Íslendingar ættu að taka við föngum úr Guantánamo

Þegar menn eru hnepptir í fangelsi og haldið föngnum árum saman án ákæru og réttarhalda hlýtur óbrengluð réttlætishugsun að líta á þá sem saklausa menn.

Yfirmaður herafla NATO í Evrópu segir að óvíst sé að að sum lönd vilji taka við föngunum í Guantánamo jafnvel þótt þeir eigi þar ríkisborgararétt.

Það er óhugnanlegt ranglæti að það nægi að öflugasta herveldi heims taki menn höndum án þess að lögsækja þá til að hafa það í för með sér að hinir saklausu menn verði útlagar í heiminum það sem eftir er ævinnar.

Það er svívirðilegt. 

Íslendingar ættu að bjóða einhverjum þessara manna að koma hingað.


mbl.is Ekki auðvelt að loka Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég trúi ekki öðru en að hægt sé að finna hér á landi húsnæði handa Guantánamoföngunum.

Offari, 29.1.2009 kl. 16:49

2 identicon

já þeir ættu kannski frekar að skjóta þá í hausinn án dóms og laga eins og margar aðrar þjóðir t.d Kínverjar og Rússar eða þá Hamas -liðar, þeir hika ekki við að drepa sitt fólk telji sem þeir telja sig eiga eitthvað vantalað við.

Nonni (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:54

3 identicon

Það er enginn sem segir að þessir menn séu saklausir, þótt þeir hafi ekki verið dæmdir.

Það að þeirra eigið heimaland vill ekki taka við þeim segir mikið. Hitt er annað mál, að Svíþjóð tekur endalaust á móti svona bókstafartrúar múslimum, þannig að þeir verða engir útlaga ef þeir fara þangað.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vid skulum taka vid tveimur. Einn fyrir Davíd og einn fyrir Dóra.

Gísli Ingvarsson, 29.1.2009 kl. 19:16

5 Smámynd: Jón Arnar

Okkar Guantánamo fangi hefur nú ekki verið of "hreinn" eftir heimkomu en þið fáið eflaust hreinna lið en "Dabba&Dóra" svo því ekki!

p.s eruði ekki að sökkva flotkrónunni aftur svo munar ekki um að nota restar af henni í svona fleytingu 

Jón Arnar, 29.1.2009 kl. 20:59

6 identicon

Ertu á eiturlyfjum eða ertu bara svona svakalega barnalegur og heimskur??? Hvað eigum við Íslendingar að gera með það að taka við Talibönum og öðrum hermönnum??? Svo ekki sé nú minnst á menn sem eru búnir að vera að safna gremju í 4-5 ár gagnvart vesturlöndum og vildu ekkert gera frekar en að fórna lífi sínu til þess að slátra hinum vantrúuðu sem eru ég og þú.

Fólk eins og þú með þínar skoðanir ættuð að senda dætur ykkar í heimavistaskóla í Sádíarabíu eða Afganistan / Pakistan og láta vaska þessa aumingjagæsku úr ykkur. Það er hlegið að fíflum eins og þér í hinum herskáa múslima heimi.

Hjá þeim er => Kindness = Weakness. mundu það.

kv,

Umhugsun

umhugsun (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 01:06

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ert nú bara ''umhugsun'' huglaus aumingi sem ekki getur komið fram undir fullu nafni. Svo ertu greinilega bæði á sterum og sveppum! Og örugglega ekki sterkur karakter. Auk þess var þetta aðallega skrifað til að kanna viðbrögðin frá últra hálfvitum eins og þér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 01:20

8 Smámynd: Jón Arnar

mitt var ok  Ikk?

Jón Arnar, 30.1.2009 kl. 02:01

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ert alltaf OK. En hvers vegna kemur ekki nafnið þitt svo hægt sé að smella á það þegar þú gerir athugasemdir?

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband