Bækur um söguna

Segið svo að Kiljan hafi ekki áhrif. Um daginn var þar fjallað um Sögu mannsins frá örófi og fram á þennan dag og Sögu listarinnar eftir Gombrich.

Í dag fylltist ég bókaæði í kreppunni og keypti þessar bækur. 

Hvað sem hver segir hefur mér alltaf fundist gaman af Sögu listarinnar. Ég átti hana lengi á ensku en lánaði hana frænda mínum og hef ekki séð hana síðan. Ef maður lánar bækur er svona nokkurn veginn öruggt að maður sér þær aldrei aftur.

Það er alltaf einhver sjarmerandi björnsthbjörnsonarblær yfir þessari bók.

Saga mannsins er með þeim alvarlega ágalla að hún er nær eingöngu stjórnmálasaga og það finnst mér ósköp leiðinleg saga.  Hugmyndir og listir mannanna eru  að mestu leyti sniðgengar.  Ekki er svo mikið sem minnst á menn eins og Mozart og Shakespeare. Hvað þá lífskjör venjulegs fólks. Þetta er fyrst og fremst saga ríkja. Ég botna nú bara ekkert í því að setja saman  þannig sögubækur nú á dögum. 

Samt finnst mér alltaf gaman að lesa um Assýríuheimsveldið  þar sem Asúrbarnipal og aðrir mestu grimmdarseggir sögunnar réðu ríkjum þar til Níníve var gjöreytt og hvert mannsbarn þar skorið á háls árið 614 fyrir Krist ef ég man rétt, en langtíma minni minu er farið að förlast eilítið í seinni tíð. En ég man það þó eins og gerst hafi í gær að uppáhaldsfjöldaaftökuaðferð Assýringa var að flá andstæðinga sína lifandi í stórum hópum. Og gjöra rismyndir glæsilegar af atburðinum.

Öllu fer aftur í rás sögunnar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engar spennandi bækur? Yawn

EE elle (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband