Frostið 23,5 stig við Mývatn

Milli klukkan 22 og 23 i gærkvöldi fór frostið á sjálfvirku veðurstöðinni við Mývatn í 23,5 stig og er það mesti kuldi á landinu sem mældist síðan síðdegis í gær og fram á morgun. Næst kaldast varð í Möðrudal -22,5 stig og síðan á Brúarjökli -22,1 stig. Við Kárahnjúka, Kolku, á Mývatnsöræfum og Torfum í Eyjafjarðardal var frostið nett 20 stig. Það er athyglisvert að á Möðrudalsöræfum varð frostið ekki meira en 14 stig og á þeirri veðurathugunarstöð sem hæst liggur, Gagnheiði í 949 metra hæð yfir sjó, var aðeins 10 stiga frost. Í nótt komst hitinn í Vestmannaeyjabæ aftur á móti í notaleg 3,5 stig. Þar fæddist ég í þennan heim og er því ekki að furða þó ég hati mikinn kulda. 

Það tók mig hálftíma að leita þessi frost uppi.  

Veðurstofan, hvergi bangin, gefur upp á heimasíðunni í „yfirliti” sínu hinu alræmda, og það var líka lesið í veðurfréttunum klukkan 10, að mesta frost á landinu á láglendi hafi verið  -20,0° á Torfum en á fjöllum       -16,1  í Möðrudal og næst mest  -14,8° á Kárahnjúkum. 

Ég skal segja ykkur það!  

Annars á maður víst ekki að vera að brúka svona kjaft gegn jafn ágætri stofnun og Veðurstofan er. 

En sannleikurinn gerir yður þó frjálsa eigi að síður.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband