13.5.2009 | 00:35
Aldahvörf
Nú skal ég segja ykkur það að ég horfði á Evróvósjón í fyrsta sinn á þessari öld.
Ég er var lengi harðsvíraður tónlistargagnrýnandi og ætla þess vegna að troða mínu mikilvæga áliti upp á ykkur öll með harðri hendi.
Það voru bara þrjú lög sem einhver glæta var í fyrir minn smekk. Tyrkneska lagið, íslenska lagið og lagið frá Bosníu-Hersegóvínu. Það er hins vegar stælt eftir alþekktu lagi sem ég man nú ekki hvað er.
Íslenska lagið er samt sentimental leir. En það hefur smávegis melódíu. Söngkonan getur líka sungið og er sæt og var í bláum kjól. Blátt er einmitt uppáhaldsliturinn minn.
Ég fór náttúrlega að gráta alveg gríðarlega og allt það þegar síðasta innsiglið var rofið og hinn dýrmæti leyndardómur kom í ljós.
Ég spái því að lagið komist í úrslit.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gerirðu þér grein fyrir því að ef þú tekur 5 fyrstu stafina út í "harðsvíraður" þá færðu út "víraður".
Svo langar mig að spyrja þig hvort þú manst eftir laginu hans Valgeirs Guðjónssonar, Hægt og hljótt. Man ekki hvað söngkonan hét sem söng það. Þetta var á fyrstu þátttökuárum okkar í keppninni.
Ári eða tveimur síðar var ég í fjölskylduboði og þar var tónskáldið Hallgrímur Helgason heitinn. Hann var skemmtilegur og talaði mikið. Eitt af því sem hann sagði þar var, að lagið Hægt og hljótt væri fullkomið út frá faglegum tónsmíðaforsendum. Hann fór út í nánari útskýringar sem ég man ekki hverjar voru, enda ekki fagmanneskja í tónlist.
Gott ef lagið fékk ekki 0 stig... eða eitthvað viðlíka.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:47
Það var Halla Margrét sem söng. Hún varð síðar óperusöngkona.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.5.2009 kl. 00:53
Ég þori nú varla að viðurkenna þetta en mér er minnisstæðast þegar tveir miðaldra menn, Olsen-bræður (hétu þeir það ekki annars?) frá Danmörku tóku þátt og unnu keppnina, einhvern tíma í kringum aldamótin. Mér fannst allt eitthvað svo svakalega sætt og krúttlegt við þessa kalla - svo var lagið þeirra alveg ókei líka - en það var svosem algert aukaatriði. Það er í eina skiptið á ævinni sem ég hef hringt inn og kosið í þessari keppni. Alveg hreina satt! Að sjálfsögðu kaus ég Krúttkallana!
Malína (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 02:10
<object width="445" height="364"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/0VIv1kJ6BLk&hl=en&fs=1&border=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/0VIv1kJ6BLk&hl=en&fs=1&border=1" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="445" height="364"></embed></object>
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2009 kl. 08:59
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2009 kl. 09:00
Þetta virðist ekki ætla að takast en slóðin er :
http://www.youtube.com/watch?v=0VIv1kJ6BLk
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2009 kl. 09:03
Hérna er síðan Is it true :
http://www.youtube.com/watch?v=hcXCjC1Yijg
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2009 kl. 09:05
Ég heyrði enga tónLIST... enda snýst þetta alls ekki um tónlist.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 09:33
Ekki horfði ég né hlustaði á þetta í gærkvöldi en sagði sjálfu í bloggi fyrir nokkrum dögum að ef framlag Íslendinga í ár fengi eitthvert brautargengi væri það fyrir verðleika flytjandans því lagið er að mínum smekk hvorki fugl né fiskur.
Lára Hanna minnir á lagið Hægt og hljótt. Það er enn, að ég held eitt fallegasta lag sem hljómað hefur í Evrópusýn (Eurovision). Sókratesinn Stormskersins var líka ansi grípandi.
Sigurður Hreiðar, 13.5.2009 kl. 11:07
Svo því sé haldið til haga þá lenti Halla Margrét í 16. sæti árið 1987 eins og Gleðibankinn gerði árið áður og Sverrir Stormsker árið eftir. Það var hinsvegar Daníel Ágúst sem fékk 0 stig árið 1989 með lagi Valgeirs Guðjónssonar sem einnig samdi Hægt og hljótt.
Auðvitað fylgist ég með keppninni í ár af sama áhuga og venjulega enda er ég á afar lágu menningarlegu plani ólíkt mörgu gáfumenninu. Mér finnst þó Eurovision allt annað og merkilegra fyrirbæri en Idol sem ég horfi ekki á. Og ég kaus Portúgal í gærkvöldi.
Emil Hannes Valgeirsson, 13.5.2009 kl. 11:44
Ég man vel þegar lagið Volare kom fram samið og sungið af Domenico Modugno kom fram 1958 í Evrópukeppninni sem þá hét því látlausa og íslenska nafni. Lagið er enn með þekktustu dægurlögum heims og er þess vegna ekki neitt dægurlag. Það er satt sem sagt er að þessi keppni snýst ekki lengur um tónlist enda er hún yfirleitt fyrir neðan allar hellur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.5.2009 kl. 12:26
Sko... Ég fylgdist með keppninni hér áður fyrr - áður en hún hætti að snúast um tónlist. Mér finnst engin tónlist óæðri annarri - bara öðruvísi - og ef til eru menningarleg plön í tónlist er bara gaman, þroskandi og fróðlegt að hoppa á milli þeirra.
En fyrir þónokkuðmörgum árum náði yfirborðsmennskan, útlitið og glysið yfirhöndinni í Eurovision og þá hætti þetta að vera skemmtilegt hjá mér. Auk þess sem mér fannst mikil afturför þegar hljómsveitinni var lagt og farið að spila alla tónlistina af bandi.
Ég heyrði lagið sem Malína nefnir með Olsen bræðrum í útvarpinu í bílnum þegar sú keppni stóð yfir. Var á leiðinni heim og náði að horfa á stigagjöfina. Það var líka í eina skiptið sem ég hef hringt og kosið, ég var stórhrifin af laginu sem ég hlustaði á - nota bene - í útvarpi. Sá ekki þá bræður flytja það fyrr en seinna. Þeir voru eins og ferskur andblær í keppninni, látleysið uppmálað.
Kannski er góður prófsteinn á tónlistina í þessari keppni að horfa ekki en hlusta bara og kanna hug sinn til laganna á þann hátt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.