18.2.2009 | 12:16
Vafasamt hitamet á Eyrarbakka
Í morgun kl. 9 sýndi hámarkshitamælirinn á Eyrabakka 11,0 stig á kvikasilfrinu. Þessi hiti hefur mælst einhvern tíma frá kl 9 í gærmorgun til sama tíma í morgun. Aldrei hefur mælst þarna meiri hiti í febrúar en hæsta talan áður er 9,4 stig frá þeim 20. 1929.
Ég tek samt ekki mark á þessu meti.
Það er augljóst að lengi hefur verið eitthvað athugavert við hámarksmælingar á kvikasilfursmælinum á Eyrarbakka. Sjálfvirki mælirinn fór ekki hærra en í 8,2 stig allan þennan tíma og var það milli kl. 18 og 20 í gærkvöldi. Það munar sem sagt þremur stigum á þessum mælum. Og ekki í fyrsta sinn. Sjálfvirki mælirinn er hins vegar í góðu samræmi við aðra mæla í nágrenninu og þess sem vænta má í því veðurlagi sem var í gærkvöldi á þessum árstíma.
Eitthvað er hreinlega bogið við hitamælingarnar á Eyrarbakka undanfarið og jafnvel nokkuð lengi. Kannski stafar það af því hvar hitamælaskýlið er staðsett. Það er svo að segja undir þakskeggi húss í þorpinu.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þeta er með ólíkindum. Hér er maður, sem veit hvar hitamælar landsmanna er staðsettir. ........................Ég segi nú ekki meira.
Sigurbjörn Sveinsson, 18.2.2009 kl. 13:04
Hefur einhver verið að atast í Emil veðurathugunarmanni? Hitinn hér á útihitamæli Byggðasafnsins er uþb 3 gráður. 11 gráður síðasta sólarhring? Varla.
Lýður Pálsson, 18.2.2009 kl. 13:23
Var ekki bara verið að elda kvöldmatinn í húsinu þarna á Eyrarbakka?
Emil Hannes Valgeirsson, 18.2.2009 kl. 13:30
Kannski rétt að taka fram að ég er Emil veðuráhugamaður en ekki umræddur Emil veðurathugunarmaður á Eyrarbakka.
Emil Hannes Valgeirsson, 18.2.2009 kl. 13:37
Ekki veit ég hver tekur veðrið á Eyrarbakka en villan liggur í mælinum eða skýlinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.2.2009 kl. 13:50
Tek undir þessar áhyggjur þínar. Það er stundum eitthvað bogið við þessar athuganir. Hallast frekar að innsláttarvillu, eða er veðrið ekki enn sent með dulkóða?
Óðinn (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:53
Í morgun er svo hámarkshitinn á Eyrarbakka skráður 10 stig og er það þriðji dagurinn í röð þar sem hann fer yfir tíu stig: 10,5, 11,0, 10,0. Það er ljóst að eitthvað er að. Hvað svo sem það er þá gengur þetta ekki lengur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2009 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.