Biðlaun

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiga víst rétt á 12 miljóna biðlaunum sem ráðherrar næsta hálfa árið þó þeir sitji líka áfram á þingi fáum til gagns. Og allir ætla þeir að þiggja þau  með græðgisglampa í augum. Ekki verða þeir alveg á kúpunni.

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær 20 miljónir í biðlaun fyrir það að vera rekinn með skömm.

Og alltaf heyrum við sögur af hinum og þessum stertimennum sem eru að fá himinhá biðlaun.

Nú er verið að segja upp mörgum þúsundum verkafólks í ýmsum greinum. Hvað ætli margt af því fái biðlaun?

Hverjir komu eiginlega á þessari þjóðarplágu sem nefnast biðlaun fyrir fáa útvalda? 

Má ekki leggja af þennan ósóma?

Er eftir nokkru að bíða?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Leggja ósómann af umsvifalaust!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2009 kl. 10:25

2 identicon

þetta eru blóðsugur á þjóðinni.  Eina sem hægt er að gera er að neyða þá á alþingi til að setja neyðarlög, sem kippa þessari vitleysu í burtu um aldur og ævi.  Hvernig á 300 þús. manna þjóð að geta haldið uppi svona gegndar lausu sukki.  Ég veit ekki hvað eru margir  skattgreiðendur eða hversu mörg fyrirtæki skila skatti inní þjóðarbúið.  En það væri fróðlegt að sjá þá tölu og leggja það saman við bruðlið hjá foráðamönnum þjóðarinnar undanfarna áratugi.

J.þ.A (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband