7.12.2006 | 18:48
Jólaskapið
Ég er ekki kominn í neitt jólaskap. Samt er ég heilmikill jólamaður. Á aðfangadagskvöld loka ég mig til dæmis alveg af í klukustund til að hlusta, einn Íslendinga, á Jólasögu hins heilaga vitrings Heinrich Schütz. Hann fæddist hundrað árum á undan Bach en varð með langlífustu mönnum og dó um daginn, má segja. Ég hef líka ljósum skrýtt jólatré í stofunni minni sem er full af ógurlega þykkum bókum og innrammaða mynd af jólasveinum í eldhúsinu. Mynd þessi er eldri en ég og er ég þó gamall og geðstirður og kom frá Svíþjóð þegar pabbi sigldi um öll heimsins höf á dögum Línu langsokks. Myndin er svona gamaldags jólaleg.
Ég set þetta samt ekki upp fyrr en á Þorkáksmessukvöld og á eftir bý ég til jólabúðinginn fræga. Mamma kenndi mér að búa hann til síðasta árið sem hún var af þessum heim og enginn í heiminum kann núna að búa hann til nema ég og ég verð að búa til margfalda skammta fyrir alla stórsfjölskylduna, það er að segja systur mínar og börn þeirra sem voru ansi óþæg þegar þau voru lítil þó þau hafi nú ekki verið nándar nærri því eins fáránlega lítil eins og ég var þegar ég var lítill.
Búðingur þessi er svo góður að allir verða miklu betri menn eftir að hafa borðað hann. Sannkölluð jólabörn. Ég ét hann, afskakið borða ætlaði ég að segja, á hverjum degi fram á gamlárskvöld. Þá dett ég ekki í það en horfi á alla aðra gera það og er alveg sama. Síðast datt ég kylliflatur í það á gamlárskvöld.1979. Og ég varð alveg blindfullur og sjálfum mér til svo mikillar skammar að síðan hefi ég eigi áfengi bragðað. Og aldrei langað í það. Og aldrei átt í neinni baráttu. Og aldrei séð eftir því að hafa hætt. Ég hvet reyndar unga og aldna til að fylgja fögru fordæmi mínu. Detta í það í síðasta sinn núna á gamlárskvöld. Ég á ekki við það að menn og konur drekki sig það kvöld í hel heldur að allir verði bláedrú á nýársdag og lifi sober og happily ever after.
Já, og nú finn ég að ég er bara kominn í þetta líka fína jólaskap.
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:31 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.