14.4.2009 | 22:53
Pæling um gott og illt
Hafi guð skapað alla hluti og manninn í sinni mynd hefur hann líka skapað vilja mannsins.
Vilji mannsins getur verið illur eða góður.
Sé hinn góði vilji í samræmi við algóðan vilja guðs ætti hann að vera ánægður.
Sé hinn illi vilji ekki í samræmi við vilja guðs getur hann sjálfum sér um kennt að hafa skapað hinn illa vilja mannsins.
Hafi hann hins vegar ekki skapað hinn illa vilja mannsins hefur hann ekki skapað alla hluti og síst af öllu manninn í sinni mynd - heldur í annarri mynd. Af því að maðurinn sem guð hefur skapað býr yfir illum vilja alveg eins og góðum.
Hvað er guð þá að nöldra.
Nema hinn illi vilji mannsins sé hið eina sem guð hefur ekki skapað.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2009 kl. 23:06
Fyrra Pétursbréf 2:15
15. Það er vilji Guðs að þið þaggið niður í vanþekkingu heimskra manna með því að breyta vel.
Rómverjabréfið 12:2
2. Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:08
Mr. Bond. Þetta svarar ekki spurningunum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 23:14
Ég tek undir með Láru Hönnu:
Malína (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:41
Er ekki viss um að svarið finnist.
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 23:46
Ég tek undir með hinum.
EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:17
Þetta er auðvitað feiknasnúin og ofurdjúp guðfræði. Getur vilji verið hluti af mynd eða er viljinn sjálfstæður og óskapaður? Ég hallast frekar að því síðara og tel því að Guð sé ekkert að klikka þarna.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.4.2009 kl. 00:39
Ágústínus sagði eitthvað á þá leið að hið illa væri ekki, það væri vöntun á hinu góða, ekki andstæða þess, ekki veruleiki í sjálfu sér. En þetta sem ekki er er þá kannski hið eina sem guð hefur ekki skapað. Engar lífverur hafa siðferðilegan vilja nema maðurinn. Annars er mig farið að svima.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 00:49
En illur vilji er ein hlið af eðli mannsins. Hver skapaði eðli mannins?
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 00:51
Svimar svo mikið að ég verð að sofa á þessu. Er hluti af eðli mannsins óskapaður, en samt til?
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 00:53
Nema illur vilji sé afvegaleiddur góðvilji.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.4.2009 kl. 00:56
Geturðu horft í augun á honum Mala án þess að blikna og sagt litla krílinu að hann hafi ekki siðferðilegan vilja?
Malína (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:57
Sæll Sigurður.
Fín umræða sem þú bryddar upp á.
Þegar talað er um að Guð hafi skapað Manninn í sinni mynd er ekki átt við að hann hafi klónað sjálfan sig og búið til annan fullkominn GUÐ. Slíkt er líka rökfræðilegur ómöguleiki því tvö absalút öfl geta ekki verið til í sama alheimi. Guð hlýtur því að hafa gert manninn líkan sér, þ.e. innlagt í hann eiginleika sína.
Til að geta af sjálfdáðum ræktað þessa eigindir Guðs í okkur, lætur hann okkur eftir tól og tæki til þess. Eitt af þeim er frjáls vilji sem er hvorki góður né illur, en án hann væri ekki hægt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir gjörðir okkar, hvorki góðar né illar. Annað sem hann lætur okkur eftir eru upplýsingarnar um hvað sé honum þóknanlegt og hvað ekki. Eigindirnar vaxa við að vera Guði þóknaleg og ekki annars. Hvorutveggja er á okkar ábyrgð.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.4.2009 kl. 01:51
Ekki veit ég nákvæmlega hvar í Biflíunni það stendur (biblian.is virkar ekki hjá mér í bili) ... - ... að þá hafi Guð gefið manninum frjálsan vilja
Eygló, 15.4.2009 kl. 03:25
Nei einmitt Sigurður! Þetta var nú bara tilvitnun í vers um vilja Guðs! Getur maður talað um Guð eins og hann sé einhver slæmur gaur með frekju? Þá væri hann ekki Guð. Guð er víðari og hærri en nokkurt sem við getum hugsað. Í raun er nafn Guðs svo heilagt að það er ekki hægt að nefna það.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 06:25
Sagt er að guð hafi gefið manninum frjálsan vilja. En það er líka sagður vera til dómsdagur þegar menn verða dæmdir. Þeir munu fara til heljar sem ekki fóru að vilja guðs. Þetta er ekki að gefa mönnum frjálsan vilja, helldur skilyrtan vilja gagnvart guði. Að gefa mönnum einhvern eiginleika sem þeir er refsað fyrir að nota nema eftir forskrift er ekki um að ræða að eiginleikinn sé frjáls.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 13:09
Ef útkoman væri sú sama hvort sem þú brýtur reglurnar eða ekki væri ekki hægt að tala um "frjálsan" vilja. Þá væri heldur ekki hægt að draga þig til ábyrgðar fyrir gjörðir þínar. Þú velur og tekur út umbun eða refsingu í samræmi við val þitt og í því sambandi er hver dagur "dómsdagur".
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.4.2009 kl. 14:13
Við einkavæðingu bankanna var þessum "sjentilmönnum" gefnar "frjálsar" hendur. Sumir kunnu/vildu vel með það fara. Þeir liggja ekki undir ámælum. Hinir ("sumir") notuðu sitt frelsi til síður góðra verka, við (alla vega ég (þó ég sé ekki guð)) viljum að þeir fái dóm og refsingu.
Eygló, 15.4.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.