Virkan óheftrar trúgirni

Okkur hefur verið kennt að efast í nafni þekkingar, skynsemi og vísinda okkar tíma um flest það sem lýtur að vitnisburði guðspjalla og kristni. Bara að við hefðum verið efagjarnari andspænis ýmsum þeim kreddum sem haldið var að okkur í efnahags og fjármálum undanfarinna ára! Nei, þar var gagnrýnislaus trúgirnin og sefjunin knúin áfram af afli og glysi auglýsinganna.

Svo mælti vor frómi biskup í Dómkirkjunni í dag. 

Þarna viðurkennir hann skaðsemi gagnrýnislausrar trúgirni og sefjunar - í sambandi við efnahags-og fjármál.

Sé trúgirni og sefjun í eðli sínu slæm, en það er biskupinn að segja, hlýtur hún líka að að vera það í trúarlegum efnum.

Í tvö þúsund ár hefur gagnrýnislaus trúgirni og sefjun lokkað hálft mannkynið til að trúa því að dáinn maður í tvo eða þrjá daga hafi ekki aðeins risið  léttilega upp frá dauðum heldur þar með frelsað alla menn - nei gleymdi, aðeins þá sem á hann trúa.

Einungis megamúgsefjun og tótalli gagnrýnislaus trúgirni getur fengið fólk til að trúa slíku. 

Og í þessu tilfelli er það talið lofsvert.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

afli og glysi auglýsinganna, jahá!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.4.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góður Sigurður Þór

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband