Heiðurslaun eru heiðurslaun

Það er ekkert stjórnmálalegt við það sem hér fer á eftir. En heiðurslaun listamanna eru ekki starfslaun heldur viðurkenning á listrænum afrekum. Eins konar verðlaun.

Mér finnst það órökrétt að menn geti afsalað sér heiðri. Maður á heiðurslaunum fyrir list er því ekki á tvöföldum launum þó hann sinni líka ólistrænu starfi.

Þess vegna finnst mér að Þráinn, eða hver sem er í sömu stöðu, eigi ekki að láta pólitískan þrýsting hafa áhrif á sig heldur beita rökhyggjunni.  

Það er ekki hægt að svipta menn áunnum heiðri.

 


mbl.is Þráinn íhugar heiðurslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega eiga þá aðrir að skila medalíum og bikurum sem þeir hafa unnið vegna t.d. íþróttaafreka.

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Veit svo sem ekki alveg hvernig þetta funkerar en ég hélt að listamannalaun, heiðurs eða ekki væru til þess að menn gætu stundað list sína óhindrað þ.e. án þess að þurfa að strita.

Annars er ég þeirrar skoðunnar að þessi laun eigi að strika algjörlega út.  Annað hvort lifa menn af listinni eða finna sér eitthvað annað að gera.  Hef horft á konur og karla í frystihúsum framkvæma sína vinnu svo stórkostlega að það mætti hæglega flokka það undir list án þess að nokkrum manni detti til hugar að setja þau í þennan flokk.

Og finnur bikarar og medalíur eru ekki gjaldmiðill.

Róbert Tómasson, 26.4.2009 kl. 16:19

3 identicon

 Er ekki  rétt, að þessi  heiðurslaun fari  til  Framsóknarflokksins þaðan sem þau komu ?  Auðvitað er ÞB  í djúpum... Eins og þessi skrumflokkur hans  sem ekki mun lifa  nema fram  að næstu kosningum ...

 Ítreka þá tillögu  mína að hann leggi  til að Guðrún Helgadóttir  fái þessi  laun í hans  stað. Hún hefði átt að vera akomin í þennan  flokk  svona  30 árum  á undan honum.

Eiður (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:43

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Enn og aftur þetta eru ekki laun, lesið færslu Sigurðar frá upphafi til enda.

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 17:16

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Róbert; Heiðursmannalaun eru verðlaun fyrir störf sem þú hefur þegar unnið.
Eiður; Voðalegar dylgjur eru þetta. Ef þig langar að kynna þér málið mæli ég með því að þú lesir þetta:
http://thrainn.eyjan.is/2009/04/svartur-listi.html

Þráinn fékk þessi verðlaun fyrir kvikmyndir sem hann gerði.. væri soldið fáránlegt að veita Guðrúnu kvikmyndagerðarheiðurslaun fyrir bók...er það ekki?

En mér finnst allt í lagi að maðurinn nái sólarhring sem kjörin þingmaður áður en hann er krafinn um ákvarðantökur

Heiða B. Heiðars, 26.4.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Eygló

Það kemur alls staðar fram að þetta séu HEIÐURSlaun (þátíð; þegar afrekað) ekki LISTAMANNAlaun sem að líkindum eru ætluð til að listamenn geti unnið að list sinni (nútíð og framtíð) Þá yrði ÞB á tvennum launum.

Ekki ætlumst við til að fólk skili hluta launa fyrrum vinnuveitenda, fari það á þing?!?!

Kaus ekki O

Eygló, 26.4.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki að taka afstöðu til pólitískra flokka, hvort sem þeir eru taldir skrumflokkar eða eitthvað annað, í þessari færslu aðeins að reyna að benda á rökrétta afstöðu. Það er líka annað mál hverjir eru maklegir í heiðurslaunaflokki.  Ég er eingöngu að beina athyglinni að eðli heiðursviðurkenninga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 18:02

8 Smámynd: Róbert Tómasson

Sama hvað hver segir, finnst myndin var svo góð að eiga þessi HEIÐURSlaun skilið, hefði hún átt að standa undir sér, ef hún gerði það ekki verðskuldar hún engin verðlaun.

Og ég endurtek annað hvort lifa menn af listinni eða éta það sem útifrýs.

Róbert Tómasson, 26.4.2009 kl. 18:11

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Róbert: Þess eru mjög mörg dæmi í listasögunni að mestu listamenn heimsins hafa átt mjög erfitt uppdráttar veraldlega, hafa hreinlega átt erfitt með að lifa af list sinni, (Mozart og van Gogh eru skýr dæmi) og list þeirra hefði notið sín betur ef þeir hefðu notið stuðnings. Listsköpun er dálítið sérstakt fyrirbæri, sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér, hún er ekki sambærileg hvað ágóða á henni varðar fyrir listamanninn við hvaða atvinnu sem er. Þetta gera flest nútímaþjóðfélög sér ljóst og styrkja því listamenn. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 18:17

10 identicon

Róbert Tómasson : Ég er þér svosem sammála, en þannig eru reglurnar bara ekki.  Viltu að menn afsali sér einhverju sem þeir hafa þegar unnið sér inn ef þeir taka við nýju starfi?

Hvað með þegar sjálfstæðismenn unnu tvær vinnur, bæði hjá ríki og borg s.s. Björn Bjarnason, Guðlaugur Þór?

Líklega hefði verið betra ef Þráinn hefði fengið þessi heiðurslaun í eingreiðslu, þá væri ekkert verið að röfla um þetta.

Annars vona ég bara að kauði hafi verið strikaður það mikið út að hann falli af þingi.

Björn I (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:18

11 Smámynd: Róbert Tómasson

Satt er það Sigurður, ég hef svo sem ekki séð síðasta listaverk Þráins og ætti þar með ekki að vera að dæma það, en mér blöskrar bara svo oft hvað er flokkað undir list og hvað ekki.

En ég vill fá að "misnota" tækifærið hér og óska öllum sem telja sig sigurvegara í ný liðnum kosningum innilega til hamingju og nýjum þingmönnum og konum velfarnaðar.

Róbert Tómasson, 26.4.2009 kl. 22:27

12 identicon

Maðurinn fékk heiðurslaun.   Það virðist ósvífni að hann þurfi að skila þeim ef hann hefur ekkert brotið gegn heiðrinum sem hann fékk þau fyrir.  Og heiðarleg vinna er ekki brot á neinum heiðri.

EE elle (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:00

13 identicon

Já, og það væri líka órökrétt ef hann yrði að skila þeim.

EE elle (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:15

14 identicon

Það myndi enginn móðgast þótt Þráinn skilaði þessum "heiðurs"launum sínum.  Eina ósvífnin sem hér er á ferðinni er að hann virðist ætla að þiggja tvöfaldar launagreiðslur frá okkur, skattborgurunum.  Og það eftir að hafa gagnrýnt aðra fyrir siðblindu.  En auðvitað er það allt annað þegar HANN á í hlut, er það ekki.  Það er flott þetta Nýja Ísland - höldum bara áfram öllum gömlum "hefðum" eins og að maka krókinn eins og hægt er - ekki ganga á undan með gott fordæmi.

Whatsername (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:19

15 identicon

Hans heiður að halda þeim.

EE elle (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:30

16 identicon

En ef Nóbelsverðlaunahafi settist á Alþingi?  Þau verðlaun eru reyndar ekki greidd af íslenska ríkinu - en finnst fólki að viðkomandi ætti að afsala sér þeim?  Eða afsala sér þá þingfararkaupinu?

Þetta eru bara svona hugleiðingar.  Ég hef sjálf eiginlega enga sérstaka skoðun á þessu máli.

Malína (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband