Fjársvik og flugvélabrak

Ég hef í rauninni aldrei bloggað neitt um hrunið. Ég fylgist með fréttum og umræðum manna. Mér finnst þetta flókið mál og það eru áreiðanlega fáir sem skilja það í smáatriðum. Fyrir venjulegt fólk var Silfur Egils notadrýgst til skilnings fyrir almenning, ásamt nokkrum blaðgreinum góðra manna og einstaka bloggum, eins og hjá Láru vinkonu. Ég var að kaupa bókina Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson sem mér hefur reyndar alltaf fundist nokkuð hvatvíst og hægri sinnaður sagnfræðingur.

Auðvitað vonar maður að þessi mál upplýsist og þeir sem ábyrgð bera á saknæmum efnum, ef einhver finnast, verði látnir sæta ábyrgð. En ég er ekki sérlega bjartsýnn. Aðdragandinn hingað til hefur allur verið eins og með hangandi hendi. 

En lítið skemmtilegar eru þessa endalausu umræður um peningamál og pólitík. Lífið er auðugt aðf heillandi viðfangsefnum sem taka þessum málefnum fram þó þau séu að vísu mikilvæg. En fyrr má nú rota en dauðrota.

 

Búið er að finna brak og lík úr flugvélinni sem fórst yfir Atlantshafi í byrjun mánaðarins.  Rannsókn á líkunum er talin geta svarað ýmsum spurningum um slysið. En erfitt verður að upplýsa það sem gerðist ef svarti kassinn finnst ekki.

Fordæmi eru fyrir því að flugvél hverfi sporlaust yfir hafsæði. Ein fórst árið 1962 yfir vestanverðu Kyrrhafi og fannst aldrei neitt brak úr henni eða nokkrar vísbendingar um eitt né neitt. Er það slys talið það dularfyllsta af öllum flugslysum. 

Þetta nýja slys er líka einstaklega leyndardómsfullt.

 

 


mbl.is Stærsta svikamál frá stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grein sem birtist eftir mig sjómannadaginn 6.júni 2004 í Morgunblaðinu ,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið þar sem lesa má hvernig undirrritaður horfði yfir sviðið og sá ekkert nema það sem við erum að upplifa í dag í Svikamylluspilinu.

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=802288

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband