Náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu

Það er víða þrengt að náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu. Menn hafa lýst yfir áhyggjum vegna hesthúsa fyrir mörg hundruð hross á bökkum Elliðaár. Fótboltavöllur er komin svo að segja ofan í vatnsbakkann á Úlfarsá. Sérfræðingar óttast  hreinlega að lífríki ánna geti hrunið þegar safnast er saman kemur.

Skógræktarmenn bera sig illa yfir því hve eyðing skógar á höfuðborgarsvæðinu er mikil. 

Fyrirhuguð vegalagning á Álftanesi ógnar náttúruperlum. 

Ströndum á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirleitt verið rústað með landfyllingum. Mjög lítið er orðið eftir að upprunalegri strandlengju Reykjavíkur. Hve nær kemur að því að menn vilja fara að hrófla við fjörunni við Ægissíðu?

Hvar eru allir náttúruunnendurnir sem hlaupa oft upp um fjöll og firnindi til bjargar náttúruvermætum þó flestir þeirra séu af höfuðborgarsvæðinu? Ekki heyrist neitt frá þeim. 

Hvers vegna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef gargað mig hása um borgarskipulagið, sent inn athugasemdir við allt mögulegt og kært til Úrskurðarnefndar.

Verndun náttúru höfuðborgarsvæðisins er fjölþætt og henni verður að sinna ekki síður en náttúru fjalla og firninda.

Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld fyrr og nú hlusta ekki og valta yfir allt og alla.

Hér eru Krossgötur Hjálmars Sveinssonar aftur í tímann. Í þeim hefur skipulagsmálum og yfirgangi borgarinnar verið gerð mjög góð skil.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Lára, þú bregst aldrei! Gleðilega páska!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.4.2009 kl. 13:43

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilega páska, Siggi minn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 23:27

4 identicon

Já, gömlu fjörurnar eru ónýtar og komnar undir ljótt grjót.  Yfirvöld hafa ekki kunnað að meta okkar gamla og flotta landslag við sjóinn.  Og gereyðilögðu fjörurnar okkar.  Og að okkur óspurðum.  Og ekki nóg með það, heldur kjósa yfirvöld að byggja ljóta banka, eins og Íslandsbanka á Kirkjusandi, og skýjakljúfa, fyrir innan fjörurnar og sjóinn.  Það á að tryggja að taka af okkur allfar fjörur innanbæjar og útsýni þaðan út á sjó.  Og gegn vilja okkar borgara. Rant Það er nú allt lýðræðið.  Skemmdarvargarnir ættu að laga skemmdirnar.  

EE elle (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband