Hvar voru mótmælendurnir

Sagt er að þúsund manns hafi verið á Austurvelli þegar mest var til að mótmæla icesavesamningunum.  En kringum 14 þúsund hafa víst mótmælt þeim á feisbúkk. Hvar var allt þetta fólk? Af hverju mótmælti það ekki á Austurvelli? Ég bara spyr.

Ég kom tvisvar á Austurvöll meðan mótmælin stóðu yfir. Ekki þó til að taka þátt í þeim. Ég átti einfaldlega leið framhjá. Fyrst kom ég rétt um þrjúleytið. Þá voru þarna nokkur hundruð manns og örfáir börðu á pottlok. Allt var samt mjög friðsamlegt.

Í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan fjögur kom fram að meiri harka væri hlaupin í leikinn. Ég átti aftur erindi í bæinn nokkrum mínútum seinna og kom auðvitað við á Austurvelli. Þá var þar  enn færra fólk en þegar ég var þar í fyrra skiptið. En mótórhjólamenn voru að fremja ægilegan hávaða fyrir framan húsið. Þeir fóru þó fljótlega. Annars var allt með friði. Hávær mótorhljól eru reyndar orðin algjör plága í íbúðarhverfum. En það er nú önnur saga. 

Það er nokkuð ljóst að þeir víbrar eru ekki í þjóðfélaginu að skapist fjölmenn útimótmæli vegna þessa máls. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég var þarna niðurfrá frá 3 - 4 og mér fannst þetta mjög góð þátttaka.  A.m.k. sagði mér einn sem stóð alla búsáhaldabyltinguna að þetta væri mjög góð byrjun, mótmælin yrðu miklu öflugri næst.

En að segja að þetta hafi verið 100 manns eins og kom fram á vísi.is er bara lygi.  Sú lygi kom mér reyndar ekki á óvart í ljósi sögunnar - fjölmiðli stýrt af helsta útrásarvíkingi þjóðarinnar  !!

Sigurður Sigurðsson, 8.6.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er hálf hjákátlegt líka að tilefni mótmælanna snerust um að borga ekki. Auðvitað er fúlt að þurfa að moka flórinn eftir Sjálfstæðismenn Framsókn og að hluta til SF. Það má reyndar finna að því hversu háa vexti við þurfum að greiða.

En það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn, við höfum ekki um annað að velja en að standa skil á þessum skuldum. Síðan er að vona að eignir nái sem lengst upp í.

Hinsvegar mætti skoða hvort ekki sé að komast tími á að almenningur sameinist um að mótmæla þeim hægagangi með það að draga hina raunverulegu sökudólga bankahrunsins til ábyrgðar..

hilmar jónsson, 8.6.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband