Hitabylgjan 14. maí 1960

Þennan dag árið 1960 mældist mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í maí í nútímaskýli, 20, 6 stig.

Sagt er frá þessu hér. 

Hlýr loftstraumur úr suðaustri olli þessu veðri alveg eins og nú. 

Árið 1960 var hæð yfir Norðurlöndum og austur af landinu en lægð vestur af Írlandi sem drógu hitann til landsins og það var fremur rólegt veður.

Nú er hæð fyrir austan land en lægðasvæði vestur undan sem veldur meiri vindi en 1960 og loftið er heldur ekki eins hlýtt. 

Satt að segja vonar maður að þessi vindrembingur fari að ganga niður og annars konar og vorlegra veður taki við.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband