4.5.2009 | 12:29
Villandi frétt
Mynd af lögregluskildi fylgir þessari frétt. Það gæti gefið til kynna að upplýsingar í henni komi frá lögreglunni. Svo er þó alls ekki. Upplýsingarnar í fréttinni koma frá fjölskyldu þolandans eins og nær allar aðrar fréttir um málið.
Það eina sem ég hef séð frá lögreglunni um málið er það að áverkar stúlkunnar séu ekki alvarlegir.
Morgunblaðið á ekki að gefa villandi skilaboð í fréttum sínum.
Ég hef andstyggð á ofbeldi hvaða nafni sem nefnist. Það er hins vegar umhugsunarefni hvernig bregðast á við í málum þegar börn beita ofbeldi. Raddir hafa heyrst um að beita eigi mikilli hörku og t.d. loka árásarstelpurnar inni þar til þær verði dæmdar. Það eigi sem sé að beita þær meiri hörku en aðra í sambærilegum málum.
Það á eftir að dæma þær. Við réttarhöldin koma öll málsatvik fram ásamt læknisfræðilegum áverkaskýrslum. Síðan dæma dómararnir. Ekki fjölskyldur og ekki bloggarar fullir af heift en ótrúlega margir þeirra ganga af göflunum ef eitthvað ber út af í þjóðfélaginu. Og það er alltaf eitthvað að bera út af.
Læknir sagði um daginn að svona árásaratvik væru orðin algeng.
Ég held að eitthvert þjóðfélagsmein liggi á bak við sem taka verði á.
Harðir dómar eiga að leysa vandann er gegnumgangandi stef í bloggfærlsum. En harðir dómar í einstökum málum leysa ekki neinn vanda og hafa aldrei gert ef menn vilja ekki hyggja að rótum hans.
Á enn langt í land með að ná sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég mundi nú ekki telja 17 ára unglinga börn. Hinsvegar þegar 17 ára uinglingar taka sig til og misþyrma 15 ára barni, þá er það mjög alvarlegt mál og bendir til þess að viðkomandi gangi ekki heilir til skógar.
Hvað varðar dóm yfir þeim, þá verður hann væntanlega í samræmi við þau lögbrot sem sannast. En það er alveg ljóst að hér er um sjúka einstaklinga að ræða þó svo að þau séu sakhæf.
Guðmundur Pétursson, 4.5.2009 kl. 12:51
Ég er sammála þér, en það á að taka málið samt föstum tökum. Ef ég væri foreldri geranda í þessu máli, mindi ég reyna koma á fundi með foreldrum þolenda, þá kannski með félagsráðgjafa svo það væri hlutlaus aðili með í þessu. Þannig væri kannski hægt að róa þolendan sem líður víst vægast sagt illa og gerandinn fengi þá að sjá afleiðingar gjörða sinna augliti til uaglits. Síðan mindi ég gera mér fulla grein fyrir því að málið þyrfti að fara rétta leið í réttarkerfinu. það að refsa stúlkunum með fangelsisvist er eitthvað sem má deila um, ég efast um að slíkt yrði til að bæta þessar stúlkur. Svo er annað, við vorum að löggilda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, og nefnd á vegum SÞ hefur hvað eftir annað sent Íslendingum bréf þess efnis að ungir fangar (15-18 ára) séu ekki vistaðir með eldri föngum, en unglingafangelsi eru ekki til hér á landi, þannig að þetta dettur um sjálft sig og stúlkurnar ganga fríar.
Valsól (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:59
Í skilningi barnaverndarlaga eru 17 ára krakkar börn. Ég miða við það. Að ganga ekki heill til skógar finnst mér ónothæft og fordómavekjandi orðalag í þessu sambandi. Það gefur til kynna að ofbeldi sé aðeins framið af geðveiku fólki. En það er öðru nær. Ekki má rugla saman siðferðisbrestum og geðveiki. það er því rangt að það sé alveg ljóst að hér sé um sjúka einstaklinga að ræða. En okkur getur blöskrað framferði þeirra á siðfeðrilegum forsendum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 13:01
En á ekki að dæma þær? Bara loka þær inni?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 13:21
Það þarf að finna réttu leiðina að þessu, en það sem má alls ekki gerast er að það verði bara einhver málamyndaviðbrögð, því hvaða skilaboð sendir það næstu krökkum? Jú að svona hegðun sé nánast bara allt í lagi, bara klapp á kollinn og „ekki gera þetta aftur, vinur/vinan“
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.5.2009 kl. 13:27
Sammála þér Sigurður í öllum meginatriðum.
Í fréttinni segir að fjölskylda brotaþolans muni aldrei sætta sig við neinn málamyndadóm. Mér finnst að dómstólar eigi að dæma í þessu máli og ef niðurstaða þeirra stangast á við skoðun umræddrar fjöskyldu verður bara að hafa það.
Sæmundur Bjarnason, 4.5.2009 kl. 13:31
Veikindi / siðferðisbrestir. Sammála því. En þótt gerendurnir séu þá e.t.v. ekki sjúkir, getur manni fundist athæfið sjúkt / sjúklegt.
Eygló, 4.5.2009 kl. 13:38
Er illska sjúkleiki?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 13:43
Sæmundur: Það er hægt að setja sig í spor aðstandenda. En ég vil samt benda á að nær allar fréttir um atvik og skaða í þessu máli koma frá þeim í fjölmiðlum en ekki beint frá lögreglu og læknum. Þetta er ekki sök aðstandenda heldur fjölmiðla.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 13:46
Vandamálið er samfélagið... ef þið ætlið að leysa þetta með fangelsi, verið þá öll sömul velkomin í steininn.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:52
17 ára fólk er sakhæft. Þeir sem hópa sig saman og níðast á 15 ára barni í langa stund á enga miskunn skilið.
Þar mega bætur, fyrirgefning og iðrun spila inn í endanlegan dóm en útgangspunkturinn er hámarksdómur.
Rúnar Þór Þórarinsson, 4.5.2009 kl. 14:16
Það hefur vakið athygli mína hversu greiðan aðgang systir fórnarlambsins hefur átt að fjölmiðlum; og hversu fúsir fjölmiðlar hafa verið til að flytja hennar fréttir milliliðalaust.
Nú vil ég síst gera lítið úr ofbeldisverkinu og nokkuð eru málavextir ljósir varðandi sekt ofbeldisbarnanna en mér þætti eðlilegt að til þessi bærir aðilar skæru úr um hver refsingin ætti að vera. Mismóðursjúkir bloggarar og fjölmiðlamenn stæðu þá bara álengdará meðan.
Eins vekja óhug óbeinar hótanir um að mildar refsingar verði ekki liðnar af hendi fjölskyldu fórnarlambsins, til hvaða aðgerða hyggst fjölskyldan grípa ef dómar verða ekki þeim að skapi?
Ólafur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:18
Ber það ekki vott um móðursýki að telja að fjölskylda fórnarlambsins muni grípa til slíkra aðgerða, að það vekur upp óhug hjá viðkomandi bloggara ? Í fjölmiðlum hefur komið fram að fjölskyldan hyggi á höfðun einkamáls ef dómurinn verði til málamynda eins og þau orða það.
Er ekki alveg eins líklegt að fjölskyldur gerenda hafi jafn greiða leið að fjölmiðlum og fjölskylda fórnarlambsins ? Þetta er líka spurning um það hvort fólk vilji tjá sig við fjölmiðla og lýsir ekkert endilega vilja fjölmiðlafólks til þess að tala frekar við enn fremur en annan.
Helena (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:51
Það er stigsmunur á ofbeldi. Að gefa einhverjum á'ann á sveitaballi er ekki það sama og fara með 15 ára barn á afvikinn stað og misþyrma því klukkutímum saman.
Hvenær verður ofbeldi sjúklegt?
15-18 ára einstaklingar fá sérmeðferð þegar kemur að refsingum.
"Í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 er gert ráð fyrir að ungmenni sem brjóta af sér séu ekki dæmd til refsivistar nema um sé að ræða mjög alvarleg eða ítrekuð brot. Samkvæmt 56. og 57. gr. laganna er heimilt að fresta því að gefa út ákæru, fresta því að ákvarða refsingu eða fresta fullnustu refsingar gegn því almenna skilyrði að sá sem brotið hefur af sér gerist ekki sekur um brot að nýju á tilgreindu tímabili. Með þessu móti er verið að veita einstaklingnum tækifæri til að snúa af afbrotabrautinni. Þá er möguleiki, samhliða almenna skilyrðinu, að beita sérstökum skilyrðum sem gert er ráð fyrir í 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Meðal þessara sérstöku skilyrða má nefna
að aðili sæti á skilorðstímanum umsjón einstakra manna, félags eða stofnunar, að aðili neyti ekki á skilorðstímanum áfengis eða fíkniefna, að aðili vistist á meðferðarstofnun, að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstaði, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tómstunda, að aðili gangist undir að þola takmarkanir á umráðum yfir tekjum sínum eða öðru er fjárhag hans varðar, að aðili greiði eftir getu fébætur fyrir tjón sem hann hefur valdið með broti sínu."
Aðalatriðið hlítur að vera það að reyna að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar valdi fleirum skaða. Í því sambandi þarf að beita þessum sérstöku skilyrðum hér að ofan af fullum krafti. Það er eflaust vænlegra til árangurs heldur en refsivist.Guðmundur Pétursson, 4.5.2009 kl. 14:53
Sammála Guðmundi í þessari síðustu færslu.Í sambandi við fjölmiðla finnst mér þeir hafa of lítið beint eftir læknum og lögreglu. Einn læknir sagði skýrum stöfum reyndar að áverkarnir væru ekki alvarlegir. Þó ég sé ekki að gera lítið úr þessari árás er munur á því að sjá á fólki og því að áverkarnir hafi ógnað lífi þeirra. Aftur komum við að því sama: Fjölmiðlar hafa of lítið eftir hlutlausum aðilum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 15:08
Rúnar Þór: Dæmt er í máli eftir að málsatvik eru orðin kunn og eftir málflutning sækjanda og verjanda. Þá skýrist hver dómurinn á að vera, En afstaða þín er nokkuð dæmigerð fyrir ofsa alltof margra bloggara: Að heimta ákvörðun dóms fyrirfram.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 16:02
Það sem einum þykir sjúklegt kann öðrum að þykja ein tegund mannlegra eiginleika.
Eygló, 4.5.2009 kl. 17:14
Það má ekki rugla saman siðferðisbrestum, mannvonsku þar á meðal t.d., og heilbrigðishugtökum. En þetta er samt gert sí og æ. Það er til vonska og grimmd og við getum ekki sagt það vera læknisfræðilegan sjúkleika sem okkur finnst vont en orðið sjúkleiki er eiginlega merkingarleysa þegar það er ekki notað í læknisfræðilegum tilgangi heldur sem siðferðisleg vanþóknun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 18:16
Heill þér Sigurður fyrir hófsemd í málflutningi. Ósköp finnst mér dapurt þegar fullorðið fólk heimtar blóðhefnd fyrir e-ð sem það fréttir af í fjölmiðlum - kannski bara ein frétt sem segir bara brot af sannleikanum. Eg, a.m.k. tel mig ekki vita eftirfarandi:
Hversu alvarleg árásin var
Hve margir tóku þátt í henni
Hversu alvarlegir áverkarnir voru
Hvert var hugarástand gerendans/ásetningur/samráð o.s.frv.
Við þessu má mörgu bæta. Við eigum ekki að samþykkja ofbeldi í neinni mynd, en það þýðir ekki að við eigum bara að sparka fastar þegar sparkað er í okkur. Á þá ekki bara að drepa alla sem gera e-ð af sér? Yrði heimurinn betri við það?
Áskell Örn Kárason, 4.5.2009 kl. 19:26
"Það sem einum þykir sjúklegt "
Mér þykir vont ef fólk kýs að misskilja og snúa útúr, jafnvel til að gera lítið úr öðrum.
Bráðvel gerðum manni kann að verða eitthvað heimskulegt á. Það gerir hann ekki heimskan.
Þegar einum þykir athæfi sjúklegt er ekki þar með sagt að sjúkleiki valdi athæfinu.
Íslensk orð sem má snúa útúr og misskilja að vild
Eygló, 4.5.2009 kl. 23:07
Merkileg "pæling" Maíja. Ef athæfið er sjúklegt þá má kannski draga þá ályktun að sá sem framkvæmir það sé sjúkur.
En að sjálfsögðu má deila um það hvaða athæfi er sjúklegt og hvað ekki.
Segjum sem svo að 17 ára einstaklingur, nýkominn með bílpróf, tæki upp á því að keyra yfir börn sér til skemmtunar. Það mætti flokka það sem andfélagslega hegðun, mannvonsku jafnvel. Sumir mundu kannski ganga það langt að krefjast þess að viðkomandi yrði sviftur ökuleyfi.
En þetta er bara "barn" sem þarna á í hlut, þ.a. ekki viljum við ganga of hart fram.
Kannski væri réttlát refsing að banna barninu að keyra hraðar en 40km.
Orðhengilsháttur er ágætur þegar hann á við. Kannski á hann ekki við í þessu tilfelli.
Guðmundur Pétursson, 5.5.2009 kl. 03:46
Hvernig væri að taka árásarliðið og lumbra ærlega á þeim? Leyfa þeim að reyna á eigin skinni hvernig þeirra eigin athafnir voru.
corvus corax, 5.5.2009 kl. 09:31
Það er svolítið erfitt að halda íslendingum innan skynsemismarka í svona umræðu. Sigurður Þór Guðjónsson hefur verið til fyrirmyndar í þessari umræðu og haldið sínu striki og verið á vitrænu plani og reynt að ræða málið með rökum. Rök duga hinsvegar ekki á nærri alla. Aðal málið í þessu sambandið finnst mér vera þetta: Við afturköllum ekki þennan tiltekna atburð. Því þarf að finna leiðir til þess að a) koma í veg fyrir að þessir tilteknu einstaklingar geri sig seka aftur um sambærilegt athæfi og b) koma í veg fyrir að aðrir einstaklingar fari í einhvern "copy cat" ham og leitist við að gera eins. Svo má líka velta fyrir sér hver var ástæða þess að þessi tiltekni atburður átti sér stað. Hver var hvatinn? Hafði fórnarlambið gert eitthvað, sem leiddi til þessa voðaatburðar? Ég er ekki að réttlæta hefndaraðgerðir, en við látum börnin okkar sitja lon og don yfir sjónvarpsefni og horfa á kvikmyndir, þar sem hefndarþorsti og ofbeldi er dýrkað vægðarlaust.
Gadus Callarius (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 10:14
Ég veit ekki hver á að vera með orðhengilshátt. En ég held ég gefisst alveg upp á því aðbenda á það að ekki eigi að nota orð yfir sjúkdóma í siðrænni merkingu. Fólk virðist ekki geta skilið hvað ég er að fara. En ég segi enn og aftur: Flest illvirki eru framin af fólki sem ekki er sjúkt í neinni læknisfræðilegri merkingu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 10:14
Til corvus corax: Kannski ertu að mælaí hálfkæringi. En tillaga þín er reyndar mjög í stíl við það sem oft má lesa á bloggi þegar hræðilegir atburðir eiga sér stað: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Siðuð samfélög hafna slíkum aðferðum. Samfélagið sem stofnun má aldrei fara á sama lága plani og þeir einstaklingar sem erfiðast eiga með að semja sig að háttum þess. Ef samfélagið myndi gera það yrði ólíft meðal manna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 10:22
"Rök duga hinsvegar ekki á nærri alla".
Orð Gadus hittu beint í mark.
Ónefndur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 10:58
Maður getur bara vorkennt fólk sem telur að þungar refsingar og annað í þeim dúr sé uppbyggilegt....
Munið svo að refsivist er ekki það sem á að einblína á... heldur betrun.
Horfið til USA til að sjá hefnigjarnt og kristið samfélag.. sem er í algerri rúst
DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:18
Ég meinti ekki að fólk ætti ekki að vera ábyrgt og hljóta dóm. Í USA geta dómar verið of harðir. En dómarar dæma ekki þar fyrir hefnd, heldur til að koma glæpamönnum af götunni. En á Íslandi eru dómar oftast hlægilega vægir og kenna engum neitt.
Ónefndur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:26
Ég skil nú alveg hvað þú ert að meina Sigurður og er alveg sammála þér.
Guðmundur Pétursson, 5.5.2009 kl. 13:38
Sæll aftur Sigurður
Þetta er kolvitlaust hjá þér varðandi mína færslu (annars margt ágætt í þessum bloggi). Það sem ég er að kalla eftir er hámarksrefsing miðað við glæpinn auðvitað. Þetta er ekki morð, en býsna alvarlegur og margþátta glæpur þar sem skaðinn er ekki endilega sjáanlegur utan á líkamanum. Ég er að kalla eftir því að það sem haft sé til viðmiðunar er hámarksrefsing fyrir þessa glæpi sem framdir voru þarna í röð atburða sem enginn vill sjá barnið sitt lenda í og heldur ekki fremja. Ég tek jafnframt fram að marga þætti megi hafa til hliðsjónar eins og iðrun og annað.
Hinsvegar styð ég alls ekki að málið sé nálgast á forsendum gerendanna eins og venjan er að talsverður hluti þessarar þrælaþjóðar ber jafnan skap til. Nóg er víst af níðingum sem ganga þarna frjálsir um götur og ég játa að auðvelt er að sjá einn slíkan í hverjum þeim sem hundsar kvalirnar sem fórnarlöm glæpa sem þessa ganga í gegnum. Það fólk ber ekki skynbragð á tilfinningar annarra og rétt þeirra til lífs og hamingju, en metur mikils rétt hins sterkari að níðast á hinum veikari. Það fólk gerir samfélagið verra jafnt og þétt. Ég kenni það fólk yfirleitt við sjálfstæðisflokkinn þ.s. mestu óþverrarnir sem ég þekki persónulega að þessu leiti liggja á bæn í þeirri rotþró, en það bara hlýtur að vera tilviljun.
Biðst afsökunar á að blanda pólitík inn í þetta, kemur málinu ekki við á nokkurn hátt nema fyrir mig - Ég lýg þarna engu reyndar, en þessi útúrdúr var svona "á ská".
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.5.2009 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.