Rigningarsumarið mikla 2009

Jæja, þá er það byrjað. Rigningarsumarið mikla árið 2009. Ekki hefur komið almennilegt rigningarsumar á suðurlandi síðan 1984.

En nú er það að byrja.

Annars má ég hundur heita. Og mikið vildi ég þá hundur heita. Í kreppu er ég ekki í stuði til að fá rigningarsumar.

Ég held bara samt að svo verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óheppileg tímasetning til að koma með svona spá, því Veðurstofan segir að frá og með morgundeginum verði þurrt og hlýtt um allt land í a.m.k. viku, eða svo lang sem þeir treysta sér til að spá. Sjá; http://andvari.vedur.is/vedrid/vedursparit.html?

Ég vona að þessi rigningarspá þin gangi ekki eftir. Ég man óþurrkasumarið 1984 og vil ekki fá slíka tíð aftur, takk fyrir!

Davíð Pálsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En einhvern tíma kemur nú slíkt sumar. Það er alveg á hreinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það segir ekki mikið um sumarið þótt gott veður verði í maí.
Breska veðurstofan er frekar á því að það verði blautt hér á landi næstu þrjá mánuði en þurrt í Evrópu. Sem er öfugt við síðustu tvö sumur.

http://www.metoffice.gov.uk/weather/world/seasonal/index.html

Emil Hannes Valgeirsson, 11.5.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, megirðu þá hundur heita - ef það þýðir sólríkt sumar... 

Ég nenni ekki rigningarsumri í kreppunni frekar en þú.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.5.2009 kl. 14:52

5 identicon

Ef veðrið í dag er sýnishorn af því sem verður í sumar þá er ég kátur.   Kveðja frá Akureyri 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðrið á eftir að batna mikið fyrir norðan og um allt land eins og Davíð benti á. Oftast eru rigningasumur mest í einum landshluta en þó koma fyrir úrkomusumur um allt land.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 16:48

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Láttu ekki svona. Það verður ekkert rigningarsumar 2009. Þú skalt strax fara að huga að nafninu. Snati, Kolur, Sámur(frændi)?

Sigurður Sveinsson, 12.5.2009 kl. 06:45

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Engi  skyldi vætunni bölva.

Sigurbjörn Sveinsson, 12.5.2009 kl. 10:49

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kötlu vantar leikfélaga... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.5.2009 kl. 12:58

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er nú ekki enn þá orðinn hundur. En þegar þar að kemur ætla ég að verða grimmur hundur og enginn kjölturakki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 13:08

11 identicon

Mali litli og Lappi.  tee hee

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband