Fréttir af kuldabola

Í nótt mćldist mesta frost á landinu -2,7 stig á Brú á Jökuldal. Ţetta er sjálfvirk stöđ sem mćldi međ kvikasilfri í 30 ár mest -2,1  stig. Ţađ var í júlí 1983.

Sama ár mćldist lćgsti hiti sem mćlst hefur á kvikasilfri á Hellu í júlí, 0,2 stig en ţar mćldist nú á sjálfvirku stöđinni -1,6 stig. Hitinn var ţar ađ fara undir frostmarkiđ af og til í eina ţrjá tíma.   

Á kvikasilfursmćli féll eitt kuldamet í nótt.  Ţađ var á Hjarđarlandi í Biskupstungum. Ţar mćldist 0,0 stig en í júlíkuldakastinu 1995 hafđi ţar lćgst mćlst 0,2 stig. Á sjálfvirku stöđinni á Hjarđarlandi mćldist  -0,8 stig í nótt. Viđ sjáum ţarna einmitt muninn sem getur veriđ á ţessum tvenns konar mćliađferđum. Og líka ţau vandrćđi sem geta orđiđ á stađfestingu hita-eđa kuldameta á stöđvum sem lengi athuguđu međ kvikasilfursmćli en eru nú eingöngu sjálfvirkar.  Mannađa stöđin  á  Hjarđarlandi  hefur ađeins mćlt frá 1990. Hún hefur fangađ eitt alvarlegt kuldakast í júlí, 1995, en var ekki starfandi í kuldaköstunum miklu 1983, 1970 og 1963.

Í nótt mćldist - 1,1 stig í Ţykkvabć á sjálfvirku stöđinni.  Ţar held ég ađ sé enn mönnuđ stöđ sem heitir Önnupartur og mćlt hefur frá 1981 og mćldi mesta júlíkulda áriđ 1995, 0,5 stig. Ekki veit ég hvađ ţar gerđist í nótt. 

Svćđiđ kringum Rangárvelli, Skeiđ og Holt og til sjávars urđu sérlega illa úti í nótt. Ţađ er eiginlega hálf óhugnanlegt ađ frost skuli hafa mćlst viđ suđurströndina í júlí en Ţykkvibćr liggur ađ sjó. Á Kálfhóli á Skeiđum mćldist -1,0 stig og viđ Ţjórsárbrú fór hitinn ađeins undir frostmarkiđ.

Ekkert af gömlu  kuldametunum á mönnuđu stöđvunum sem enn starfa hafa ţó falliđ. En ţađ verđur ţó ađ gera ráđ fyrir ţví ađ ţetta sé mesti kuldi í júlí sem mćlst hefur á Hellu  og Ţykkvabć en á mörkunum međ Brú. Hins vegar er allt í lagi enn međ stađ eins og Ţingvelli.

En sumar spár gera ráđ fyrir ţví ađ nćsta nótt verđi enn kaldari en sú síđasta á  suđurlandi og víđar og muni ţá verđa nćturfrost upp um alla Hreppa og Biskupstungur. Kuldametiđ í júlí á Hćli í Hreppum, 0,7 stig frá 1888, gćti ţá veriđ í hćttu. 

Ađrar spár eru bjartsýnni. Ţar sem ég er svartsýnismađur  hallast ég ađ kaldari spánum!

Hvergi var talin alhvít jörđ í morgun á veđurstöđ og er ţađ vel sloppiđ. 

Ţađ hefđi veriđ meira gaman ađ segja hitafréttir heldur en kuldafréttir!

Og áfram skín sólin í 9 stiga hita í Reykjavík á hádegi. Ţađ er sterk ábending um ţađ ađ ekki eru öll sólskinsveđur af sama tagi. Ţetta er fimm til tíu stigum kaldara en veriđ hefur í hitunum og sólinni undanfariđ á sama tíma.

Samt er eins og sumir greini engan mun! Fyrir ţeim er ţađ bara sólin sem máli skiptir. Ţeir finna engan mun á hitastigi ef hún skín á annađ borđ!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Afar gagnleg samantekt ađ vanda hjá ţér Sigurđur.  Greinilega met á Brú.  Athugađu ađ Kálfhóll er vestan Ţjórsár og ţví á Skeiđum en ekki í Holtum.

Sammála um ađ nćsta nótt getur ekki síđur orđiđ áhugaverđ.  Skraufţurr svörđurinn eykur mjög á frosthćttuna á Surđurlandi ţegar rökkvar.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 24.7.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Var einmitt í vafa um hvort Kálfhóll vćri á Skeiđum eđa í Holtum! Verđur leiđrétt.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 24.7.2009 kl. 16:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband