23.3.2009 | 12:30
Nýr vefur Vefurstofunnar
Ég ætla ekki að sinni að fjölyrða um nýjan vef Veðurstofunnar enda gert smáúttekt á hinum gamla áður en þessi nýi er í meginatriðum eins og sá gamli. Eitt atriði vil ég þó gera að umtalsefni. Á forsíðu er hægt að sjá mesta úrkomu á landinu og mesta og minnsta hita. En það vantar alveg tímakvarða. Það er bara sagt: í dag. Það er allsendis ófullnægjandi. Á öðrum stað á vefnum kemur freyndar ram að þetta sé fræa miðnætti en það þarf að koma fram við töflurnar sjálfar. Það er heldur ekki greint á milli mannaðra og sjálfvirkra stöðva. Einnig þyrfti að vera hægt að smella á viðkomandi stöðvar til að komast beint inn á þær til frekari skoðunar. (Það er hins vegar gleðiefni að loksins er búið að útrýma þrálátustu villu í heimi sem var sú að lágmarkshiti sjálfvirkra stöðvar sem sýndur var á hverjum morgni var ekki neinn raunverulegur lágmarkshiti yfir marga klukkutíma heldur einungis hvað þær sýndu lægst við athugun kl. 9!).
Svona töflu þarf svo að útbúa fyrir allar stöðvar, ekki aðeins þær sem mæla mest og minnst. Eins og þetta hefur reyndar þegar verið sett upp á elsta vef Veðurstofunnar (þetta er víst þriðji vefurinn og allir í gangi samtímis) er nú það allra besta hvað skeytastöðvarnar varðar. Vonandi verður því ekkki breytt eða það tekið niður.
Viðbót: Mér finnst ótækt að hafa í þessum forsíðuskrám lágmarkshitann í einum graut frá stöðvum í byggð og á heiðum. Í dag (25.3.) eru það t.d. Holtavörðuheiði og Kleyfaheiði sem eru efstar á blaði en engin byggðastöð kemst á blað. Auk þess eru þetta aðeins sjálfvirku stöðvarnar sem sjást á þessum listum. En vonandi koma seinna svona listar fyrir allar stöðvar, vélrænar sem mannaðar.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ekki aðeins nýr vefur - líka ný stofnun: Vefurstofan!
Malína (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:58
Vefst fyrir manni þessi vefurstofa.
EE elle (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:57
Eruð þið nokkuð systur?
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.3.2009 kl. 17:02
Kannski og kannski bara svipaðir (1/2) vitar?
EE elle (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:47
Þið eruð sem sagt systur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.3.2009 kl. 18:15
Malína (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 19:10
Tvíburar?
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.3.2009 kl. 19:19
Góðir Landsmenn. Þetta voru umræður um hinn nýja vef Veðurstofunnar.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.3.2009 kl. 22:25
Þökkum fyrir á meðan einhver setur ekki R í staðinn fyrir V í Veðurstofu!
Ýmislegt gerist nú hérna á þessari bloggsíðu!
Malína (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:58
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.3.2009 kl. 23:45
Maður veltir því fyrir sér hvort það komi aldrei nein almennileg veðurfrétt úr þessari Vefurstofu. Eins og stormur og svoleiðis!?
EE elle (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:17
Maður veltir því fyrir sér hvers vegna eintómir veðurhálfvitar gera athugasemdir þegar ég blogga um veður en aldrei neinn sem hefur eitthvað til málefnalegt til veðurmálanna að leggja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.3.2009 kl. 09:38
Malína (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:18
EE elle (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:37
Er þetta nú alveg sanngjarnt Sigurður? Þann 4. mars reyndi ég að gera gáfuleg athugasemd um veðurfar á júratímabilinu:
"Leikmaður stígur í stólinn:
Fyrir nokkrum árum var á Rás 1 þáttaröð, sem ég man ekki hvað hét með stjórnandanum X þar sem rætt var við íslenska vísindamenn um hugðarefni þeirra og viðfangsefni. Síðdegis á sunnudegi ef mig minnir rétt. Þá var rætt við vísindamann sem unnið hafði að veðurfarsathugunum sögunnar með borkjörnum vítt og breytt um jarðir m.a. í Síberíu. Tengdist að ég held ekki dansk-íslenska verkefninu á Grænlandsjökli. Það sem mér þótti athyglisvert í máli hans var hve gríðarlegar hitasveiflur höfðu átt sér stað í lofthjúpi jarðar í gegnum jarðsöguna og voru sveiflur á meðalhita allt að 14° ef mig minnir rétt. Þetta er auðvitað langt umfram það, sem verið er að ræða núna af mannavöldum.
Mér er ljóst að þetta snertir ekki beint kjarna þess, sem rætt hefur verið hér að framan, en það opnar augu okkar fyrir því, hve siðmenningin er brothætt í höndum náttúrunnar, þegar litið er til meintra áhrifa mannsins á hitafarið."
Þú leist ekki við henni frekar en ýmsu öðru.
Sigurbjörn Sveinsson, 24.3.2009 kl. 21:50
Svo maður falli í ekki í flokk veðurhálfvita þá ætla ég að reyna að vera málefnalegur. En eins og ég hef einhvern tíma sagt áður þá sakna ég mikið í veðurkortum nútímans að sýnt séu gömlu góðu skilin, þ.e. kuldaskil, hitaskil og samskil en þau ásamt þrýstilínum segja svo mikið hvaða loftmassar eru á ferðinni hverju sinni, og bara yfirleitt hvað er að gerast í veðrinu. Þetta er þó auðvitað háð því að fólk kunni að lesa úr svoleiðis enda þarf til þess lágmarksþekkingu á veðri. Kortin á vef veðurstofunnar sýna engin svona skil, bara klessur og litatilbrigði sem segja vissulega sína sögu en það vantar alveg forsendurnar þegar ekki eru sýnd skilin.
Þess vegna held ég mikið uppá veðurkort eins og þau sem birtast t.d. á Metoffice:
http://www.metoffice.gov.uk/weather/europe/surface_pressure.html
Emil Hannes Valgeirsson, 24.3.2009 kl. 22:44
Ég er dáldið kátur með nákvæmnizspána hjá Belgíngi.
Enda nægjusamur í tíma, rúmi & nágrenni.
Steingrímur Helgason, 24.3.2009 kl. 23:33
Og nú eru allir orðnir málefnalegir!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.3.2009 kl. 23:57
Það var nú samt einhvern tíma þannig að fólk mátti djóka og ærslast og fíflast á þessari bloggsíðu. Maður þurfti ekki alltaf að vera svo málefnalegur í tætlur og drep.
Hvenær hætti það??
Malína (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:16
Ég hefi nú ákveðið að gjörast stífur og streit í hverri grein á þessari rafrænu dagbók.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 00:24
Nú
EE elle (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:35
Menn kvarta um að enn sé kalt og komið jafndægur á vori. Gaman væri að rifja upp veðrið á lamdinu síðustu vikuna fyrir kosningarnar í apríl 1983. Þá var kafaldsbilur og ófærð um allt norðanvert landið fram að kjördag og tafði m.a. annars talningu á Vestfjörðum ef ég man rétt.
Hefurðu e-ð í handraðanum um þetta SÞG?
Sigurbjörn Sveinsson, 25.3.2009 kl. 09:12
Stöku sinnum sést fjöldi snjóbolta, sem vindur hefur búið til, á dreif um sléttar snævi þakktar grundir. Stærstu boltar af þessu tagi, sem getið er um í gögnum Vefurstofunnar, eru þeir sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur lýsir í pistli í tímaritinu Veðrinu, 1957. Vefurstofa Íslands, 2009.
EE elle (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 10:22
Sigurbjörn: Árið 1983 var á kuldaskeiði miklu, einhverju því mesta síðan á 19. öld. Það veðurfar sem við höfum vanist síðustu ár, svona tíu til fimmtán, er miklu mildara og þess vegna finnum við meira fyrir því þegar veðrið sýnir á sér ómildari blæ. En það mun það gera annað slagið hvað sem líður hlýnandi veðurfari.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.