Vorar vel

Meðalhitinn í Reykjavík er meira en tvö og hálft stig yfir meðallagi í apríl það sem af er. Eins langt og sést mun hann halda áfram að hækka en spurning hvað gerist í lok mánaðarins.

Enn er mjög kalt fyrir norðan land. Það geta því komið kuldaköst. 

Einhvern veginn finnst mér samt eins og við fáum ekkert alvarlegt kuldakast það sem eftir lifir vors. Ég held að við fáum fimm stiga april (meðalhitinn 1961-1990 er 2.8).

Nú er líka allt orðið svo jákvætt og gott eitthvað, kosningar um helgina og fínerí og allir hamingjusamir.

Það vorar að minnsta kosti vel. Kuldatakturinn sem hefur verið síðustu mánuði er horfinn - enda gróðurhúsaáhrifin ekki af baki dottin! 

Nú á hádegi var komin 11 stiga hiti í Reykjavík!

Hér fyrir neðan má sjá veðurkort á hádegi á hlýjasta og kaldasta 18. apríl á landinu frá og með 1949. 

Munurinn er býsna mikill.

2003-04-18_12_833029.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1967-04-18_12_833031.gif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband