Meðalhitinn í Reykjavík það sem af er júlí er 13,4 stig sem er 3,2 stig yfir meðallagi. Ef mánuðurinn héldi þessari tölu til mánaðarloka myndi hann verða hlýjasti júlí sem mælst hefur. Sá hlýjasti hingað til var júlí 1991 upp á 13,0 stig en 14,0 fyrstu 10 dagana. Ég held að okkar júlí sé sá næst hlýjasti miðað við 10. júlí.
Allra veðra von býður nú hysterískum aðdáendum sínum upp á það að fylgjast með frammistöðu þessa júlímánaðar á meðfylgjandi fylgiskjali sem verður uppfært mjög þétt og reglulega.- Ef ég dett þá ekki dauður niður í miðjum klíðum.
Þarna má sjá gang hitans í höfuðborginni á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn en auk þess lágmarks-og hármarkshita (reynt er að miða við miðnætti) hvers sólarhrings og meðalhita. Þá er úrkoman sem mælist frá kl. 9 þann dag sem um ræðir til kl. 9 næsta dag. Úrkoma er alltaf mæld kl. 9 og hefur því í rauninni fallið að mestu daginn fyrir dagsetninguna sem gefin er upp í hefðbundnum veðurupplýsingum. En við höfum þetta svona. Úrkomudálkar eru auðir þegar ekkert hefur fallið en 0,0 stendur þegar ''úrkoma var svo lítil að hún mældist ekki''. Þá er sólskin sem mælist á degi hverjum. Loks er hægt að sjá mesta hita sem mælst hefur hvern dag á landinu og lágmarkshita á stöðvum á láglendi en auk þess á Grímsstöðum, Möðrudal, Mývatni, Brú á Jökuldal, Svartárkoti og Hveravöllum. Ég hef þessar stöðvar með vegna þess að gegnum árin hafa lágmarkstölur birst frá þeim meðan þær voru mannaðar (nema hvað Svartárkot er ný stöð en þar er enn byggð). Hitinn á þeim er því góður til viðmiðunar við fyrri ár en ég sé ekki ástæðu til að vera eldast við lágmarkshita upp um öll fjöll en þar eru nýlega komnar stöðvar út um allt. Loks er dálkur sem sýnir útjafnaðan (ég vil nú ekki segja útvatnaðan en þetta eru leiðinlega lágar tölur) sólarhringsmeðalhita hvers dags í Reykjavík yfir mörg ár.
Upplýsingar um sólina gætu orðið til vandræða því þær eru inni á vef Veðursstofunnar aðeins stutta stund á degi hverjum og get ég feilað þar um. En skítt með það! Við gerum okkar besta.
Allar eru frumupplýsingarnar náttúrlega sóttar á veðurvef Veðurstofunnar, en hér raðað saman, og ætti eitthvað svona einmitt að vera á þeim góða vef!
Því miður hef ég ekki yfir þeim forritum að ráða til að gera flott línurit, bara ljót og leiðinleg. Þess vegna get ég enn ekki boðið upp á slíkt.
En hér getum við fylgst með því á Allra veðra von (já, hvar annars staðar?!) hvort júlí í Reykjavík setur hitamet. Vonin er reyndar ekki sérlega sterk miðað við spár til 20. júlí en ekki vonlaus ef t.d. gerir hitakast í lok mánaðarins líkt og í upphafi hans. Það gerðist einmitt í júlí 1991.
Viljiði annars veðja hvort júlí nái 13 stigum í Reykjavík? Ég veðja sáluhjálp minni. Hverju viljið þið til kosta?
Þessi færsla verður hér uppi til mánaðarloka en færist kannski efst undir Síður ef ástæða verður fyrir meira spennandi veðurblogg á næstunni. En fylgiskjalið verður alltaf með nýjustu framvindu mála.
Þetta er ekki síður spennandi en gullmótin í frjálsum íþróttum. Tekst júlí 2009 að næla í gull í Reykjavík?
Flokkur: Veðurfar | 11.7.2009 | 11:55 (breytt 10.8.2009 kl. 13:22) | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mánuðurinn er búinn að vera jafn og góður eins og þú bendir réttilega á. Vissulega væri gaman að endurtaka leikinn frá 2003 en til þess að svo verði má engan skugga bera þar á. Til þess að setja met í Reykjavík má hitinn helst ekki stíga eitt hlðarspor allan mánuðinn.
Spáð er hedur kólnandi veðri með NA- og N-átt og þó ekki verði hægt að tala um kuldatíð eins og verst getur orðið um mitt sumar mun engu að síður kólna strax eftir helgi í um 2 til 3 daga. Líka suðvestanlands, þó svo að sólarhringshitinn ætti að hanga í 10 til 11 stigum. Vissulega gæti alvöru hitabylgja segjum síðustu 10 dagan bjargað því sem bjargað verður !
En það er fekar að úrkoma verði minni en venja er. Samanlögð er hún um 5 mm þessa 10 fyrstu dagana. Hálf öld er frá úrk. innan 15 mm í júlí í Reykjavík (1958). Meira að segja 2007 þegar umferðareyjar sölnuðu og urðu heiðgular mældist úrkoman 33mm í júlí.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 11.7.2009 kl. 19:59
Við erum væntanlega að tala um júlí 1991 en ekki 2003.
En miðað við spárnar næstu daga þá ætti 13 stiga hitinn ekki að nást en ég ætla samt ekki að éta hattinn minn upp á það. „Wetterzentralinn“ virðist allavega bjóða upp á góðviðri út mánuðinn hér suðvestanlands.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.7.2009 kl. 00:26
Við sjáum til hvað þetta varðar! Trú, von og heitur kærleikur er það sem gildir! Það held ég nú. Það er nú líkast til.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2009 kl. 00:40
Ég er farin að þrá rigningu. Hitinn er kæfandi og það sést ekki fyrir endann á honum..................ennþá.
Marta Gunnarsdóttir, 12.7.2009 kl. 01:12
Mér finnst einkennilegt þegar Íslendingar fara að kvarta um hita svo sjaldgæfur sem hann er. Nú er ekki einu sinni hitabylgja, bara hlæyindi. Þegar veðurathugunarmaðurinn á Kirkjubæjarklaustri hafði skráð 29 stiga hita tvo daga í röð í byrjun júlí 1991 var viðtal við hann í blaði þar sem hann bað um 12 stiga hita og rigningu. Hana fékk hann oo hefur almennilegur hiti ekki komið síðan á Klaustri. Maðurinn skildi engan vegin þann veðurfarslega merka atburð sem var að gerast.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2009 kl. 10:30