Dalai Lama hundsaður af stjórnvöldum og alþingismönnum

Þeir sem stóðu að komu Dalai Lama til landsins reyndu ítrekað að koma á fundi með honum og forsætisráðherra. Bréfum um það var ekki svarað. Bréf voru einnig send til allra alþingismanna um það að hitta hann en  þeim  var heldur ekki svarað. Svo var sagt frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þetta er óskiljanlegt. Því verður ekki neitað að Dalai Lama hefur fengið friðarverðlaun Nóbels sem er virðingarvottur alveg sérstakrar tegundar í heiminum og maður skyldi ætla að þeir sem með völdin fara myndu ekki hundsa gjörsamlega slíkan mann.

Dalai Lama hefur stundað hugleiðslu alla ævi. Ég veit ekki hvort hann hefur öðlast  algjöra hugljómun en finnst þó líklegt að hann hafi öðlast einhver stig hennar en uppljómun er sögð vera á mörgum þrepum. Framganga Dalai Lama ber því vitni að hann er enginn venjulegur maður.

Ekki geri ég ráð fyrir því að forsætisráðherra eða alþingismenn hafi hitt marga menn með álíka andlegan þroska.

Þarna misstu þeir eflaust af mesta tækifæri lífs síns í þeim efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gat fólk ekki eða vildi fólk ekki hitta hinn merkilega mann? Það liggur við maður hverfi af skömm.

EE elle (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 16:19

2 identicon

Og kannski gætu yfirvöld í heild sinni farið að virða útlendinga sem koma til landsins?  Ekki veitir af að læra af þeim.

EE elle (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband