12.4.2009 | 12:47
Hittir naglann á höfuðið
Kristján Þór Júlíusson er svekktur sem vonlegt er. Hann sagði í hádegisfréttum RÚV að styrkveitingamál Sjálfstæðisflokksins bitnaði á öllum flokkum því allir hafi þeir þegið styrki.
Mönnum finnst kannski Sjálfstæðisflokkurinn þarna stórtækastur. En Kristján Þór hittir samt naglann á höfuðið.
Fólk er líka margt búið að fá hreinustu skömm á gömlu stjórnmálaflokkunum og það er alveg hrikalegt að sitja uppi með þá eftir kosningar. Sömu menn í sömu flokkum úr sömu spillingu. Ekki er raunhæft að búast við því að Borgarahreyfingin afli sér verulegs fylgis.
Enginn bjóst við þessu þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst.
Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því," segir Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
En traust verður ekki skapað með því að smella fingrum þegar það er einu sinni brostið. Það er ekki traustvekjandi það sem okkur er í boðið til að kjósa. Engin raunveruleg uppstokkun eða uppgjör hefur farið fram í flokkunum. Ekkert peningauppgjör hefði orðið nema upp komst um strákinn Tuma. Ella hefði flokkarnir aldrei uppvíst um sukkið af sjálfsdáuðum.Þannig er mórallinn í flokkunum.
Framtíð þjóðarinnar er ekki björt ef fyllsta raunsæis er gætt. Ég býst við efnahagslegri, menningarlegri og móralskri hnignun. Það er alþekkt að þjóðir lifi hnignungaarskeið og hverfi síðan úr sögunni. Biskupinn, og margir aðrir vilja vera bjartsýnir. Þá verða líka að vera einhver teikn á lofti sem hægt er að byggja bjartsýnina á.
Hvar eru þau teikn?
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já þetta er ljótt ástand í okkar þjóðfélagði,allt að hrynja í okkar góða landi,en engin af þessum stjórnmálaflokkum,braut nú lög,það var ekki bannað að taka við þessum stórum upphæðum,en það er siðlaust,(en maður lítur á svona stórar upphæðir eins og mútu,en maður getur ekki dæmt allan flokkinn,sveim mér þá.???) En eftir alla þessa uppákomu með alla þessa styrki,þá veit maður ekkert hvað maður á að gera eða kjósa,fyrir svona mánuði síðan var ég ekki í vafa,nú stendur maður á krossgötu,??? En ég ætla að reyna að gleyma þessu klúrri allavega yfir páskana,ég á bara eitt orð. GLEÐILEGA PÁSKA. og njóttu þess Sigurður,þetta er fínn pistill hjá þér.
Jóhannes Guðnason, 12.4.2009 kl. 13:07
Jamm .. það er ýmsu ábótavant í samfélagi okkar þessa dagana.
En gleðilega páska kæri Sigurður - og takk fyrir bloggvináttuna í gegnum árin.
Bestu kveðjur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 13:54
Já og mér finnst að fréttamenn eigi að krefjast þess fyrir hönd almennings og og gera stjórnmálaflokkum það ljóst að það að opna bara bókhald fyrir 2006 er ekki nóg. Fyrst þeim fannst svona lítið mál að taka við þessum peningum á þessum tímapunkti,hvernig hefur það þá verið áður og eftir að þetta gerðist. Því oft er það þannig að afbrotamenn fremja ekki bara afbrot einu sinni, heldur stundum oft. Hvað með Sjálfstæðisflokkinn, hefur hann gerst sekur um að taka við mútum oftar en í þetta skiptið?
Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:25
Ég var að lesa þetta: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/851723/
Og þó manni finnist óskiljanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við milljónum frá rotnum banka og rotnu fyrirtæki.
EE elle (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:37
Sæll Sigurður. Á bloggsíðu minni frá páskadagsmorgni má m.a. lesa:
"Hér á Íslandi ristir umræðan ekki djúpt á heildina litið. Vinstri grænir eru eini stjórnmálaflokkurinn sem nú í aðdraganda kosninga gerir kröfu um að önnur gildi verði ráðandi í samfélaginu framvegis. Flokkurinn hefur allt frá því hann var stofnaður fyrir 10 árum varað við fyrirsjáanlegri kollsiglingu og krafist róttækra breytinga með sjálfbæra þróun og hófstillingu sem leiðarljós til framtíðar litið. Vinstri grænir hafa andæft af þrótti stóriðjustefnunni, varað við útrásinni og gert kröfu um að siðræn gildi en ekki auðgildi ráði för í samfélaginu.
Ekki aðeins ráðandi stjórnmálaöfl heldur einnig fjölmiðlar hafa brugðist hlutverki sínu og auðveldar það ekki almenningi að halda áttum. Enn er oftast fjallað um stjórnmálaflokkana sem óskipt mengi sem sé undir sömu sök selt. Þetta birtist m.a. í spillingarumræðu síðustu daga tengt fjárstyrkjum til stjórnmálaflokka. Einnig þar hefur Vinstrihreyfingin - grænt framboð sérstöðu með opið bókhald um langt árabil og hófsemi í fjáröflun og fjárútlátum tengt starfsemi sinni. Yfir þessu er þagað þunnu hljóði, sem kannski er vorkunn þegar keppinautar eiga í hlut, en opinberir fjölmiðlar hafa hér enga slíka afsökun."
Ég fer ekki fram á að þú skrifir upp á mína túlkun, en það er slæmt ef menn telja sig engum geta treyst og gefa sjálfir upp vonina um betri tíð. Ég hef þá trú að framundan sé vakning meðal almennings og fólk sé reiðubúið að taka undir ný viðmið. Eigi árangur að nást kallar það hins vegar á virkni og þátttöku margra og umfram allt gagnrýna hugsun.
Hjörleifur Guttormsson, 12.4.2009 kl. 16:20
Traust glatast bara hvort sem það er slæmt eða ekki. Ég held að ég tali fyrir munn margra þegar ég orða þessar hugsanir mínar sem aldrei hafa kviknað áður hvað þjóðmálin varðar. Ég var alltaf mjög vinstri sinnaður en veit nú ekki mitt rjúkandi ráð. En mæli með gagnrýninni hugsun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 16:30
Ég viðurkenni að ég verð stundum full svartsýnn en fer alltaf upp að lokum. Vonandi verð ég kominn á fullt skrið á kosningadag!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 16:37
Hvað er svona agalegt? Væ dónt ví djöst hev som fön? Vissu ekki allir að D veður í peningum? Og vinstri grænir eiga bara peningana sjálfir en ekki flokkurinn.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:11
Mr. Bond ert þú ekki alltaf að hafa fön með glæsigellum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 17:17
Gleðilega páska Sigurður og megi guð vera með þér.
Kjartan Birgisson, 12.4.2009 kl. 17:36
Skyldi einhver trúa þessu liði í FL-okknum sem eitt af öðru keppist um að lýsa því yfir að það hafi ekki vitað neitt um mútuféð?
Malína (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.