Gæti verið verra

Nú er ekki beint vorlegt. Það er norðansveljandi og snjóað hefur fyrir norðan. Sums staðar á láglendi hefur fest snjó þar sem snjólaust var orðið.

En þetta er samt ekkert sérlega hart kuldakast miðað við það sem getur orðið.

Þennan dag árið 1943 var einmitt mikið kuldakast og þá mældist lægsti meðalhiti þennan dag í Reykjavík frá stofnun Veðurstofunnar 1920 og sennilega enn lengur. Meðalhitinn var -4,3 stig  en lágmarkið -7,2 og ekki hlánaði allan sólarhringinn. Á Grímsstöðum á Fjöllum var þá 15 stiga frost. Í dag hefur ekki gert frost í Reykjavík og fór hitinn í 5,7 stig en 11 í Vík í Mýrdal.

Meðalhitinn á láglendi verður líklega hvergi undir frostmarki þennan sólarhring. En mun kannski gera það á morgun fyrir norðan.

Fjölmörg kuldköst á þessum árstíma hafa verið miklu verri. Samt er þetta leiðindaveður. Það er  þó bót í máli að hlýindi eru framundan. Þetta verður stutt skot.

Á þessum árstíma er mikil vorhlýnun að jafnaði í gangi  af  árstíðalegum ástæðum og hlýnar kringum heilt stig á viku. Veðurkort frá 14. maí 1955 slær þetta vesældalega kast núna því heldur betur út. 

Það er eiginlega ofrausn að gera mikið úr þessu kuldakasti sem nú er. 1955-05-14_12.gif

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Hér er 20 stiga hiti og logn eins og venjulega.

Svavar Alfreð Jónsson, 9.5.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef ég kem í heimsókn í sumar panta ég minnst 25 stig.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 00:06

3 identicon

Hjá mér er 22ja stiga hiti og blankalogn...

Malína (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hjá mér er skítkalt, norðan gaddur og þungskýjað.

Ég er ekki frá því að ef kólnun af völdum norðan gaddsins í dag er talin með þá hafi a.m.k. verið við frostmark.

En mikið svakalega var sjórinn við Eiðisgranda fryssandi flottur, hann Kári má eiga það. Hann getur verið mikill listamaður.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.5.2009 kl. 00:19

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það mun alla vega ekkert skorta á hlýju í hjartanu þegar þú kemur!

Svavar Alfreð Jónsson, 9.5.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband