11.2.2009 | 21:07
Fahrenheit og celsíus
Þær kuldatölur sem hér eru nefndar í fréttinni eru mjög líklega eftir fahrenheitmæli, sem algengir eru í Bandaríkjunum, en við erum vanir celsíusmælum. Sextíu stiga frost á celsíus kemur varla í Alaska þó mesta frost sem þar hafi nokkru sinni mælst sé -80 stig fahrenheit, eða -62 celsíus. Það var í Prospect Creek 23. janúar 1971. En slíkir metkuldar hafa ekki verið undanfarið þó kalt hafi verið.
Hér er vísun á netsíðu sem sýnir mesta frost á hverjum degi í Alaska það sem af er febrúar á fahrenheit. Lægsta talan er -62 stig fahrenheit sem mældist þann fyrsta en flesta daga hefur verið miklu mildara. Þetta samsvarar 52 stigum á celsíus. Það er auðvitað feiknalegur kuldi en samt munar nokkru á honum og sextíu stigum. Auk þess hefur alla aðra daga verið minna en 50 stiga frost á celsíus og allt upp í 39 stig.
Á fylgiskjalinu má sjá töflu yfir fahrenheit breytt í celsíus frá mínus 76 stigum og upp í plús 60.
Með kalbletti á kinnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.2.2009 kl. 01:04 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Til er einföld formúla til að breyta celsius í fahrenheit. Sjálfsagt er til vísa sem gengur út á að muna þær. Nóg er að vita aðra þeirra og smá algebru til að fá út hina:
[°F] = [°C] × 9 ? 5 + 32
[°C] = ([°F] ? 32) × 5 ? 9
Dæmi: -62 fahrenheit yfir í celsius:
[°C] = (-62 ? 32) × 5 ? 9 = -52,2
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:10
Hitinn núna er -7° á F í Nome og virðist hafa farið niður í -30° (-22-34°C) fyrr í febrúar svo eitthvað hafa tölur skolast til. Kannski áttu keppendur við útreiknað hitastig með vindkælingu.
Matthías
Ár & síð, 11.2.2009 kl. 22:38
Tekið af vefnum http://www.icelandalaska.com.
"The frost today went down to -60° on Celcius and with windchill on their speed temperature was -92°C."
Markús Sveinn Markússon (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:15
Takk fyrir þetta Markús. Þetta er mjög upplýsandi. Þarna kemur fram að um celsíusmælingu var reyndar að ræða. Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég er á engan hátt að gera lítið úr hreysti keppenda í þessum fimbulkulda, aðeins velta fyrir mér þessum kuldatölum út frá veðurlegu sjónarmiði, en af því hef ég gaman eins og þessi síða vitnar um. Nú ber þess að gæta að venjulegar hitamælingar eru gerðar í hálfs annars metra hæð frá jörðu í sérstökum skýlum sem vernda mælana frá geislun. Þær kuldatölur sem USA TODAY gefur upp og fær hjá veðurstofu Bandaríkjanna eru þess háttar mælingar. Mælarnir á sleðunum eru hins vegar nær jörðu en þar getur verið kaldara en í hefðbundinni mælihæð en ekki veit ég hvernig búið er um mælana eða hver áreiðanleiki þeirra er. Sleðaarnir hafa væntanlega líka farið um hæðir og lægðir þar sem engar veðurmælingar eru. Eigi að síður, að teknu tilliti til alls þessa, finnst mér munurinn á þessari frosttölu, -60 stig, miðað við þær veðurstöðvamælingar nágrenninu hafa lægst mælt, ansi mikill. Í Galena, þar sem sleðamennirnir komu við, hefur mesta frost síðustu daga verið 44° (þ.10.) stig í venjulegri mælingahæð (samkvæmt WetterOnline). Í gær var mest frost þar 21°. Í Mcgrath hefur frostið líka farið í sömu tölu, þ .4. en um -25° þ. 9. þegar sleðafólkið fór þar um.
Það er mjög algengt að hitatölur sem fólk nefnir og koma stundum fram í fréttum, bæði háar og lágar, séu mjög langt frá þeim hita sem mældur er á nálægur veðurstöðvum. Ekki eru alls staðar veðurstöðvar en þegar skakkar á slíkum tölum milli mælinga sem fólk er að mæla og veðurstöðva í nágrenninu um 15-20 stig vaknar í manni vafi um áreiðanleika mælinganna. Samt sem áður er ég ekki að neita því að 60 stiga frostið hafi verið raunverulegt, aðeins að láta uppi vafa.
Rúmlega fjörtíu stiga frost, sem bítur náttúrlega ansi mikið á miklum hraða, er svo sem ærið og það sýnir vel hve Ísland er vetrarmilt land, þó það sé að hluta til á sömu breiddaargráðum og Alasaka, að þó í nótt hafi þar mælst mesta frost vetrarins og í mörg ár, - 29 stig í Svartárkoti í blankalogni, er það langt frá því sem búast má við á svipuðum breiddargráðum í Alaska.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 12:02
...kalt
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:19
Brrrrrrrr segi ég nú bara Mér finnst meira en nógu kalt hér.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.2.2009 kl. 03:15
Hér í Minnesota fór hitinn langleiðina niður í -40 stig um daginn...og gildir þá einu hvor kvarðinn er notaður þar sem þeir mætast báðir þar. Meðalhitinn í Janúar var rétt um 0 á F sem er ca -18°C og allt gaddfreðið eins og verið getur.
En ég heyrði einu sinni sögu af Westur-íslendingum í Kanada sem sendu bréf heim og sögðu að hitinn væri alveg að drepa þá...heilar 100 gráður! Fólkið á íslandi Jesúsaði-sig í bak og fyrir og gat ekki skilið hvernig fólk lifði slíkann hita af. Reyndar hefðu blessaðir íslendingarnir sennilega ekki skynjað muninn á 38 gráðum og 100 þó svo kvarðinn hefði verið á hreinu.
Róbert Björnsson, 14.2.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.