Nú er sumar, gleðjist gumar

Gaman er í dag! Sól og blíða. Ég var í gönguferð um vesturbæinn. Við Pétursbúð á Ægisgötu var búið að setja upp borð og fólk fékk pylsur og gos. Ekkert tilefni. Bara sólskinsskap og lífsgleði.

Mali er fjúkandi vondur yfir icesave-reikningunum og segist ekki borga neitt. En ég nenni ekkert að hlusta á hvæsið í honum og vera reiður honum til samlætis. Er þetta ekki bara óhjákvæmilegt? Hvað á að gera? 

Í dag ætla ég bara að vera glaður og kátur og horfa á þegar næstbesta fótboltalið í heimi skíttapar fyrir 92. besta liði í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Þú segir fréttir - er Malalingurinn orðinn alveg fjúkandi og rjúkandi?!  Verður ekki einhver að reyna að hugga piltinn?  Hann er jú einn af þeim sem mun erfa framtíðina hérna á þessu náskeri sem núna er orðið að brunarúst eftir útnáraníðingana alræmdu.

Malína (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er best að flengja bara piltinn fyrir bévítans óþægðina í rassgatinu á honum alltaf hreint. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 17:19

3 identicon

Nimbus þó!!! 

Hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Útnáraníðingur er flott orð yfir þá sem eiga mesta sök á því hvernig komið er fyrir okkur Íslendingum.

Ég þekkti mann sem nú er látinn sem átti kött sem er farinn sömu leið, en þeir vinirnir fóru saman út að ganga í Fossvogsdalnum. Sá ferfætti fylgd þeim tvífætta án mikilla útúrdúra og saman komu þeir heim.

Er Mali inniköttur?

Hólmfríður Pétursdóttir, 6.6.2009 kl. 17:25

5 identicon

Hvað með gamla orðið þjófar?

EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þjófar eru þeir, en orðið nær varla yfir verðmæti sem fáir skilja hvað eru mikil. Sauðaþjófur, skartgripaþjófur, tölvuþjófur, bílaþjófur það skil ég en  ekki  miljarðaþjófur.

Hólmfríður Pétursdóttir, 6.6.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nói segir líka nei og sendir baráttu kveðjur til Mala

Finnur Bárðarson, 6.6.2009 kl. 19:24

8 identicon

Milljarða-þjófar passar.  Mali og Nói sögðu það.  animal smiley #4921animal smiley #4955

EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:35

9 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Líklega er það rétt, en útnáraníðingur er gott orð um þá sem hafa valdið því að peningar fólks hafa horfið. 

Kettir vita sínu viti.

Hólmfríður Pétursdóttir, 6.6.2009 kl. 20:09

10 Smámynd: Eygló

Burtséð frá "útrásar"-einhverju. Þá eru þessir menn bæði níðingar og svíðingar. Óska eftir viðeigandi orðum yfir óviðeigandi þjóðfélagsþegna.

Eygló, 6.6.2009 kl. 20:10

11 identicon

Að tala um útrás í tengslum við þessa þrjóta og níðinga er löngu orðið úrelt.  Enda voru þeir aldrei í neinni útrás í þeirri merkingu orðsins.  Þetta voru allan tímann bara sjónhverfingar með ránsfenginn sem þeir stálu frá þjóðinni.  Þeir voru með féð í  hringrás sem stöðugt vatt upp á sig - hring eftir hring eftir hring inni í stórri bólu.  Sem svo auðvitað sprakk á endanum.  En ekki framan í níðingana sjálfa - heldur framan í okkur almenning sem nú þurfum að blæða fyrir hringekjubólurnar.

Sveiattan.   Ég held ég sé að verða fjúkandi reið honum Mala til samlætis.

Malína (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:18

12 identicon

Mjá-já.  Chat Noir

EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:27

13 identicon

Útnáradólgar!! 

Hrrmmmffff...

Malína (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:29

14 identicon

EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:32

15 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það er blíðan.

Hólmfríður Pétursdóttir, 6.6.2009 kl. 22:57

16 identicon

Ó, gott veður, glaður gumar!?!   Við kunnum okkur ekki. 

EE elle (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:01

17 Smámynd: Eygló

"Auðrónar" held ég að ég noti héðan í frá

Eygló, 7.6.2009 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband