25.2.2009 | 13:50
Hið sígilda popphatur út í klassíkina
Á föstudaginn var grein í Morgunblaðinu eftir Arnar Eggert Thoroddsen. Þar leggur hann út af þessum orðum Þorgerðar Ingólfsdóttur þegar hún tók við heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hönd föður síns:
'' Það er umhugsunarvert efni fyrir okkur ... að kynslóðin sem ólst upp í einangruðum sveitum Íslands á tveimur fyrstu áratugum liðinnar aldar ... það er seinasta kynslóðin sem getur munað og greint upplifun sína og undrun yfir hljómi hljóðfæra - yfir heimi tónlistarinnar. Við, kynslóðirnar sem höfum komið á eftir, búum við síbylju. Og það í auknum mæli með ári hverju. Þetta fólk heyrði tón hljóðfærisins af því að það þekkti þögnina. Pabbi var einn þeirra ...''
Þessi orð fóru í taugarnar á Arnari og hann telur að þau birti vissa sýn til stöðu tónlistarinnar í samtímanum og hann er greinilega í nöp við þá sýn. Arnar segir hreint út að orð Þorgerðar hafi gert gert sig bálreiðan enda er það greinilegt að hann telur sér trú um að þau séu mælt af manneskju sem líti á sig sem fulltrúa ''æðri'´'tónlistar en líti niður á ''lægri'' tónlist. Þrætueplið er sem sagt það sem kallað hefur verið ''klassík'' og ''popp''. Arnar fullyrðir að sú skipting sé talinn ''úrelt af sístækkandi hópi fólks en vissulega eru þeir enn til sem streitast á móti, svo ég orði það bara hreint út''. Þetta er reyndar vafamál. Það er á ýmsan hátt gagnlegt að gera greinarmun.
Lesandinn á víst að skilja að Þorgerður streitist á móti og hvað hún geti nú verið hallærisleg.
Annars játar Arnar að enginn mæli á móti því að á okkar dögum verðum við fyrir miklu hljóðrænu áreiti. Hann bætir hins vegar við að af samhenginu að dæma sé ekki hægt að skilja orð Þorgerðar öðruvísi en svo að hæfileiki fólks nú á dögum sé að einhverju leyti skertur vegna síbyljunnar og bætir við: ...''væntanlega vegna popprugls sem dembt er yfir mann og mús linnulaust frá morgni til kvölds''. Og hann gefur sér að orð Þorgerðar sé eitt dæmi um það frat og fyrirlitningu sem fylgismenn svonefndrar ''klassískrar'' tónlistar hafi út í poppið og finnst það bæði þreytandi og hjájátlegt. Arnar lætur sem það sé vafalaust að á milli þessara hópa sé aðkoma að tónlist og áherlsur býsna ólíkar. En ekki breyti það því að að ''sjálfsagt sé að gera lágmarkskröfur um skilning, virðingu og jafnvel opinn hug''. Hann les það af orðum Þorgerðar að svo sé ekki hvað ''klassíska'' tónlistarmenn varðar út í popparana. Og hann segir að skilin hafi verið ítrekuð á þann hátt að poppararnir stóðu en fulltrúar ''æðri'' tónlistar hafi setið í sætum. ''Táknmynd sem var í senn yfirmáta sorgleg og alveg sprenghlægileg.''
Popparar hafa lengi kvartað yfir því að fulltrúar ''æðri'' tónlistar fyrirlíti þá. En mér hefur alltaf fundist að það væri fremur á hinn veginn. Að poppararnir séu að springa af hatri og fyrirlitningu á þeim sem stunda ''klassíska'' músik. Grein Arnar Eggerts Thoroddsen er eitthvert besta dæmi um það sem birst hefur í seinni tíð.
Hann viðurkennir reyndar að við lifum við síbylju eins og Þorgerður var einmitt að benda á og hún áréttaði hvað það væri mikil breyting frá því sem var á fyrstu tugum tuttugustu aldar. Hún tilgreindi ekki hvers konar síbylja þetta væri en Arnar hreinlega gefur sér að hún eigi við poppið og notar þá túlkun til fyrirlitnigarblandinnar árása á ''klassíska'' tónlistarmenn', hvað þeir séu nú úreltir og skorti skilning og opinn hug. Og hvað þeir séu sprenghlægilegir.
Það er sannarlega síbylja af hvers kyns tónlist sem á okkur dunir. Um allan heim, líka hér á landi, eru til dæmis útvarpsstöðvar sem flytja ''klassíska'' tónlist nótt sem nýtan dag. Það er síbylja af tónlist yfirleitt og hún er mikil eins og Arnar játar og þetta er grundvallarbreyting á þeim hljóðheimi sem ríkti þegar Ingólfur Guðbrandsson var að alast upp og dóttir hans var að lýsa.
Það sýnir, að mínum dómi, vel þá óvild sem popparar bera til bestu fulltrúa ''klassískrar'' tónlistar að þessi orð Þorgerðar sem sögð voru á sérstakri tónlistarhátíð skuli vera blásin út langt út fyrir tilefnið einungis til að koma á framfæri beiskju og fyrirlitningu í garð tónlistarmanna sem flytja ''æðri' tónlist.
Svo talar Arnar Eggert um virðingu, skilning og opinn hug.
Eins og ég drap á finnst mér popparar liggja miklu verri orð til klassíkeranna en öfugt. Hroki þeirra er óhagganlegur. Hann kemur ekki síst fram í því að þegar poppskríbentar eru að tala eða skrifa um tónlist þá er það alltaf undirskilið að það sem kallað er tónlist sé bara popptónlist. Alltaf er verið að tala um bestu lög, bestu söngvara, bestu hljómsveitir. Allt er þetta miðað við popp. Í augum poppara er tónlistarheimurinn bara popp. Frekjan og yfirgangurinn í poppurunum kemur ekki síst fram í afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún er að öllu yfirbragði og öllum anda fyrst og fremst popphátíð. ''Klassískir'' tónlistarmenn fljóta með eins og fyrir náð og miskunn.
Þeir fá að sitja í skammarkróknum.
Ég hef lengi undrast lítillæti fulltrúa ''æðri'' tónlistar að láta sig hafa það að taka þátt í þessu.
Ég legg eindregið til að þeir dragi sig út úr þessari keppni og leyfi poppurunum að vera einir á sviðinu eins og mér sýnist þeir helst alltaf vilja vera.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Takk fyrir athyglisverðan pistil.
Mér finnst eitt skipta máli í þessu og það er eftirfarandi: Eru þeir menn og konur sem skrifa um popptónlist í blöð og fjalla um í fjölmiðlum yfirhöfuð tónlistarfólk?
Er Arnar Eggert tónlistarmaður? Spilar hann á hljóðfæri? Hvaðan kemur honum þekking til að tjá sig um popptónlist eða aðra tegund tónlistar? Auðvitað má hann það mín vegna. En er hann á einhvern hátt sérstaklega hæfur til að fjalla um tónlist og þá með hvaða rökum? Hvers vegna skiptir álit hans sérstöku máli?
Sjálfum finnst mér alveg augljóst að þeir sem fjalla um tónlist í fjölmiðlum þurfa að hafa vit á umfjöllunarefninu. Ég er ekki að gera formlegar kröfur um menntun en er ekki sjálfsagt að viðkomandi hafi komið nærri tónlist, leiki á hljóðfæri, hafi einhverja þekkingu á hljómfræði osfrv?
Hvernig er það á dagblöðunum? Eru þeir sem fjalla um tónlist þar tónlistarmenn eða hljóðfæraleikarar? Hafa þeir þekkingu á tón- og hljómafræði? Mér finnst að þetta þurfi að upplýsa. Ef menn geta sett sig í dómarasæti yfir tónlist annarra hvort sem það er popp eða klassík finnst mér eðlilegt að sagt sé frá því hvað geri þá sérstaklega færa til þess. Er Arnar Eggert tónlistarmaður? Hefur hann þekkingu á hljómfræði? Ég tek fram að ég hef ekki hugmynd um það og hef ekkert á móti þessum blaðamanni.
Takk og kveðja.
Karl
Karl (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:19
Hysterískur aðdándi þakkar fyrir enn einn vandaðan pistil. Mikið betri skrif en þín finn ég sjaldnast á blogginu minn kæri bloggvinur. Síbyljan og hávaðamengunin sem henni fylgir gerir mig taugaveiklaða, þó rólyndiskvendi sé.
Marta B Helgadóttir, 25.2.2009 kl. 22:14
Ég hlusta á alla góða tónlist...
Hér er púra snilld, þú verður að fá þér þessa plötu Siggi
Mike Oldfield Music of the spheres
http://www.youtube.com/watch?v=C-TavI_Oylk&fmt=18
DoctorE (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:15
Og engan Gudda er að sjá í himingeimnum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 11:35
Er sammála Mörtu þú ert flottur. Ekkert flóknara en það
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:55
Sæll Karl. Oft velt fyrir mér varðandi tónlistargagnrýnendur. Þetta er oft á tíðum hrikalega huglægt mat sem þeir leggja á tónlistina sem þeir dæma. Í raun finnst mér að tónlistargagnrýnendur eigi ekki að gefa einkunn á tónlist heldur einungis að lýsa sinni upplifun á henni.
„Hvers vegna skiptir álit hans sérstöku máli?“ sagðir þú og og það er endalaus spurning. Arnar Eggert er góður að dæma plötur eftir forsendum þeirra. Ég skal ekki segja hvort honum hafi orðið á mistök vegna skrifa sinna um síbyljuna svokölluðu en mér hefur þótt hann faglegur í því sem hann gerir hingað til.
Þú þarft ekki að kunna hljómfræði eða geta spilað á hljóðfæri til að dæma tónlist. Gott lag þarf ekki endilega að fara eftir ströngustu reglum hljómfræðinnar og tónlist nær ekki vinsældum af því réttur hljómur samkvæmt fræði var slegin á réttum stað. Þetta er einstaklega huglægt mat hvað er góð tónlist og hvað ekki.
Þess vegna á að leggja niður alla einkunargjöf á tónlist og þú lest aðeins skoðanir manna á tónlist og hvernig þeir upplifa hana. Tónlist á ekki að meta.
Það sem Arnar Eggert hefur haft framyfir aðra „tónlistargagnrýnendur“ er að hann er mjög alþýðlegur og fólk virðist skilja það sem hann segir. Þá sjálkrafa myndast hópur í kringum hann sem les það sem hann skrifar og eftir það taka fleiri mark á honum heldur en aðrir.
Birgir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:04
Takk fyrir fínan pistil Siggi!
Þetta er bara lýsandi dæmi um tónlistarumfjöllun á Morgunblaðinu sem er einfaldlega ófagleg, oft illa innrætt og meiðandi. Dæmin eru fjölmörg.
Mér þykir leitt að vita til þess að þessi piltur skuli ekki sýna málfrelsi Þorgerðar Ingólfsdóttur míns gamla tónfræðikennara við Tónlistarskólann í Rkv. virðingu.
Annars er hnignun á ferðinni í heimi poptónlistar hér á landi og er umræddur greinarhöfundur einungis sjúkdómseinkennið.
Popptónlistarmenn gætu tekið sér til fyrirmyndar metnað þann sem einkennir klassísku deildina sem er ótvíræður. Það vill svo til að ef tónlistarmenn velja sér verkefni sem gera litlar kröfur til flutnings þá er ekki við góðu að búast. Þeim fer aftur, glata sínu repertoire og það sem verra er að flestir þeirra ná engri færni yfirhöfuð til að byrja með.
Sjáið þið Synfóníuna í anda mæma heilu skemmtiþættina í sjónvarpi saman Eurovision?
Ég er alveg hættur að lesa tónlistarumfjöllun Moggans og ég er löngu hættur að fylgjast með Íslenskum Tónlistarverðlaunum enda er framkvæmd tilnefninga til háborinnar skammar.
Ég tel þó að það geti orðið þessum einskisverðu verðlaunum til tekna að hafa veitt vini mínum Áskeli Mássyni tónlistarverðlaunin í ár. Sú aðgerð getur aukið á virðingu þessara verðlauna.
Annars veit ég ekki betur en Arnar Eggert Th. hafi setið í dómnefndum þessara fíflalegu verðlauna og segir það nú allt sem þarf.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:34
Ég vil nú taka það fram, sem reyndar sést á pistlinum, að ég er ekki að meta skrif Arnar Eggerts almennt í Mogganum heldur einungis þessa tilteknu meiningu hans að orð Þorgerðar vitni um sérstaka fyrirlitningu á poppinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 13:26
Ég held nú að Þorgerður sé síðasta manneskjan til að vera með fyrirlitningu á einu eða neinu og er það nú bara fáránlegt að gefa slíkt í skyn.
Svo verður það að teljast ámælisvert að fólki sem veitt eru verðlaun skuli uppskera slíkan ófögnuð fyrir það eitt að tjá skoðun sína á eigin fagi (sem greinarhöfundur virðist oftúlka).
Arnar er ekki og hefur aldrei verið tónlistarmaður og er það fyrir neðan allar hellur að heil stétt fólks sem er margt af því háskólamenntað þurfi að sitja undir öðrum eins skorti á háttvísi og fúski í umfjöllun eins og raun ber vitni á þessum víðlesna miðli sem hingað til hefur viljað láta taka sig alvarlega.
Ef ekki er mark takandi á Mogganum á menningarsviðinu hvern fjandann er þá mark takandi á honum á öðrum sviðum þar sem að álag á blaðamönnum er þó meira og sjálfstæði í skrifum viðkvæmt.
Þetta ætti að vera cake, bara smá fagmennska hvað er málið?
sandkassi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:37
Sæl Hallgerður.
Ég skil hvað þú ert að fara og þú hefur ýmislegt til þíns máls. Ég tel hins vegar að skrif eins og þú lýsir þeim eigi þá að setja fram með sérstökum hætti þ.e. að ljóst sé að ekki sé um "dóm" að ræða heldur "lýsingu á upplifun". Það gerir Arnar Eggert ekki. Hann og fleiri á Mogganum og öðrum blöðum birta "dóma" um tónlist og tónleika og mér finnst ekki athugavert við að krefjast fagmennsku þegar um slíka "dóma" er að ræða. Stundum má meira að segja sjá stjörnugjöf í slíkum skrifum. Ég hef séð þessa menn rífa niður verk annarra manna, tæta þau í sig með háði og fullkomnu yfirlæti.
Þá eru menn að taka sér ákveðið vald og mér finnst þá eðlilegt að spyrja hverjar forsendur þeirra eru til að gera slíkt. Mér sýnist deginum ljósara að einhver fagleg þekking t.d. hljóðfæraleikur eða þekking á hljómfræði, útsetningum og þess háttar hljóti þá einna helst að koma til álita.
Sigurður Þór segir hér að Arnar Eggert sé ekki tónlistarmaður. Það kemur mér satt að segja ekki á óvart.
Mér finnst Árni Matthíasson á Morgunblaðinu gera þetta mjög vel. Hann setur sig aldrei á háan hest og þykist ekki hafa vit á hlutum umfram aðra. Ég veit líka að Árni er ekki tónlistarmaður.
Annars höfum þú og ég eitt sinn rætt saman. Það var fyrir löngu síðan.
Kveðja
Karl
Karl (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:58
Ég segi hvergi að Arnar Eggert sé tónlistarmaður, heldur segir Gunnar Waage. Hins vegar finnst mér ekki vera skilyrði að menn séu tónlistarmenn til að þeir geti skrifað skammlaust um músik. Þar kemur ýmislegt fleira til.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 16:24
Það skiptir fyrst og fremst máli að þeir sem fjalla um tónlist tónlistarmenningu beri hag tónlistar og einnig velferð tónlistarmannsins fyrir brjósti. Ef menn búa ekki yfir þessum kostum þá getur illa farið.
Þú ert t.d. góður gagnrýnandi Siggi!
Mér finnst ekki vera skilyrði að menn séu tónlistarmenntaðir til þess að fjalla um tónlist eða tónlistarmenn, en ef meiningin er að fella áfellisdóma og stíga þungt til jarðar þá ætti það ekki að vera gert af áhugamönnum.
Umfjallanir Moggans um tónlist eru of oft til þess hannaðar að brjóta fólk niður og eyðileggja framgang þeirra verka. Slíkt er hin fullkomna sögufölsun - þegar sögunni er hreinlega breytt með því að koma í veg fyrir að hún eigi sér stað.
Hvað varðar það þegar snápar eins og þessi reyna að fylla hér allt af kreddum um það hvað megi segja og hvað ekki og troða slíku síðan ofan í sína samtíðarmenn unga fólkið, þá er það verið að sverta listamanninn.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 17:11
Takk fyrir frábæran pistil, Nimbus. Vel mælist þér (skrifast...?)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.