Lögreglan lætur til skarar skríða.

Nú er lögreglan að ryðjast inn í  húsið á Vatnsstíg.

Áfram hústökufólk!

Takið auðvaldsseggina hústaki!

Lögreglan er handbendi auðaflanna sem eyðilögðu hag þjóðarinnar. 

Eru lögreglumennirnir vopnaðir og munu þeir beita vopnum sínum? 


mbl.is Lögregla rýmir Vatnsstíg 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Að sjálfsögðu er löggan vopnuð kylfum, piparúða og táragasi og notar það óspart. Annar fyndist þeim ekkert gaman að fást við málið.

corvus corax, 15.4.2009 kl. 08:32

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það er ekkert að vefsíðunni NEI  (www.this.is/nei) , en þín skýring er að sjálfsögðu skemmtilegri þót ósönn sé. Ekkert betra en góð samsæriskenning, og nóg af þeim.

Hvað fleiri hús varðar, þá er spurning hvort þitt hús verði ekki bara næst ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 08:34

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var ítrekað sambandslaust við Nei áðan en er nú komið. Aðlaga færlsuna því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var er ekki að  reyna að blekkja vísvitandi Ingólfur þó þú sért að bera það upp á mig. Þrisvar var sagt tengilaust við Nei í morgun. Mitt hús er ekki autt og er ekki meðvitað látið grotna niður svo fjárplógsmenn geti komið ár sinni fyrir borð á kostnað hagsmuna almennings.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 08:45

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Og ég, sem lét krakkana hafa síðastl. laugardag 20 lítra af gæðamálningu. Kannski fær Lögreglukórinn málninguna fyrir sinn basar...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.4.2009 kl. 08:49

6 identicon

Þú ert skrýtinn fýr. Rétt er að auðseggir margir með hjálp stjórnmálamanna og embættismanna hafa leikið okkur grátt sem þjóð. Hvað kemur það samt þessu skrílræði við? Verður það réttlætt þó aðrir hafi gjört rangt? Af hverju á ekki að virða eignaréttinn? Er eigandi viðkomandi húss sjálfkrafa réttlaus?

Ruglumbull. Ef þú átt bílhreðju sem þú hefur vanrækt að viðhalda og ekki farið í ökutúr síðustu vikur á honum, er þá í lagi að auðnuleysingjar og lausungarlýður taki hann yfir og hagnýti leyfislaust?

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:04

7 identicon

Fimmta vald, ef bíll hefur staðið ónotaður í 3 ár og engu viðhaldi verið sinnt, já þá er fullkomlega siðlegt að gera þann bíl upptækan. Það eru unhverfisspjöll af því að láta hluti eyðileggjast að óþörfu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:57

8 identicon

En góða Eva, yfirvöld fjarlægja þá bílinn eftir aðvörun til eiganda ef hann finnst. Það er gert eftir gildandi reglum - auðvitað. Reglurnar þær vernda líka öreiga bíleiganda að einhverju marki, sem hefur illa eða ekki efni á hömmer eða róverbíl. Eigum við að parkera lögunum og á hver að fylgja sinni réttlætiskennd og sinni sannfæringu gagnvart öðrum manneskjum? Hvar endum við þá? Ég hef lesið ýmislegt eftir þig og líkað vel margt hvað. Þetta er þó út úr fasa (að mínu mati).

Ég segi: förum að lögum og reglum en gerum miklar og miskunnarlausar kröfur til löggjafans og annarra valdhafa. Leiðréttum þá ef þeir fara af brautinni og sendum þá út í ystu myrkur í kosningum. Það var Megas sem sagði eitt sinn með vorkunn að það verði alltaf einhver mannlega afföll, einhverjir dæmast til að fara í hundana (og átti við þingheim). Helst þurfum við sem minnst afskipti stjórnmálamanna og minnstar reglur um mannlega breytni. En eignarréttinn skulum við verja.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:34

9 identicon

Þetta er alveg rökrétt hjá Fimmta valdinu.

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:42

10 identicon

Ég geri greinarmun á eigum sem eru þér eða öðrum til gagns eða ánægju og eignum sem þjóna annarlegum tilgangi eða nýtast engum.

Fyrirtæki sem er stofnað til þess eins að láta það fara á hausinn til að svíkja út pening á t.d. ekki rétt á sér.

Sá sem hendir nýtilegum hlutum á engan rétt á að fara í fýlu yfir því þótt einhver annar hirði hann úr gámnum og geri hann upp og noti.

Í þessu tilviki nýtist húsið engum og stendur ekki til að nýta það en aukinheldur er tilgangur skráðs eiganda með kaupunum á því ósiðlegur. Eignarrétturinn glatar heilagleik sínum þegar hann er vanvirtur á þennan hátt. Alveg eins og þú fyrirgerir þér réttinum til að eiga hund ef þú sveltir hann.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:49

11 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ef ég hendi t.d. fullri mjólkurfernu í ruslið er mér slétt sama hvort einhver taki hana og notar hana sjálfur, enda búinn að henda henni frá mér. Fer ekki að leita uppi þá og kæri þá fyrir að stela, enda væri það ekki hægt heldur. Hvað varðar hús þá er það ennþá í eigu ákveðins aðila þótt hann hugsar ekki um það. Sá hefur allan rétt til að gera það sem hann vill við húsið. Mér líkar ekki við þá hugsun að vera að láta hús grottna niður hér og þar en svona er þetta. Við svon aðstæðum er aðeins hægt að mótmæla og láta í sér heyra. Ef maður síðan ákveður að taka hús á þeim forsendum að viðkomandi er búinn að fyrirgefa sér rétt á húsinu af því það stendur autt og er að grotna niður þá auðvitað gerast atburðir eins og gerðist í morgun. Hefði verið hægt að leysa þetta friðsamlega en það var víst ekki hægt.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 15.4.2009 kl. 12:08

12 identicon

Búsáhaldabyltingin afturgengin.  Þetta er allavega sama hyskið.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:48

13 identicon

Það er hægt að mótmæla já. T.d. með því að gefa yfirvöldum þau skilaboð að þegar lögum er beitt gegn þeim tilgangi sem þeim er ætlað að vernda, þá séu þau þar með ónýt og ástæðulaust að virða þau.

Lög ber að virða svo lengi sem þau þjóna þeim tilgangi að vernda hinn almenna borgara. Lög sem eru sett í þeim tilgangi að verja vald fárra eða notuð í þeim tilgangi, ber að brjóta, þverbrjóta og brjóta aftur og aftur og enn aftur, allt þar til búið er að uppræta valdníðsluna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:34

14 identicon

Ég viðurkenni ekki rök þín Eva, mér finnst þau markleysa. Hverjum er gefið það vald að svipta fólk eignarrétti? Hver er bær til þess að úrskurða hvar mörkin liggja, sem skilja á milli rétts og réttleysis lögmæts eiganda?

Ég viðurkenni líka að eftir að hafa fylgst með fréttum og umræðum í dag, get ég ekki annað en skilið sjónarmið hústökufólks jákvæðari skilningi en fyrr. Þegar það bendir á aðgerðir gegn sér eftir kveinstafi burgeisans við yfirvöld, til samanburðar við það að stjórnvöld aðhafast alls ekki gagnvart þeim sem vörpuðu tortímandi efnahagsbombu á landa sína.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:04

15 identicon

Engum er 'gefið' það vald enda hefur enginn vald til að gefa öðrum vald. Fólk einfaldlega rís gegn valdi og óréttlæti.

Misnotkun á eignarréttinum er dæmi um valdníðslu. Ef ég sætti mig ekki við slíkt framferði þá rís ég gegn því án þess að spyrja neinn um leyfi til þess. Það er ólöglegt en hinsvegar siðlegt. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:24

16 identicon

Ágæta Eva. Þú boðar friðrof í samfélaginu. Þú segir í raun að allir skuli fara sínu fram eftir eigin geðþótta. Þú dæmir um misnotkun, valdníðslu og siðleysi eftir eigin höfði og eigin viðmiðum, og vilt framfylgja eigin dómum.

Ég held að þú sért vel greind en ég held á móti að hugmyndafræðin þín sé illa vanhugsuð þó réttlætiskenndin sé sterk. Eða að þú hafir einhvern tilgang sem kemur ekki fram í því sem þú segir.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:10

17 identicon

Fólk kastar ekkert grjóti og þungum hlutum í lögreglu, sem er jú bara menn að vinna vinnuna sína, vegna þess að manni líkar ekki gangur hluta.   

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:29

18 identicon

Ég hef hvergi sagt að allir skuli fara sínu fram að eigin geðþótta. Ég hef hinsvegar sagt að lög eigi að virða SVO LENGI sem þau vernda hag almennings. Ekki lengur.

Það þarf ekki mikla dómgeind til að sjá að það er misnotkun á eignarréttinum að nota hann til að stjórna skipulagi miðborgarinnar, lækka húsnæðisverð í hverfinu, flæma íbúa burt, flæma fyrirtæki burt og eyðileggja menningarverðmæti.

EE, fólk ver sig þegar er ráðist á það. Það er mannlegt eðli. Það er ekki ofbeldi að beita jógúrt gegn efnavopnum eða tómat gegn vélsög.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:59

19 identicon

Lögreglan bað fólkið friðsamlega að yfirgefa húsið.  Þeir biðu.  Og fólkið fór að kasta  grjóti og þungum hlutum að lögreglumönnum.  Lög voru brotin og þeir voru að vinna vinnuna sína.  Við þurfum ekkert að sætta okkur við glæpabanka og peningadjöfla og ekki heldur óstjórn.  Ykkar reiði þar er vel skiljanleg eins og reiði þorra landsmanna.  Það eru þó friðsamlegar leiðir.  Ofbeldi gegn lögreglumönnunum okkar er ekki ein af þeim.

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:13

20 identicon

Það vantar eitthvað í þetta hjá þér. Dómarar dæma eftir lögum. En hver á að úrskurða um það hvenær lög hætta að vernda hag almennings? Hvaðan kemur valdið til þess? Hver kveður upp úr með það hvenær og hver "notar eignarréttinn til að stjórna skipulagi" o.s.frv.?

Ég kvitta mig út að þessu sögðu. En þakka umræðuna. Hún er gagnleg.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:34

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

EE elle, gelle! heldur þú með löggunni? Hvað heldurðu að Mali segi?

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 23:44

22 identicon

Mali animal smiley #4955 vill að ég verji lögreglumennina okkar Mala gegn stórhættulegu ofbeldi.  Sko, hann sagði mjá, mjá.  Og ég svík hann ekki. 

EE elle (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:06

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali hvæsir bara og setur upp ógnarlega kryppu. Hann er anarkisti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband