16.2.2009 | 22:50
Jóhanna er ekkert betri
Það var verið að dæma Jóhönnu forsætisráðherra fyrir að brjóta stjórnsýslulög.
Þar með er hún orðin lögbrjótur.
Hún iðrast samt einskis og vill ekki biðjast afsökunar.
Það var ömurlegt að horfa á hana í fréttum sjónvarpsins. Afneitunin, sjálfsréttlætingin og hrokinn ætlaði hana alveg lifandi að drepa. Hún margtók það fram að hún undi dómnum en talaði samt eins og ekkert hafi verið athugunarvert við framgöngu hennar en bara þess sem hún braut á. Mótsögnin á milli orða hennar innbyrðis, sætti sig við dóminn sem hún gerði samt lítið með, gerðu alla orðræðu hennar marklausa.
Jóhanna er ekkert skárri með frekjuna og valdníðsluna en aðrir stjórnmálamenn. Þeir eru sannkallað þjóðarmein.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hvar ertu Markús Árelíus?
Sigurbjörn Sveinsson, 16.2.2009 kl. 23:21
Jú, mér finnst Jóhanna samt vera betri.
Ég veit ekki af hverju - en ég hef yfirleitt miklu meiri samúð með Jóhönnu heldur en flestum öðrum sem sitja á Alþingi. Kannski er það vegna þess að ég hef aldrei fengið það á tilfinninguna að hún sé að skara eld að sinni eigin köku eins og svo margir aðrir þarna.
Malína (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:42
Kannski er hún skárri að þessu leyti en sama frekjan og valdníðsluhugsunarhátturirnn er í henni, sem sé það að valta yfir menn með röngu af því að menn geta það í krafti valds Og það gerði hún þarna með röngu, segir dómurinn,
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 00:13
Hún er samt bara Jóhanna, inn við beinið...
& mér líkar það skárr en hitt...
Steingrímur Helgason, 17.2.2009 kl. 00:57
En hún er alveg afspyrnu leiðinleg líka.
Stefanía, 17.2.2009 kl. 02:00
En ætlaði sá sem kærði ekki að valta yfir okkur með röngu, Sigurður?
María Kristjánsdóttir, 17.2.2009 kl. 02:25
Ég sendi henni bréf og bið hana að hætta og flytja til Ástralíu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2009 kl. 08:08
Það versta er að íslensk þjóðarsál grípur alltaf í það sem er að sukka minnst... og segja það vera gott.
Muna: Lesser evil is still evil.
DoctorE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:47
Þessi stjórn er bara popularisk, allt mjög táknrænt en fremur rýrt inni hald í frumvörpum. Jóhanna er með geislabaug og mér er illa við við Baug.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:50
Hvernig átti hann að gera það María, vinsamlegast útskýrðu ?
Kristinn (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:21
Sammála. Sjá Vald.org - Nýtt stjórnmálaafl óskast - HÉR.
Og meira: Baldur McQueen - Jóhanna á að víkja - HÉR.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.2.2009 kl. 09:27
Er Jóhanna ekki heilög?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2009 kl. 10:45
Hvað er það eiginlega sem gerir Jóhönnu svona spes... ég man ekki eftir neinu rosalega spes atriði sem hún hefur gert.
Eina sem ég man eftir að er hún hefur sagst ætla vera rosalega góð við skrælingja, og að hennar tími myndi koma.
DoctorE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:59
Máríá, mild og há: Sá sem kærði var ekki fyrir dómi. Hann var ekki borinn neinum sökum. Jóhanna er nú orðin lögbrjótur. En af því að hún er ráðherra kemst hún upp með það eins og ekkert sé. Hvernig hún reyndi að koma sökinni yfir á þann sem kærði hana er svona álíka og ef vasaþjófur myndi kenna þeim sem hann stal frá um glæpinn vegna þess að hann hafi haft verðmæti í vasanum. Menn eiga ekki að verja eða réttlæti yfirgang valdamanna gegn borgunum og skiptir þá engu hver valdsamaðurinn er eða af hvaða flokki. Þeir sem verja Jóhönnu í þessu máli gera það kannski einmitt á sama hátt og hún: að reyna að koma einhvers konar ámæli, vanvirðu eða jafnvel sök yfir á þann sem kærði. Það er lágkúrulegt athæfi en kannski einmitt við hæfi þar sem stjórnmálamaður á í hlut. Þeir eru sannarlega þjóðarmein og veitti ekki af að skipta þeim öllum út og byrja á hreinu borði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 12:56
Tek undir þessi orð Baldurs McQuenn: ''Ráðherra sem brýtur lög á að víkja.'' Þetta er ekki flóknara en það. Og það að þjóðin geti ekki aðeins þolað slkíkan forsætisráðherra heldur er beinlínis stórhrifin af honum sýnir best að það er ekki í lagi með þjóðina.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 13:25
Hvað segir þú María mín?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2009 kl. 14:01
En glæpurinn er orðin að hefð... hefðarglæpurinn er ok fyrir hefðarmærina ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:32
".....Og það að þjóðin geti ekki aðeins þolað slkíkan forsætisráðherra heldur er beinlínis stórhrifin af honum sýnir best að það er ekki í lagi með þjóðina."
Þurfum við þá ekki bara að skipta um þjóð? - eins og hinn stórskemmtilegi hagfræðingur Guðmundur Ólafsson hefur margoft stungið upp á.
Malína (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:06
Ó Guð, hvað ég skammast mín fyrir forsætisráðherrann minn... buhuhu og ég sem hélt að enginn gæti toppað Davíð og Geir
Hilmir Arnarson, 17.2.2009 kl. 17:06
Svo ég haldi nú áfram nöldrinu hérna: Ég segi fyrir sjálfa mig - ég er ekki tilbúin til að sleppa takinu af Jóhönnu fyrr en ég sé einhvern betri valkost koma fram á sjónarsviðið.
Það er alltaf verið að tala um ný framboð - en svo gerist bara ekki neitt í þeim málum.
Malína (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:51
Ég verð að viðurkenna það að mér var þó nokkuð brugðið þegar ég sá að Jóhanna hefði verið dæmd fyrir að brjóta lög í embættifærslu sinni. En svo sá ég þessa færslu hérna :
En ætlaði sá sem kærði ekki að valta yfir okkur með röngu, Sigurður?
Og þá skildi ég þetta allt svo miklu betur, Jóhanna var að vernda okkur og þá skiptir svona smáskiterí eins og nokkur lögbrot ekki miklu máli. Þó rétt sé að krefjast þess almennt að ráðherrar sem eru átaldir af kærunefnd jafnréttismála, umboðsmanni alþingis nú eða dæmdir af dómstólum , segi af sér þá gildir það ekki um Jóhönnu (eða Hrannar B.) - hún (þau) er nefnilega svo miklu jafnari en aðrir.
Hólmgeir Guðmundsson, 17.2.2009 kl. 18:07
Hólmgeiri: Tökum eftir því hvernig hinn dæmdi, ráðherrann, fer að því að gera þann sem leitaði réttar síns og fékk hann viðurkenndan af dómstóli að sökudólgi. Þetta er alveg ótrúlegt en enn þá ótrúlegra að flokksmenn ráðherran skuli þykja þetta allt í lagi en þaðan koma engin andmæli. Ég flokka þetta undir adstyggilegheit með öðru að ráðherra með allt sitt vald og auðvelda aðgang að fjölmiðlum skuli geta fengið af sér að gera þá sem leita réttar síns að sökudólgum. Það lýsir fyrst og fremst frekju valdsins og öryggi og vissu um það að komast upp með það (sem hún gerir) en líka grunnri hugsun. Hún virðist annað hvort ekki skilja eða ekki skeyta um grundvallaaratriði: menn gera ekki þá sem vinna dómsmál að sökudólgum. Ef menn gera það er eitthvað að.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 18:20
"....Hún virðist annað hvort ekki skilja eða ekki skeyta um grundvallaaratriði: menn gera ekki þá sem vinna dómsmál að sökudólgum. Ef menn gera það er eitthvað að."
Halló - það er mikið að dómskerfinu hérna! Fólk er almennt hætt að treysta því. Hvernig má annað vera þegar flestir dómararnir hafa verið handvaldir af annaðhvort Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokknum í gegnum tíðina?
Malína (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:30
Sigurður
Þetta er alveg rétt hjá þér Jóhanna er ekkert betri
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:45
Sigurður, það er satt sem þú segir. Og þó við höfum fundið að dómkerfinu í öðru bloggi er samt enginn hafinn yfir lög og dóm. Þó dómarar séu mannlegir og skeikulir er dómurinn gildur.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:37
Mér finnast viðbrögð Jóhönnu fremur hrokafull. Hún er ekki hafin yfir eðlilega kurteisi og ætti alls ekki að tjá sig um dóminn með þeim hætti sem hún gerir.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:27
Því miður rétt Gunnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.2.2009 kl. 13:32
æ já þetta er englaeffectinn-:)
sandkassi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.