2.12.2006 | 20:39
Þrjátíu tonna þunglyndi
Það mætti halda að smitandi melankólía sé að ganga í bloggheimum. Ekki er hægt að þverfóta fyrir bloggurum sem kvarta um biturleika og þunglyndi. Samt halda bloggarar þessir áfram að blogga eins og fjandinn hafi rokið í rassgatið á þeim. Svoleiðis þunglyndi finnst mér fádæma ómerkilegt og léttvægt. Ég hef nefnilega sjálfur verið í þrjátíu tonna þunglyndi síðan ég byrjaði að blogga, hvað aldrei skyldi verið hafa, og alls ekkert getað bloggað vikum saman. Samt á ég ekki vanda til þunglyndis heldur einmitt geggjaðs léttlyndis. Ship o hoj!
En bloggelíbloggið hefur mjög óvænt lagst þungt á mína viðkvæmu og nettu sál sem ekkert aumt má sjá. Flestir bloggarar hafa enga sál. Þeir eru sálarlaus kvikindi. Að blogga er svona eins og að berhátta sig fyrir framan glugga þar sem allt er dregið frá. Þá verður híað á mann. Ekki var ég fyrr farinn að opinbera hugsanir mínar en ég gat ekki lengur skrifað, hvað þá hugsað, sem ég geri nú reyndar aldrei nema á stórhátíðum. Þegar sagt var frá bloggafrekum mínum á mjög glannalegan hátt í Fréttablaðinu með stórri mynd af mér sem ein skrýtnasta vinkona mín sagði að ég hefði verið svo krúttlegur og sætur á, þegar ég reyndi einmitt að vera afspyrnu ljótur á og leiðinlegur og svo virðulegur að undrum átti að sæta, féll mér allur ketill í eld og læsti bara síðunni minni. Ég kunni ekki beint við að eyða henni með öllum veðurfréttunum sem ég hafði sett inn á hana en það annálaða og sérviskulega framtak er skilningi allra gersamlega ofvaxið að sjálfum mér meðtöldum.
En við lokunina byrjuðu vandræði mín að þyngjast svo um munaði. Ég hætti að sofa og hætti að borða en þyngdist samt án afláts. Ég var alveg gífurlega þungur. Sextán tonn var ég orðinn áður en ég vissi af og átti þó enn eftir að þyngjast um næstum því helming. Svo þurfti ein vinkona mín endilega að bjóða mér í mat og reyndi að gleðja mig með léttúðarfullu mali. Ég þoldi þá ekki orðið neina birtu og alls ekki tónlist (og er ég þó illræmdur tónlistargagnrýnandi) og þaðan af síður kvennahjal. Minnst af öllu gat ég þó þolað sjálfan mig. Það gera aðrir reyndar ekki heldur. Nema þessi vinkona mín sem bauð mér í kattarláfujafninginn. Hún skilur allt og umber allt og étur allt. Og hún fær það sannarlega borgað frá mér þúsundfalt.
Til að gera langa og leiða sögu stutta er ég loksins núna að ná honum upp innri manninum. Í gær datt mér í hug í bælinu að gera snjalla málamiðlun við heiminn. Ég hét því að ef ég ekki færi til guðs fyrir áramót af eðlilegum orsökum, geispaði golunni af ólund og harmi, ætli ég að fara þangað af mjög óeðlilegum ástæðum strax á nýjársdag. Byrja þá mitt framhaldslíf. Ég drattaðist fram úr, tók sæng mína og gekk að fullu frá veðurmetaskránni og laumaði henni á netið. Algjört met!
Og nú skal ég að dansa og dufla og daðra til áramóta og fylgjast með brjáluðu veðrinu og setja margar og skverlegar veðurskrár inn á galopna bloggsíðuna.
Ship o hoj!
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:37 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.