14.4.2009 | 09:08
Múgæsing í stað þekkingar
Ég var með fyrstu mönnum sem fór að skrifa á Íslandi um kynferðisofbeldi eða áreitni gegn börnum. Það eru komin meira en 20 ár síðan.
Á þeim tíma var lítið um þau talað. Látið eins og þau væru ekki til. Þekking á eðli brotanna var engin. Þeir sem minntust á þau voru jafnvel illa séðir.
Nú tala allir um svona brot.
En þekkingin og skilningurinn á eðli þeirra, því umhverfi sem þau verða til í, hverjir fremja þau, hvernig þau birtast og svo framvegis virðist enn þá nær engin meðal almennings, að minnsta kosti þess hluta hans sem mest ber á.
Í stað þagnar og fálætis á grunni þekkingarleysis er komin múgæsing og hatur á grunni þekkingarleysis.
Saklausir menn eru jafnvel meðhöndlaðir af almenningi sem hættulegir kynferðisglæpamenn.
Sr. Gunnar tekur við störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Aðalástæðan fyrir því að hann var sýknaður var sú að þarna stóð orð gegn orði og ákvað bæði héraðsdómur og hæstiréttur að taka orð hans meira trúanleg, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt þessi brot en vildi ekki meina að þau væru hafi verið eins alvarleg og af er látið. Sjálfur er ég frá Selfossi og hef ekki minnsta áhuga á að fá þennan mann aftur í kirkjuna og reikna ég með því að söfnuðurinn klofni ef hann kemur aftur.
Í kringum þennan mann hefur alltaf verði vesen og hefur hann verið látinn fara í eitt skipti en ég held að hann hafi verið færður í annað!
Sigurjón (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 09:20
Að vera með vesen þaraf ekki að vera glæpur. Ein vinkona mín, sem ég hitti á margra ára fresti, er sífelld flangsandi uppi í manni, öllum sem hún hittir, kyssandi og faðmandi og strjúkjandi. Það er óþolandi og pínlegt en ég lít ekki svo á að hún sé með kynferðislegt áreiti. Í sumum stéttum verða menn að passa sig vel á slíkum og það getur gert þá óhæfa í samskiptum. En þeir eru ekki þar fyrir kynferðisblæpamenn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 09:31
Sæll.
Ertu búinn að lesa dóminn?
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800538&Domur=4&type=1&Serial=1
Sævar Már (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 09:35
Þessi síðasta athugasemd mín svarar í raunini líka athugasemd frá Grétari Eir, (það er strax byrjað að stilla manni upp, fátt við mann að ræða nema ...). Í þessum dómi sést skýrum stöfum og um það snýst málið að ákærði var ekki talinn hafa brotið kynferðislög gegn börnum og ekki heldur barnaverndarlög. En það fyrir getur vel verið að athæfi hans hafi verið óviðeigandi og ekki presti sæmandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 09:38
Ég er búinn að lesa dóminn. Maðurinn var sýknaður fyrir brot á þeim lagabálkum sem ákært var fyrir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 09:42
Mikið væri gott að geta rætt þessi mál án beinna tengsla við einstakt mál.
Það hefur komið fyrir þessa vel fullorðnu konu oftar en einu sinni í starfi að ungir menn hafa sagt sem svo á ég að kæra þig fyrir kynferðislega áreitni, þegar ég hef heldur viljað taka um axlirnar á þeim og leiða þá þannig til síns staðar en að standa og biðja þá enn einu sinni að gegna mér.
Samskipti fólks eru ótrúlega snúin. Þessi orð mín tengjast ekki einstökum atburðum!!!
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 09:56
Það verður ekki auðvelt ef hann lendir í erfiðri jarðaför.Það var skýring hans
á kossaflangsinu áður.Það var einkvað athugavert við dóminn,þetta var kynferðisleg áreitti.Þetta voru karlfauskar sem sýknuðu hann.
fjolnir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:00
Ég vísa þarna til fréttar, sem hnígur að sérstöku máli. En að öðru leyti er ég einmitt almennur. Mig hefur oft langað til að koma þessum punkti á framfæri. Kannski var það viss mistök að bendla hann við sérstaka frétt í ljósi þess hvernig umræðan hér hefur þróast.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 10:01
Það var ein kona í dómnum. Ber þá að skjilja það svo að maðurinn hefði verið sakfeldur ef einn karl hefði verið í dómnum en að öðru leyti konur? Er það kynferði sem á að ráða í Hæstarétti en ekki lagafyrirmælin sjálf? Það sem ræður í dómnum er einmitt skilningur dómaranna á skráðum lögum, EKKI að framburður fimm sé minna virði en framburður eins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 10:09
Að brjóta mörk siðgæðis er ekki það sama og að hafa framið kynferðisbrot. Maðurinn var ekki heldur dæmdur fyrir að hafa farið út fyrir mörk siðgæðis. Hann var sýknaður af því sme hann var ákærður fyrir. Öðruvísi er ekki hægt að standa að dómum. Farðu nú að lesa dóminn Grétar Eir til að skilja hann. Og hvernig dómstólar vinna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 10:30
Sæll Sigurður.
Þú segir að það sé komin upp múgæsing og hatur á grunni Þekkingarleysis. Seinast þegar ég vissi þá er huglægt mat ekki þekking. Huglægt mat getur kannski mótast af þeirri þekkingu sem viðkomandi hefur viðað að sér í gegnum sína hunds og kattartíð og það er einmitt það sem þetta mál snýst um. Huglægt mat. Dómurinn dæmir ekki samkvæmt því, hann dæmir samkvæmt lögum og samkvæmt lögum er ekki hægt að sakfella hann fyrir þetta brot, hann er ekki "nógu mikill Perri" til þess að það sé hægt.
EN aftur á móti skil ég ekki afhverju inn í þetta mál er ekki tekið tillit til "snepills" sem heitir Siðareglur Presta. Þar stendur:
"2.4 Sálgæsla byggist á virðingu og trúnaðartrausti og er því sérstaklega viðkvæm og vandmeðfarin. Prestur má ekki undir neinum kringumstæðum misnota aðstöðu sína sem sálusorgari eða ógna velferð skjólstæðings, t.d. með kynferðislegri áreitni, né vanvirða tilfinningar hans og tiltrú."
Ég verð að viðurkenna að "Þekkingarleysi" mitt á fyrirkomulagi dómsvaldsins, kemur í veg fyrir að ég geti fullyrt að hann hefði verið dæmdur, ef tekið hefði verið tillit til þessa plags og að viðkomandi er Prestur. Það gæti vel verið að svona siðareglur hafi ekkert að segja í dómsölum landsins.
Burtséð frá dómstólnum Þá er það svo mikil lágkúra að biskupstofa skuli ekki taka mark á sínum eigin reglum, þar sem þeir telja sig sem "andans menn", þá ætti nú ekki að vera mikið mál fyrir þá að "leggja huglægt mat" á málið.
En hvað veit ég? Sennilega er ég bara vitleysingur að skapa múgæsing!!!
Baldvin Árnason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:32
Grétar Eir, hvaða lögum finnst þér að kirkjan eigi að fara eftir, ef ekki gildandi lögum í landinu?
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 10:34
Er ekki dómurinn eitt og það hvort rétt sé að umræddur fari aftur til starfa í söfnuði sínum annað?
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 10:42
er ekkert að marka orð þessara stúlkna?? Þetta er algjörlega ólíðandi hegðun af hendi manns sem sér um barnastarf.
SM, 14.4.2009 kl. 10:47
Þakka þér pistilinn, Sigurður Þór!
Ekki að inntak hans komist vel til þeirra sem mest þyrftu á að halda. Við því er víst ekki að búast.
Aumingja, blessað mannfólkið!
Hlédís, 14.4.2009 kl. 11:14
Ráðlegging til þín Sigurður Þór, að Þú skulir taka upp hanskan fyrir hann, vitandi að hann hefur brotið af sér í starfi, hann viðurkenndi siðferðisbrot. Afstaða þín afhjúpar þitt eigið siðleysi.
Haltu þig við veðrið...
Þórður (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:46
Eitthvað eru bækur þínar og fræði varðandi þessa hluti franar að rykfalla. Ég sat áfanga í HÍ sem heitir ,,ofbeldi og vanræksla" og það er á hreinu að í öllum nýtímafræðum myndi þetta túkast sem kynferðisofbeldi, engin spurning. Sigurður það verður að uppfæra skruddurnar og sjálfan sig svona á fimm ára fresti. Ömurlegt að vera taka upp hanskann fyrir þennan vesaling. Ef hann hefði bara viðurkennt þessar hvatir sínar og farið í meðferð hefði ég verið alveg tilbúin að sína honum stuðning, en maðurinn sýndi ekkert slíkt af sér og fannst þetta bara allt í lagi. Og Sigurður, þó svo þú eigir fullorðna vinkonu sem flaðrar upp um fólk þá er það ekkert sambærilegt á við það sem presturinn gerði, hann var að þukla, faðma og kyssa smástelpur! Ég á eina vink0nu sem varð fyrir slíku þegar hún var 11 ára gömul, þess ber að geta að það var ekkert annað en nákvæmlega það sama og þessi umræddi maður var að gera. Hún hefur aldrei beðið þess bætur og hefur m.a. þurft að fara í meðferð hjá Stígamótum. Ég held satt að segja að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.
Valsól (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:54
Kæri Sigurður Þór!
Nú opnaðirðu geitungabú! Þetta blessað fólk skellir öllum ávirðingum allra kynferðisbrotamanna á prest-vesalinginn - plús syndum kaþólskra "skírlífispresta" - og hengir hann svo enn einu sinni upp í næsta tré!
Hlédís, 14.4.2009 kl. 12:51
Það er sorglegt að lesa hvað fólk sem virðist vera að misskilja Sigurð, ræðst gegn honum fyrir að verja mann sem hann er ekkert að verja. Hann sagði þetta að ofan:
"Ég vísa þarna til fréttar, sem hnígur að sérstöku máli. En að öðru leyti er ég einmitt almennur. Mig hefur oft langað til að koma þessum punkti á framfæri. Kannski var það viss mistök að bendla hann við sérstaka frétt í ljósi þess hvernig umræðan hér hefur þróast"
Hann skrifaði líka þetta:
http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/805276/
EE elle (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:59
Margar stúlkur biðja um að láta nauðga sér og fara svo í fýlu ef einhver kemur við þær. Sumir hata faðm og snert. Sjáið bara hvernig sumar stúlkur klæðast. Þær eru með brjóstin ber og lærin líka. Kannski væri væri betra að hafa konur í strigapokum eins og Talíbanarnir gera. Sjónvarp fullt af allsberu fólki syngjandi melodíur um LOVE. Við hverju búast menn? Afhverju eru krakkarnir settir í kirtla á fermingunni? Þetta er allt ákaflega snúið.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 15:57
Réttarríki er mikil blessun mannlegu samfélagi. Réttarmorð er ömurlegur atburður í réttarríkinu og raunar viðbjóðslegt tilhugsunar, þegar það á sér stað. Hefndin er mikilvæg hinum gamla Adam og ef hún fæst ekki fyrir dómaranum, þá er reynt að þvinga hana fram á götunni.
Meirihlutinn leggst jafnan á þann, sem veikari er og reynir að bíta hann af sér. Það sannast í skólum og á vinnustöðum landsins, þegar einelti á sér stað.
Sigurbjörn Sveinsson, 14.4.2009 kl. 16:07
Ein vinkona mín, sem ég hitti á margra ára fresti, er sífelld flangsandi uppi í manni, öllum sem hún hittir, kyssandi og faðmandi og strjúkjandi. Það er óþolandi og pínlegt en ég lít ekki svo á að hún sé með kynferðislegt áreiti
Það er þónokkur munur á fullorðinni manneskju sem kyssir og kjassar vini og kunningja, og síðan á fullorðnum karlmanni.. sem kyssir fermingastúlkur á munninn.. og strýkur þeim með káfi og snertingum.
Ég las dóminn og maðurinn er ekki saklaus í þessu máli, þótt hann hafi ekki fengið dóm. Svona hegðun er presti ekki sæmandi, frekar en öðrum.
Að hann fái að koma aftur til starfa... og vinna með börnum .. tel ég alvarlegt mál.
ThoR-E, 14.4.2009 kl. 16:12
Jón bóndi: "Margar stúlkur biðja um að láta nauðga sér og fara svo í fýlu ef einhver kemur við þær". Þetta er eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt. Klæðnaður biður ekki um neitt.
Jón (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:25
Ályktun
Ályktun Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar um réttmæti þess að sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, skuli vera kleyft að snúa aftur til starfa.
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) eru frjáls félagasamtök æskulýðsfélaga innan Þjóðkirkjunnar. Markmið ÆSKÞ eru m.a. að efla kristið æskulýðsstarf fyrir börn og ungmenni, skapa öruggan vettvang til þroska fyrir leiðtoga og þátttakendur í starfi og vera málsvari fyrir ungt fólk.
Eitt af meginhlutverkum ÆSKÞ er að stuðla að leiðtogafræðslu sem miðar að því að tryggja öryggi barna og unglinga í æskulýðsstarfi og er það í samstarfi við þá fjölmörgu aðila sem starfa með ungu fólki í kirkjunni. ÆSKÞ hefur m.a. staðið að námskeiðum í samstarfi við Barnahús, sem nefnist Verndum þau og fjallar um viðbrögð við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum.
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar starfar eftir siðareglum fyrir fólk sem starfar með börnum og unglingum í kristilegu starfi. Í 6., 7., og 9. grein stendur:
6. Finna skal úrræði til að koma í veg fyrir andlegt eða líkamlegt ofbeldi hvers konar.
7. Ekki skal stofna til óviðeigandi sambands við börn eða unglinga sem sækja starfið.
9. Gæta skal trúnaðar og þagmælsku um hvað eina sem starfsfólk verður áskynja í starfinu. Þagnarskylda á ekki við þegar mál koma upp er varða ákvæði um tilkynningaskyldu (sbr. IV kafla Barnaverndarlaga, nr. 80/2002).
Einnig viljum við benda á lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins 70/1996 V. kafli. Skyldur. 14.gr.
Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.
Í ljósi ofantalinna starfsreglna og þess sem fram hefur komið í dómsgögnum þá hörmum við þá ákvörðun að sr. Gunnari Björnssyni skuli vera gert kleyft að snúa aftur til starfa 1. maí. Okkur þykir ljóst að sr. Gunnar Björnsson hafi brugðist trausti ungmenna og sóknarbarna sinna og sýnt alvarleg afglöp í starfi sínu og teljum að hann eigi ekki að snúa aftur til starfa. Sú ákvörðun grefur undan uppbyggingu æskulýðsstarfs á Selfossi og vegur að æskulýðsstarfi í kirkjunni allri.
Margrét Ólöf Magnúsdóttir, formaður ÆSKÞ
Sigurvin Jónsson, gjaldkeri ÆSKÞ
Kristján Ágúst Kristjánsson, ritari ÆSKÞ
Þórunn Harðardóttir, meðstjórnandi ÆSKÞ
Jóna Lovísa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ÆSKÞ
Ég lofa að klippa og líma ekki meira
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 19:15
Jón hvað ertu að mótmæla mér? Veistu ekki að ég heiti James, James Bond? Voðalega ertu skrítinn að viðurkenna ekki svona? Þetta er vísindalega sannað!
Jón bóndi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:14
Ok, Jón bóndi, það er gott að vita að þér var ekki alvara!
Jón (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.