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er ekki að segja allan sannleikann heldur vekja athygli á hlið mála sem sjaldan er rætt um. Ég efast ekki um að menn geti sýnt raunverulegt æðruleysi en ég held eigi að síður að sumir frjósi bara, hverfist bara inn í sig, og það er tekið sem æðruleysi. Ég er kannski fyrst og fremst að benda á hve erfitt er að nálgast og meðtaka angist náungas. Það er auðveldara að taka við æðruleysi hjá einhvejrum en manni sem er skelfingu lostinn, aumur og reiður. En þannig eru margir sem eru með banvæna sjúkdóma. Það kemur bara sjaldnar fram af því að það er svo óþægilegt og sársaukafullt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 14:25
Hvar hefur þú orðið var við átak með karla og krabbamein ?
Hér á Íslandi er nefnilega eins og það sé bara til ein gerð krabbameins og það fá bara konur.
Allur áróður, fjársafnanir og annað sem ég hef orðið var við frá Krabbameinsfélaginu miðast við brjóstakrabbamein.
LM, 28.1.2009 kl. 16:11
Ég er bara nokkuð sammála þér Sigurður ,Ég fékk æxli móðurlífið fyrir nokkrum árum og fjarlægja þurfti allt draslið leg.eggjast og legháls..
Og ég man hvað það fór í taugarnar á mér að ég mátti ekki vera fúl, en ég var svo dónaleg að ég leyfði mér það og þa´sagði fólk "guð leggur ekki meira okkur en við þolum" >Og fólk kepptist við að kenna mér æðruleysisbænina......Ég held nú samt að ég hafi komist í gegnum mín veikindi á frekjunni......
Eva , 28.1.2009 kl. 16:17
Það sem ég var að benda líka á var umræða um krabbamein og margt annað, t.d. Alzheimer, er full af óheilindum, það er máluð mynd af tilteknu ástandi sem er a.m.k. ófullnægjandi ef ekki beinlinis villandi. Þetta með frasann ''guð leggur ekki meira á okkur en við þolum'' er gott dæmi. Hve oft heyrum við ekki fólk segja hann alveg umhugsunarlaust. Ef við gefum okkur tóm til að hugsa ofurlítið sjáum við í hendi okkar að þetta er ekki rétt. Lífið - eða guð ef við viljum kalla það svo - leggur eimitt meira á sumt fólk en það getur borið. Sumir fremja sjálfsvíg en aðrir halda reyndar áfram að lifa en eru brotnir og eins og skugginn af sjálfum sér. Við þekkjum öll þannig tilvik. En innantómir frasar lifa sínu sjálfstæða lífi og dúkka alltaf upp þegar erfitt verður að horfast í augu við raunveruleikann.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 16:27
Það er einhver tíska hjá læknum að hlífa fólki ekki við sannleikanum. Ég vil ekki fá dauðadóm (ef slíkt kæmi einhvern tíma upp á), heldur fá að vita að þetta væri alvarlegt en alltaf von. Þá gæti ég gert viðeigandi ráðstafanir og haldið svo bara áfram. Svona dauðadómar fara misjafnlega í fólk, yfirleitt illa. Mig minnir að Gylfi Gröndal heitinn hafi sagt í blaðaviðtali (eða í sjónvarpinu) að hann hefði orðið mjög ósáttur út í læknana fyrir að segja hlutina svona hreint út við hann og taka frá honum vonina. Þeir sem vilja vita þetta geta þá bara spurt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2009 kl. 16:45
Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 17:44
Hvað mig varðar, þá lifði ég í skelfingu, í meira en tíu ár, eftir að ég greindist.
Og nú, löngu eftir að ég er kominn yfir þetta, er minn mesti ótti, ótti við dauðann.
Ég fæ hræðslutilfinningu, í hvert sinn, er ég heyri um krabba, sem hefur tekið sig upp hjá fólki. Ég hef aldrei þekkt neinn, sem hefur tekið krabba af "æðruleysi", þótt þeir hafi kannski ekki hlaupið vælandi um stræti og torg.
Ég held að þetta helvíti sé það skelfilegasta, sem getur komið fyrir, og skil vel þá, sem "þora" ekki að fara í tékk.
Börkur Hrólfsson, 28.1.2009 kl. 17:52
Þetta er erfitt umræðuefni (æ, ég hefði frekar átt að blogga um hann Mala!) en ég var reyndar ekki fjalla um það hvort eigi að segja eða hvernig sjúklingum frá því að þeir séu með banvænan sjúkdóm heldur einmitt hvernig samfélagið í heild (ekki bara læknar) hafa tilhneigingu til að fegra hlutina í þessu aðstæðum. Og ég held að ''æðruleysi'' sé oft blandað saman við frosna skelfingu sem grípur fólk og ótta við að vera hafnað ef það lætur uppi um angist sína þegar það berst við dauðann. Vinur minn var þarna ekki lengur þó hann væri á lífi. Það kom bara einhver óvinnandi læsing.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 18:49
Mannfólkið tekur svo mismunandi á fréttum um ólæknandi sjúkdóma.
Sumir engjast um í heila viku,marga mánuði eða ár og finnst þeir vera lokaðir í búri og komast hvergi. Öðrum að þeir séu staddir á ísjaka sem sé að bráðna undan þeim. Margir sættast svo við örlög sín og finna frið sem endist fram í andlátið; þrátt fyrir líkamlegar kvalir.
Mannslíkaminn er undursamlegt fyrirbæri sem er þannig gert að við of mikinn líkamlegan sársauka þá missir viðkomandi meðvitund.
Allt annað mál er með andlega sársaukann sem fylgir óttanum og bjargarleysinu. Enginn missir meðvitund vegna þess og því er mesta líknin fólgin í því að finna friðinn og æðruleysið.
Það er ekki öllum gefið og ómögulegt að segja til um fyrirfram hvernig fólk bregst við.
Kristján Þór Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 20:51
Sigurður
"Ég vildi bara að það tæki af sem fyrst". Það er sorglegt að vita vegna þess að þó óvissan sé voðaleg læknast fjöldi fólks að fullu.
EE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:01
Eflaust veit maður ekki hvernig maður myndi bregðast við í raun og veru en ég hef reyndar séð mann tærast upp af krabbameini á skömmum tíma og þar var þar aldrei nein óvissa. Þar var aldrei spurning um lækningu. Það var alveg vonlaust frá upphafi eins og oft er. Og ég tók reyndar fram að ég ætti við íllvígt krabbamein. Ég þekki líka fólk sem hefur farnast betur með viðráðanlegri krabbamein.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 22:09
Já, ég skil þig vel, þegar fólk veit að það er ólæknandi horfir öðruvísi við. Lýsingin þín var endemis góð. Og frasinn sem þú lýsir: ´Guð leggur ekki meira á okkur en við þolum´er vissulega bara út úr kú. Leitt með vin þinn.
EE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:18
Þetta er aldeilis alvöru blogg. Ég held nefnilega að við búum í svo miklum daglegum sýndarveruleika að þegar raunveruleikinn bankar upp á þá hrynur sú heimsmynd sem við höfum fram að þeim punkti. Að sumu leyti eru menn í sífelldu uppbyggingarstarfi við að viðhalda einhverri mynd sem er viðkunnaleg eða ásættanleg.
Ég missti á síðasta ári góðann vin úr krabba. Næmur góður maður á besta aldri og tvo unga stráka. Það var í Mars, fyrir tæpu ári að hann sagði mér af greiningu sinni og að læknarnir væru vongóðir með að hægt væri að halda þessu í skefjum. En á milli línanna skildi ég hann að hann væri á síðasta snúning. En það var bara ekki orðað þannig, heldur haldið uppi annari mynd. Það kom ansi flatt upp á mig þegar 4 mánuðum seinna að hann var bráðkvaddur, held það hafi verið um 8 mánuðir frá því meinið greindist. Ég á Íslandi vor fram á haust og erfitt að skilja svona missi og að ekki gafst næði til að ræða betur saman.
Mín spurning er eiginlega hvort þessi táknmynd sem fólk býr til með voninni og hverjum degi fyrir sig sé ekki einmitt með ákveðnum tilgangi. Kannski er það þannig sem fólk getur sálfræðilega strítt við eitthvað sem er vonlaust? Stundum talar fólk "um eitthvað annað" því það bætir oftast lund. Þetta á líka við um ástvinamissi og aðra hrekki lífsins.
Svo er líka spurning hvort þessar skurð- og lyfja aðgerðir séu allar mannlegar eða séu endurspeglun á örvæntingu sem ekki má ræða? Ætli .ær séu í heildina ekki mjög jákvæðar, en hvers og eins að meta hvað beri að nota.
Njótum líðandi stunda.
Ólafur Þórðarson, 29.1.2009 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.