Veðráttan biluð á Tímarit.is og fleira

Aðgengi að  Veðráttunni á Tímarit.is er bilað. Aðeins er hægt að skoða fyrsta árganginn. Ef maður smellir á aðra árganga kemur bara alltaf upp fyrsti árgangurinn.

Þetta verður að laga. 

Á Akureyri, Staðarhóli í Aðaldal og Mýri í Bárðardal er úrkoma þessa maímánaðar sem nú er liðin að einum þriðja þegar komin yfir mánaðarmeðaltalið. Á Staðarhóli féll 48 mm úrkoma á tveimur sólarhringum. Talsvert af henni var snjór og mældist snjódýpt þar í gærmorgun 14 cm.  Snjór er nokkur í grenndinni og sömuleiðis yst á Tröllaskaga og í Svarfaðardal. Smávegis snjór er á stöku öðrum stað. Hins vegar er snjólaust á ýmsum stöðum þó snjóakort Veðurstofunnar gefi annað til kynna.

Nú er kuldakastið liðið hjá og kom ekki frost í Reykjavík. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður,

Þetta hefur nú verið lagað á Tímarit.is. Þú færð hröðustu viðbrögðin við svona ef þú sendir í framtíðinni póst á timarit.is@bok.hi.is

Kv,
Kristinn Sigurðsson
Fagstjóri upplýsingatæknihóps
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fínt er!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband