4.6.2009 | 12:37
Vantar í fréttina
Flugvélin flaug inn í svartan skýjabakka og kerfi hennar fóru að bila. Sagt er í fréttinni að sé þetta rétt bendi það til þess að vélin hafi liðast í sundur á flugi.
En það vantar allt orsakasamhengi. Afhverju fara kerfin til dæmis að bila þó vélin fljúgi inn í svart ský sem eflaust gerist oft á þessari flugleið.
Ýmislegt fleira hefur mér fundist einkennilegt í fréttum af þessum atburði. Það hefur til að mynda ítrekað verið sagt að ólíklegt sé að einhver hafi komist lífs af þó allir viti að það sé alveg fullkomlega víst að allir hafi farist.
Ég sakna þess að hvergi hef ég séð gerða grein fyrir veðurskilyrðunum sem voru á þessu svæði. Samt er jörðin vöktuð af veðurtunglamyndum.
Þessi atburður vekur athygli fólks og óhug. Sérstaklega er það óhugnanlegt að vélin farist á fullum hraða og í hæstu flughæð. Maður hefur alltaf talið sér trú um að flug við slíkar aðstæður bjóði upp á fáar hættur. Þær séu mestar við flugtak og lendingu.
Flugslys er ein af mínum litlu þráhyggjum. Fréttirnar af þessu slysi ollu því að í nótt vakti ég til klukkan hálf fjögur við að horfa á Air ChrasInvestigate á netinu.
Þetta slys finnst mér samt slá allt út í dularfullum hryllingi. Það minnir líka á þátt tilviljana. Einn Íslendingur fórst með vélinni. Á hverjum degi eru þúsundir millilandaferða með flugi. Líkurnar á að Íslendingur sé með vél sem ferst í fjarlægum heimslutum eru mjög litlar. Samt gerðist það.
Líklegt að vélin hafi brotnað í lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er freistandi að biðja þig, Sigurður Þór, sem býrð yfir meiri þekkingu á veðri og veðurfari en flestir, sem ekki eru beinlínis veðurfræðingar, að segja okkur hvaða líkur séu í raun á "svörtum skýjum" og eldingaveðrum í 10 til 15 km hæð. Þessi vél er búin að vera á lofti í 3,5 klst. þegar slysið verður og er yfir miðju Atlantshafinu, svo hún hefur áreiðanlega verið komin í fulla flughæð, sem miðað við austlæga stefnu hennar hefur verið í oddatölu, þ.e. ekki minni en 31.000 fet, trúlegar þó 33.000 eða 35.000 fet a.m.k. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst því yfir enn að þau hafi átt þarna hlut að máli, sem þau vafalaust myndu gera ef svo væri, því þeim er mjög í mun að vekja sem mestan ótta með aðgerðum sínum. Fjarlægari möguleikar eru svo loftsteinn eða geimrusl á leið til jarðar.
Lekaliði (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:53
Það þarf að athuga að vélin er á gríðarlegri ferð í 10 til 15 km hæð, hið þunna loft gefur kost á hraðara flugi. Þar þarf etv. minna að bjáta á svo vélin laskist vegna ferðar. En athyglivert væri að fá að vita hvernig á því stendur að svona hafi farið, t.d. finnst mér með ólíkindum það ólán að kolsvört óveðursský hafi verið í slíkri hæð, en mig minnir þó að gera megi ráð fyrir 15 km háum þrumuveðursskýjum. Mig minnir líka að aðstæður svona hátt í skýjunum séu mjög varasöm. En það þyrfti að koma úttekt á því.
Rúnar Þór Þórarinsson, 4.6.2009 kl. 13:02
Ég veit ekki mikið um miðbaugsveður. En veðrahvörf eru þar svo há að farþegavélar fljúga ekki yfir þau. Flugvélar eiga samt, skilst mér, að þola þau veður sem þær fljúga í gegnum. Óveður granda ekki flugvélum bara si svona, einhver bilun þarf líka að koma til. En eins og ég var að bæta inn í færsluna þá sakna ég þess að hvergi er gerð grein fyrir veðurskilyrðum á þeim stað og stundu sem vélin var á. En kannski á það eftir að gerast. Fróðlegt væri ef vinur vor Einar Sveinbjörnsson myndi pæla í þessu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 13:07
Ef þetta hafa verið svört ský þá er allavega eitthvað mjög undarlegt á ferðinni.
Emil Hannes Valgeirsson, 4.6.2009 kl. 13:09
Ég bara verð að spyrja: Hvar var guddi þegar þetta gekk yfir... fólk hleypur til og hrópar: Guddi er bestur hann bjargaði x.
Svo þegar fólk ferst: Þá segir enginn neitt um gudda.
Er þetta ekki weird hugsunarháttur :)
Aircrash investigation er góður þáttur... ómögulegt að spá hvað hefur gerst þarna
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:17
Eru ekki öll ský svört að næturlagi? Þetta var um hánótt.
Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:19
Hugsanlega hefur ísing haft áhrif segir á þessari áhugaverðu bloggsíðu. Þetta er svo það eina sem ég hef fundið varðandi óveður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 13:28
Flugslysið hefur valdið miklum óhug í fólki. Í fréttum komu upp vangaveltur um eldingu í vélina, þó óvanalegt sé.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:37
Menn hafa krassað flugvélum með því einu að horfa of mikið á slökkt ljós í mælaborði.... alveg magnað hvað menn geta gleymt sér
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:42
Það sem ég meinti var að það væri óvanalegt að eldingar förguðu flugvélum, og þó flugvélar verði oft fyrir eldingum.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:46
Á þessari BBC síðu sem ég vísa á er mikið af spekúlasjónum um hvað hafi getað gerst, líka um sjaldgæf veðurfyrirbæri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 14:03
Hér er ný frétt um máliðð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 14:10
Varðandi líkindin á að Íslendingur lendi í svona slysi þá hef ég sjálfur flogið til og frá Sao Paulo til London 3svar á síðust 14 mánuðum og í öll skiptin hitti ég eða heyrði til íslendinga á annarri hvorri leiðinni. Við erum að þvælast um allan heiminn allt árið um kring. Ég verð eitthvað órórri þegar ég flýg þangað næst núna í águst í sams konar vél frá TAM eftir þetta slys. Þó ótrúlegt megi virðast þá vonar maður innst inni að þetta hafi verið hryðjuverk því ég vil trúa að þessar vélar séu traustar.
Ólafur Gíslason, 4.6.2009 kl. 14:16
Já, líklega er þetta eftir nánari umhugsun ekki svo mikil tilvljun tölfræðilega. En það sem fer mest fyrir bjóstið á fólki er einmitt það að vélin skuli hafa farist bara si svona á miðri leið. Það skapar svo mikla óryggiskennd.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 14:23
Fann þetta comment um eldingar í flugvélum:
"Lightning is VERY dangerous for aircraft. It is not dangerous for the passengers in that it flows through the aluminum skin. However it can result in ruined avionics and other electrical components, structural and surface damage where the lightning entered and exited the aircraft, structural damage anywhere in the path of the electricity (think about how an arc welder works) and in some cases, fire."
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:39
Það er alvarlegt mál þegar flugvélar verða fyrir eldingum og það getur valdið skemmdum. Það er þó fáheyrt að slíkar skemmdir grandi vélum. Hér má sjá mynd af trjónu Icelandair-vélar sem varð fyrir eldingu 2006.
Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:44
Þarna er verið að tala um skemmdir í rafbúnaði vélar vegna eldingar.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:49
Verst er, ef aldrei upplýsist hvað olli. Hvert flugslys hefur fært okkur meira öryggi í flugi þó fórnarkostnaður sé skelfilegur
Finnur Bárðarson, 4.6.2009 kl. 15:03
Á þessari síðu er mikil langloka um veðrið á flugleiðinni
http://www.weathergraphics.com/tim/af447/
einnig endalaus runa athugasemda
Og einnig er langur pistill hér
http://cimss.ssec.wisc.edu/goes/blog/
Hvoru tveggja pistlarnir eru nokkuð tæknilegir - en ekki svo.
Trausti J
Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 18:56
Hér er mynd af frétt dv:
http://www.dv.is/frettir/2009/6/3/er-thetta-air-france-velin/
Tómas (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 19:02
Frábært að fá þetta frá Trausta.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 19:52
Eigum við ekki bara að kenna global warming um þetta? Það er auðvitað skýringin á öllu í dag og flugvélar munu farast unnvörpum í framtíðinni.
Emil Hannes Valgeirsson, 4.6.2009 kl. 21:41
Þetta er skoðað og útskýrt á mjög faglegan hátt hér
http://cimss.ssec.wisc.edu/goes/blog/archives/2601
og hér
http://www.weathergraphics.com/tim/af447/
Talið er sennilegast að vélin hafi liðast í sundur vegna mikillar ókyrrðar:
"* Turbulence -- Turbulence is a definite candidate as a contributing factor. There is an isolated storm at (1.6,-31.5) that appears suddenly at 0200Z just as the A330 enters the main MCS cluster. From a turbulence perspective it is by far the most dangerous formation found on the loop. However it is 10-25 km to the left of UN873 and it is doubtful the crew would have been deviating at this time. Other cells like this one embedded within the main MCS may have caused severe turbulence. Young updrafts are particularly dangerous to flights because they contain significant rising motion yet precipitation fields have not yet fully developed and airborne radar signatures are weak, reducing the likelihood the crew will deviate around the cell. Another concern is the extensive upper-level dry air shown on the SBFN sounding (not counting the anvil debris at 350-300 mb), which may have contributed to enhanced evaporative cooling in and around the anvil and aggravated the turbulence experienced by the flight, especially around the margins of anvil clouds and towers. It is worth considering that cumulative periods of heavy turbulence crossing through the cluster may have caused minor internal damage that progressed in some way into an emergency."
Hörður Þórðarson, 4.6.2009 kl. 21:46
Ég er búinn að skoða athugasemdirnar of sé að Trausti var á undan mér með þessar upplýsingarnar... Hann fær fjöður í hattinn.
Hörður Þórðarson, 4.6.2009 kl. 21:59
Þið fáið báðir fjaðrir í hattana! Og fólki finnst þetta efni greinilega spennandi því nú eru komnir 1840 gestir í dag inn á síðuna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 22:03
Ég vakti sjálfur yfir bloggi www.pprune.com (professional pilot rumour network)
mjög svo fræðandi að lesa sumt og þarna koma margir með góð veðurkort.
kveðja
jonas
jonas (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:06
hvort er vegna mikillar ókyrrðar í lofti, loftsteins eða sprengingar, er ljóst að vélin hefur bútast sundur í háloftunum. þar sem brak hennar finnst á svo stóru svæði.
maður hefur svo sem séð ýmislegt í Ais crash investigation. stél rifnað af og alles.
Brjánn Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 22:47
Ég fæ víst enga fjöður í minn stráhatt enda var mín athugasemd ákaflega kjánaleg.
Emil Hannes Valgeirsson, 4.6.2009 kl. 22:49
Afhverju hefur fólk svona mikinn áhuga á hræðilegum flugslysum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 22:55
Af hverju borgar fólk offjár fyrir að láta hræða úr sér lífóruna í Tívolí tam? Af því að fólk er að drepast úr leiðindum við hægindi nútímans. Það vantar andstæður í lífið. Og svo kemst nútímamaðurinn tæplega undan því að nota flugvélar af og til. Þar gefst tækifæri til að þjóna þessum átökum sálarlífsins og jafnvel öðlast heilbrigðan kvíða við undirbúning ferðar.
Sigurbjörn Sveinsson, 4.6.2009 kl. 23:08
Hví fáum við hin ekki líka fjöður.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:15
Í kvöld fór ég aftur að horfa á Air crash investigate og er vís með að glápa úr mér allt vit langt fram á nótt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 23:46
Flugvélin bútaðist í tvennt vegna segulkrafta.
Þegar flugvélin sveif yfir eyjunni gleymdi Desmond að slá inn "4 8 15 16 23 42" og ýta á execute og því urðu segulkraftar eyjunnar til þess að flugvélin bútaðist í tvennt og brotlenti.
JohnL (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:00
Sæll Sigurður Þór, og takk fyrir þitt innlegg varðandi þetta mál. En þú spyrð: "Afhverju hefur fólk svona mikinn áhuga á hræðilegum flugslysum?" - Ég get bara svarað fyrir mig persónulega, og hef séð nokkra "Air Crash Investigation" þætti, ekki af því að ég sóttist eftir þeim, en það var bara verið að sýna þá. En ég er flughrædd. Þess vegna fylgist ég með svona flugslysum og orsökum þeirra.
Og ég hef góða tilfinningu að þeir í Brasilíu eigi eftir að finna 'svarta kassann' úr Air France vélinni, þó að þeir séu ekki bjartsýnir með þann þátt, þar sem hann er talinn vera á miklu dýpi. Það er nefnilega oft þannig að þegar mikil orka er í gangi varðandi svona atburð, að þá taka máttarvöldin við, og hið ótrúlega getur gerst: svarið kemur, á endanum og á einhvern ótrúlegan hátt.
Við sem erum í flughrædda liðinu, verðum að fylgjast með svona, til reyna að vita hvað er öruggt og hvað ekki!
Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.6.2009 kl. 00:45
"Við sem erum í flughrædda liðinu, verðum að fylgjast með svona, til reyna að vita hvað er öruggt og hvað ekki!"
Er það ekki einmitt verra fyrir okkur flughrædda liðið að vera að pæla mikið í þessu? Ég hefði haldið það.
Malína (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 01:07
Menn hafa áhuga á hræðilegum slysum, hræðilegum glæpum, hræðilegu afþreyingarefni.... vegna .þess að við erum sköpuð í mynd hins hræðilega galdrakarls...:)=
DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 08:03
Það er ekkert einhlít af frásögn veðurfræðingsins að vélin hafi liðast í sunndur vegna ókyrrðar. Hún hafi verið mikil en ekki meiri en vélar hafa oft flogið í gegnum. Duló!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2009 kl. 18:03
Hæ "Malína" og "Sigurður Þór - Jú, sammála þér Malína að það er slæmt fyrir flughrædda að vera að pæla í svona slysum. Það er ekki til að bæta ástandið hjá manni! En sem betur fer, er ekki ótryggara að fljúga í flugvél en að aka í bíl úti á Þjóðvegi eitt. - En það sem verður til þess að fólk fyllist óhug yfir skyndilegu hvarfi þessarar flugvélar, er að ekkert neyðarkall barst frá henni. Þannig að eitthvað hefur gerst mjög skyndilega með vélina. Hvað það er, verður tíminn að leiða í ljós. Vonandi finnst "svarti kassinn" áður en upptakan í honum rennur út.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.6.2009 kl. 21:51
Ég er í flughrædda liðinu og bíð eftir og vona að svörtu kassarnir finnist (eru þeir ekki annars tveir?) því að mig langar að vita hvað gerðist, en ég veit ekki afhverju, kannski bara að mér leiðist. Ég hef líka áhuga á tæknilegu hliðinni sum sé hvort og hvernig kassarnir finnast og nást og svo hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.6.2009 kl. 23:52
Skv. tilvitnuðum samantektum veðurfræðingsins gæti vélin hafa verið á ferð í amk. 12 mínútur um svæði, þar sem mjög óvenjuleg veðurskilyrði voru ríkjandi þó ekki óþekkt. Miklir kraftar voru að verki með lóðréttum vindstraumum, hugsanlega ísingu og ítrekuðum eldingum.
Ég hef verið í SAS-vél í aðflugi í Sviss, sem varð fyrir eldingu. Mikill blossi varð, höggs varð vart og einkennileg lykt barst um farrýmið, sem flugstjórinn sá ástæðu til að vekja athygli á. Hætt var við lendinguna í það sinnið.
Etv. hefur vélin orðið ítrekað fyrir "áverkum" sem hafa reynt á hana við yztu hönnunamörk. Hún hefur verið eins og maður, sem barinn er ítrekað í götuna um leið og hann reynir að standa ujpp. Slíkt endar bara á einn veg.
Sigurbjörn Sveinsson, 6.6.2009 kl. 00:15
Það er langt síðan einn atburður hefur haft jafn sterk og undarleg áhrif á mig og þetta slys. Ég er alltaf að hugsa um hvað fólkið upplifði síðustu andartökin. Ég er svo flughræddur að það eru hrein vandræði, eitthvað nevrótískt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 01:14
Það hlýtur að vera manninum eðlislægt að vera flughræddur - svífandi svona bjargarlaus um í lausu lofti innilokaður í einhverju stálröri með vél og vængjum ... og ef eitthvað fer úrskeiðis þá hefur maður enga undankomuleið - engan stað til að flýja á.
Úff, ég get ekki hugsað um þetta. Ég fæ hroll. Ég vil stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn...
Malína (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:00
Það sýnir nú best hvað ég er klikkaður að í hvert sinn sem ég flýg les ég allt sem ég kemst yfir um flugslys og orsakir þeirra. Ég vil vera við öllu búinn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 10:29
Þetta skelfilega flugslys eykur bara á flughræðsluna mína...... tala nú ekki um þegar allir sérfræðingar klóra sé bara í hausnum og vita ekkert hvað í andskotanum hefur skeð!!! Ég ætlaði að vinna bug á minni flughræðslu með því að horfa á "Air Crash Investigation".......já nei það var ekki að virka því nú veit ég að allt getur gerst í flugi og þá meina ég allt!!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:54
Ragnheiður! Eitt er alveg á hreinu að hlutfallslega er ekki mikið um alvarleg flugslys miðað við, höfðatölu farþega nei nei bara reyna að vera findinn, miðað við flugumferð. Ég reyni að hanga á þessu en kvíði ekkert sérlega því að ég er auðvitað blankur eins og "allir" núna svo ég er ekkert að fara neitt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.6.2009 kl. 17:02
Högni, tek algjörlega undir með þér að það er eitt jákvætt í kreppunni....að hafa ekki efni á að fara eitthvað erlendis!!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:12
Það er líka hægt að fljúga innanlands í þessu illviðrasama landi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 17:31
Já en sko......ég fer keyrandi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.6.2009 kl. 17:33
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:22
Eftir því sem haft er eftir sérfræðingum í fréttum gæti verið að vélin hafi flogið of hratt í veðrinu vegna bilaðra hraðamæla. Veðrið var eftir því aðeins meðvirkandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2009 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.