Gáttaður

Ég botna nú ekkert í Borgarahreyfingunni,  sem ég hef þó mætur á, að hvetja fólk til að borga ekki skuldir sínar. Ef það yrði almenn regla myndi samfélagsleg upplausn hljótast af. 

Viðskiptaráðherra hefur orðið fyrir ómaklegri gagnrýni. Hann talar bara út frá staðreyndum og heilbrigðri skynsemi og pólitískir stælar eru víðs fjarri honum, ólíkt atvinnustjórnmálamönnunum. 

Á tímum eins og þessum á þjóðin að standa saman við að leysa vandann í stað þess að auka hann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nánast algjörlega sammála þér addna.

Nema með Gylfa, hann stendur ekki alveg undir væntingum hjá mér en ég vil svo sannarlega ekki að hann fari að hvetja til að fólk hætti að borga.

Mér finnst það ábyrgðarleysi að hvetja fólk til slíks, enda hlýtur það að skapa enn meiri spennu ef eitthvað er.

Svo erum við öll í þessu bátræksni saman og verðum að hafa það í huga.

Jabb.  Klárir í bátana með árarnar.  Ég er nú hrædd um það Malapabbi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nú líkast til.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sannleikurinn hentar greinilega ekki Íslendingum.

Finnur Bárðarson, 5.5.2009 kl. 15:05

4 identicon

Sigurður, - ég kallaði Borgarahreyfinguna  einu sinni  skrumflokk.Sé hún að hvetja  fólk sem  getur greitt  til að greiða ekki skuldir sínar, þá  er hún þjóðhættuleg skrumhreyfing. Það mundi leiða til þess að þjóðfélagið færi endanlega um koll. Þá  væri ekki einu sinni hægt að borga  listamönnum heiðurslaun og  líklega mundum  við missa  sjálfstæðið. Ekki veit ég hvað þetta fólk er að hugsa, -  sennilega er það  lítt fært um að hugsa  rökrétt og sjá hluti í samhengi. Nú er ég líka gáttaður.

Man ég það ekki rétt að þú átt eina skemmtilegustu kvenlýsingu seinni  tíma  bókmennta, að mér finnst. Segir um konu , að hún sé löng og mjó eins og Vesturgatan á  Akranesi.  Held ég hafi aldrei  keyrt  Vesturgötuna án þess að hugsa um þetta. Kannski er ég bara  að  rugla ????

Eiður (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Rólegur Sigurður..hvergi segir í fréttatilkynningu að Borgarahreyfingin hvetji fólk til að greiða ekki skuldir sínar og hagsmunasamtök heimilanna hvetja hvorki né letja fólk til að grípa til slíkra neyðarráðstafana samkvæmt því sem Þórður sagði í Kastljósi í gærkveldi.

hér er fréttatilkynningin eins og hún hefur birst í fjölmiðlum. Hvatningin er sú til stjórnvalda að grípa nú þegar til neyðarráðstafana fyrir þúsundir heimila sem eru komin í þrot fjáhargslega sem félagslega.

Aðgerðir ríkisstjórnar ganga of skammt

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir yfir stuðningi við meginkröfur Hagsmunasamtaka heimilanna. Telur hópurinn að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna íbúðarskulda ganga alltof skammt. Ekki nægi að bregðast við vanda heimila sem þegar eru komin í þrot. Gera þurfi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að tugþúsundir heimila fari sömu leið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hreyfingin hefur sent frá sér. 

Þar kemur fram að fyrsta stefnumál Borgarahreyfingarinnar séu neyðarráðstafanir í þágu heimilanna. Þannig vilji hreyfingin að alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins , þ.e. til janúar 2008. Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2–3% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.


„Með réttu er spurt hver skuli bera kostnaðinn af þessum aðgerðum. Svarið fæst með því að spyrja hver muni bera kostnaðinn af gjaldþroti tugþúsunda heimila og þrotnum greiðsluvilja fólks. Um leið yrði að svara spurningunni um það hver greiði kostnaðinn af þeim mannlega harmleik sem hvert gjaldþrota heimili getur orðið. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara.

Óvenjulegar aðstæður krefjast óhefðbundinna úrræða. Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið,“ segir m.a. í tilkynningunni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.5.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Erfitt er að skilja þessa frétt öðruvísi en að Borgarahreyfingin styðji þá sem neita að borga, samanber: ''Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir furðu sinni og vanþóknun á yfirlýsingum forsætisráðherra og viðskiptaráðherra vegna yfirvofandi greiðsluverkfalls.''

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 16:29

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þakka þér Eiður. Kannast við þess kvenlýsingu. Ég bjó einu sinni á Vesturgötu á Akranesi og fannst hún flott eins og þessi langa og mjóa vinkona mín.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 16:31

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er ekki ómakleg gagnrýni. Gylfi var svona Búsáhaldahagfræðingur og gagnrýndi fyrrum stjórnvöld. Valdhrokinn er ekki lengi að blossa upp og hann áttar sig enga veginn á því að það eru þúsundir Íslendinga sem eru að stefna í vonlaus mál - að geta ekki átt í sig og á.

Á meðan ekki er boðið upp á varanlegar lausnir með húsnæðislánin skil ég vel að fólk muni ekki greiða af þeim enda er það tilgangslaust. Ég gæti komið með fullt af dæmum um þetta en læt þetta duga.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.5.2009 kl. 19:18

9 identicon

Ríkið/yfirvöld velta gengis-kol-fallinu og meðfylgjandi óðaverðbólgu mestmegnis yfir á skuldara.  Og þó það hafi ekki verið verk fólksins að passa upp á gengið og verðbólguna.  Það var verk ríkisins/yfirvalda. Fólk sem skuldar grætur og fjölskyldur þeirra leysast upp vegna þess að skuldarar eru píndir og rændir og þvingaðir til borga af ósvífnum lánum sem flugu upp um milljónir.  Vegna glæpabanka og kæruleysis og mistaka yfirvalda.  Og ef fólkið borgar ekki, mun það verða elt uppi til dauðadags.  Ég skil fólkið vel.

http://kritor.blog.is/blog/kritor/entry/869802/


http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php?option=com_content&view=article&id=199:gengistryggd-
lan-ologleg&catid=58:frettir
 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/16/lantakendur_stefna_og_vilja_lanum_hnekkt/


EE elle 

. (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 19:49

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég skil líka fólkið vel.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 19:54

11 identicon

happy smiley #46happy smiley #46

EE elle

. (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 19:59

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst hins vegar að eigi að kvartera útrásarvíkingana, bankastjórana og marga fleiri.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 20:03

13 identicon

Mikil lifandis skelfing er gott að vera innan um svona skilningsríkt fólk!

Malína (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 20:07

14 identicon

Heldur vil ég kalla þá útrásar-glæpona.

EE elle

. (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 21:16

15 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það er ekki nóg gert þegar ekki er fylgt eftir ákvörðunum stjórnvalda. Stjórnvöld segja að hægt sé að frysta bílalán. Fólk fer og biður um það en fær neitun á einhverjum forsendum. Sumir fá frystingu aðrir ekki. Og vitið þig að auðmenn eiga ennþá fjármögnunarleigurnar og liggur náttúrulega á að fá sem mest af peningum og sem hraðast?

Og bankarnir hafa ekki fengið fyrirskipanir frá ríkisvaldinu um að gera það sem ríkisvaldið segir fjölmiðlum að eigi að gera. Skuldarar koma að lokuðum dyrum, nema þeir uppfylli þessi skilyrði eða hin. Oft flókin mál orðin. Er eitthvað skrýtið að fólk vilji bara hætta að borga?

Við sjáum líka að bara við þá hótun undanfarna daga kemur ASÍ forseti loksins úr hýðinu og krefst aukinnar þjónustu við skuldara. Og ætli verði ekki ráðnir 50 eða fleiri ráðgjafar til að hjálpa fólki að tala við bankana? 

Það þurfti búsáhöld á Austurvöll til að losna við ráðþrota ríkisstjórn, nú þarf greiðsluverkfall til að fá ríkisstjórn til að standa við það sem hún hefur þegar sagt í fjölmiðlum en ekki hefur gagnast nema fáum.

Margrét Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband