Kosningaúrslitaspeki

Nú ætla ég að vera eins og vitringarnir sem alltaf eru að láta sitt skæra ljós skína. Segja álit mitt á kosningaúrslitunum!

Það liggur náttúrulega í augum uppi að það er vinstri sveifla. Hvernig má annað vera eftir það sem á undan er gengið. Ég held að fólk sé bara skelfingu lostið við þá nýfrjálshyggju sem alltof margir voru samt blindaðir af og Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrst og fremst fyrir. 

Margir treysta sér samt ekki til að kjósa Vinstri græna sem þeim finnst vera einum of mikill afturhaldsakommatitta flokkur.

Samfylkingin varð því fyrir valinu. 

Framsókn, sem allir héldu að væri búin að vera, græðir á nýjum formanni sínum sem er óneitanlega klár maður og viðfelldin í þokkabót. Það var masterstroke flokksins að velja hann.

Ég hef ekki mikla trú á því að Borgarahreyfingin eigi eftir að gera mikla rósir á þingi. Þetta er velviljað fólk en alltof mikið úti að aka.

Vinstri grænir hafa aldrei verið jafn innilega grænir.  Þeir segjast hafa hreinan skjöld. En það er nú bara út af því að þeir hafa ekki haft tækifæri til að óhreinka hann með setu að völdum.

Þar verður nú áreiðanlega skjót  og röggsamleg umbylting á.  

Þeir sem vonuðust eftir alvöru breytingum og raunverulegri tiltekt  í íslensku samfélagi eftir búsáhaldabyltinguna hafa auðvitað fyrir löngu orðið fyrir vonbrigðum.

Nú  heldur pólitíska atið og íslenski skotgrafahernaðurinn svo bara áfram eins og venjulega. 

Það síðasta sem ég vil gera er að binda mig á flokksklafa með þessum fíflalegu húrrahrópum fyrir forystumönnum þó reyndar hafi ég meiri samúð með stefnumálum sumra flokka en annarra. 

Stjórnmál finnst mér einfaldlega ekki áhugaverð lengur. Pólitískar breytingar ganga yfir. En við eigum innri mann sem fylgir okkur alla ævi.

Ég hef meiri áhuga á honum og öðru fólki en pólitík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

við erum kannski ekki alltaf sammála Siggi, en við erum þó samála um að kjósa ekki yfir okkur íhaldið

Brjánn Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 11:56

2 identicon

Góð greining hjá Nimbusnum!

Ég er alveg svífandi í skýjunum og hæstánægð með kosningaúrslitin.  Alþingi er loksins byrjað að fyllast af skynsömum kellingum á pari við mig  - og vonandi fer eitthvað að hreyfast núna í Evrópumálunum.  Loksins, loksins! - segjum við landráðapakkið!  Við höfum beðið lengi eftir þessu.

Fjútt - svo er mér er svo létt að hinu trénaða íhaldi skuli hafa verið pakkað svona snyrtilega saman í eina pínulitla kúlu og lagt kylliflatt ofan í gröfina - a.m.k. um sinn.  Ég var orðin virkilega stressuð og í svitabaði fyrir þessar kosningar - um að FLokkurinn + Framsókn myndu ná nægum meirihluta til að mynda nýja ríkisstjórn.

Úff mér er svo létt eftir þessi kosningaúrslit...

Malína á bleika skýinu (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband