Uppljóstrun um hlýnunarspursmálið

Sá auðmjúki bloggari sem hér bloggar viðurkennir  að hann er hallari undir kenningarnar um hlýnun jarðar af mannavöldum en hann hefur hingað til látið almennilega uppi.

Hins vegar fer það óskaplega í taugarnar á honum þegar allir vitringar heimsins eru orðnir sammála um eitthvað. Þá vill hann ólmur verða ósammála þeim.

Svo fer það líka í taugarnar á honum hvernig allir veðurfarsatburðir eru umsvifalaust skrifaðir á reikning gróðurhúsaáhrifanna.

En langmest fer það í taugarnar á honum að veðurfarið, hans góða og gamla áhugamál, er orðið pólitískt æsingmál hjá ótrúlegasta fólki, jafnvel listamönnum sem fæstir vita af hvaða átt hann blæs.

Fölmargt annað í lífinu, stórt og smátt, fer í taugarnar á bloggarnum þó hann hafi að vísu stáltaugar, en verður hér ekki upptalið.

Það gæti farið í taugarnar á einhverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu á móti listamönnum?????   Þú sem skrifar góða texta og spilar á orgel.  Ég bíð eftir næstu bók frá þér.  En nú eru sólstormar í lágmarki svo bráðurm verður okkur kalt.  kveðja.

Erling (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta eru svona smástælar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Loftslag.is

En á Moggablogginu geturðu verið í minnihluta með því að vera sammála því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum, er það ekki? 

Loftslag.is, 29.4.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband