Algjör viðbjóður

Samningurinn sem fegurðardísirnar verða að samþykkja og hafa samþykkt án þess að mögla er auðvitað ekki samningur, samkomulag, heldur er hann einhliða skilyrði til að fá að taka þátt í keppninni um fegurðardrottningu Íslands. Þetta var að koma fram í Kastljósi.

Stelpurnar láta sig hafa það af afsala sér allri virðingu og persónulegum réttindum.

Þó þær séu ungar eru þær fullorðnar konur en ekki börn.

Enginn skyldar þær til að skrifa undir. Manneskja sem bæri lágmarksvirðingu fyrir sjálfri sér myndi ekki aðeins hrökkva frá svona samningi heldur vekja athygli yfirvalda á ósómanum.

Þetta er nú það sem snýr að stelpunum. En þar fyrir utan er keppnishaldarinn sem býður slíkan samning algjör viðbjóður og sömuleiðis þau tíu fyrirtæki sem styðja þessa keppni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Tók fyrir nokkrum árum tímaritsviðtal við fegurðardrottningu, sem fékk bágt fyrir að hafa ekki verið til í að láta úkraínsku mafíuna nauðga sér í bak og fyrir, heldur haft vit á að flýja í skjóli nætur, ásamt nokkrum norrænum stallsystrum.  (Með aðstoð finnska sendiráðsins).

Þegar heim var komið stálu aðstandendur keppninnar m.a.s. af henni kórónunni í hefndarskini fyrir þessa vítaverðu óhlýðni.   Þegar arftakinn var krýndur, var hreytt fúkyrðum í "óþekku stelpuna".

Fegurðarheimurinn er sætur og sjarmerandi...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 20:54

2 identicon

Nú er Snorrabúð stekkur. Þú að blogga um þetta?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður, þú veist hvað mér finnst.

Og hafðu það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jenný: Stelpurnar eru óttalegar laufsur að gera svona samning en Laufdal er hins vegar alger lúðulaki. Lúðulaki og laufsur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.5.2009 kl. 22:39

5 identicon

"...Manneskja sem bæri lágmarksvirðingu fyrir sjálfri sér myndi ekki aðeins hrökkva frá svona samningi heldur vekja athygli yfirvalda á ósómanum..."

Manneskja sem bæri lágmarksvirðingu fyrir sjálfri sér myndi ekki taka þátt í svona keppni yfirhöfuð!

Punktur.

Malína (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:24

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Satt segir þú Malína og Mali tekur undir. En konugreyunum er vorkunn. Þær eru víst handbendi vondra kalla og vita ekki sitt rjúkandi ráð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.5.2009 kl. 23:31

7 identicon

Mali er skynsamur og enginn laufsill.  Lætur sko engan ráðskast með sig!

Mjá bara.

Malína (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:36

8 identicon

Gleymdi einu:

Malína (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:41

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er mestur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.5.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband